Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 11

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 11
íslenskar getraunir og Ungmenna- félag íslands gangast fyrir skemmti- legri keppni milli aðildarfélaga UMFÍ um bestan árangur í sölu getraunaraða á 10 vikna tímabili. 1. Réttur til þátttöku: Öll aðildarfélög UMFÍ (héraðssambönd, ung- menna-og íþróttafélög innan héraðssambanda og félög með beina aðild). 2. Um hvað snýst keppnin: Að ná bestum árangri í að auka sölu getrauna- raða á tímabilinu 6. janúar til 10. mars 2007. 3. Hvernig fer keppnin fram: Öllum þátttakendum er úthlutað sölumarkmiði sem miðarviðsölufélagsinsfyrstu 10vikurnará árinu 2006. Miðað verður við lágmarkssölu sem félög verða að ná. Það félag sem sýnir mestu söluaukninguna á tímabilinu vinnur leikinn. Þannig keppa allir á jafningjagrunni og allir þátt-takendur eiga möguleika á sigri. 4. Sigurvegarar: Veitt verða verðlaun til 6 félaga sem ná bestum árangri út frá sölumarkmiðum. Það félag sem eykur sölu sína mest hlutfallslega er sigurvegari. 5. Verðlaun: 1. 100þúsundkrónur + ferð fyrir 1 íhópferðÍG og UMFl á leik í Englandi. * 2. 60 þúsund krónur + ferð fyrir 1 íhópferð /G og UMFÍá leik í Englandi* 3. 40 þúsund krónur + ferð fyrir 1 i hópferð ÍG og UMFÍá leik í Englandi*. 4. -6. Ferð fyrir 1 í hópferð ÍG og UMFÍá leik i Engtandi* 6. Allir vinna: Félög með getraunastarfsemi auka tekjur sínar verulega. Enn fremur batnar félagsstarfið með Myndirnar eru frá verðlaunaferð Islenskra getrauna og UMFÍ sem farin var á þessu árí. því að fá félagsmenn til að koma saman á laug- ardagsmorgnum, spjalla saman yfir kaffibolla og taka þátt í skemmtilegum leik. 7. Hvernig skal hefja getraunastarf: Starfsmenn Getrauna eru boðnir og búnir til að aðstoða félög við að koma upp getraunastarfi. Það er ekki flókið ferli og skiptir ekki máli hvort félög eru stór eða smá. Kostnaður er enginn. Forsvarsmenn félaga skulu hafa samband við Pétur Flrafn Sigurðsson, til að fá nánari uppiýs- ingar. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. desember 2006 með netpósti til petur@toto.is eða í síma 580- 2510. Leikurinn hefst 6. janúar 2006. Frekari upplýsingar um keppnina eru veittar hjá Pétri Hrafni Sigurðssyni (íslenskar getraunir) í síma 580-2510 og Einari Haraldssyni (UMFf) í síma 897-5204. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.