Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 8
Undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót 2008: Nefnd skipuð og undir- búningur hafinn vegna Unglingalandsmóts 2008 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Þorlákshöfn árið 2008 og á dögunum hóf nefnd, sem sér um undirbúning og fram- kvæmd mótsins, störf. Stjórn HSK hefur skipað sjö manna Unglingalandsmótsnefnd og eru þrír þeirra tilnefndir af stjórn UMFÍ. Þeir sem eiga sæti í nefndinni eru: Gísli Páll Pálsson, formaður FISK, Ragnar Sigurðsson, vara- formaður FISK, Bolli Gunnarsson, gjaldkeri HSK, Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, Björn B. Jónsson, formaður UMFf, Helga Guðjónsdóttir, vara- formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem hald- inn var 17. október sl., skipti nefndin með sér verkum þannig að formaður nefndar- innar er Ragnar Sigurðsson, varaformaður Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Bolli Gunnars- son og ritari Helga G. Guðjónsdóttir. Mikill hugur er í heimamönnum í Þorlákshöfn og á fundinum kynnti Ólafur Áki bæjarstjóri væntanlega uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í Þorlákshöfn. Byggð verður viðbygging við íþróttahús, fimleikaaðstaða, ný sundlaug og búnings- aðstaða, knattspyrnuvöllur og frjálsíþrótta- leikvangur með hlaupabraut af bestu gerð. Teikningar fara í útboð fyrri hluta næsta árs og áætlanir gera ráð fyrir að allt verði tilbúið í júní 2008. Mynd: Frá hægri: Helga Guðjónsdóttir, ÓlafurÁki Ragnarsson, Björn B. Jónsson, Bolli Gunnarsson og Gísli Páll Pálsson. Á myndina vantar Sæmund Runólfson og Ragnar Sigurðsson. Námskeið í styrkumsóknum fyrir íþróttafélög í Reykjanesbæ Ungmennafélag íslands stóð i byrjun nóvember fyrir námskeiði um möguleika fyrir iþróttafélög til að sækja um styrki. Námskeiðið var haldið í samstarfi við íþrótta- akademíuna í Reykjanesbæ og sóttu námskeiðið um 15 einstakl- ingar frá ýmsum félögum af Reykjanessvæðinu. Valdimar Gunnarsson, landsfull- trúi UMFl, stýrði námskeiðinu og upplýsti þátttakendur um mögu- leikana sem í boði eru á þessu sviði. Umhverfið í styrkjaumsókn- um hefur breyst töluvert á síð- ustu árum en fjölmörg fyrirtæki bjóða upp á styrki af ýmsu tagi. Valdimar lagði á það þunga áherslu á námskeiðinu að umsækjendur yrðu að vanda vel umsókn sína og gefa sér góðan tíma í að fylla hana út. Allt of algengt væri að umsækjendur væru að fylla umsóknina út kvöldinu áðuren fresturinn rynni út. Mjög brýnt væri að skoða reglur sjóðanna vel og sjá hvaða styrkir væru í boði. Valdimar gefur allar nánari upplýsingar um styrkjaumsóknir, í þjónustu- miðstöð UMFl í Fellsmúla 26 í síma 568-2929. Frá námskeiðinu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.