Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 12
Guðmundur Sigurðsson: Blómarósir á leið uppá Háahnjúk. Gengið á Litla Skarðsfjall. Fjölskyldan á fjallið: Kvöldgöngur UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur allt frá árinu 1998 staðið fyrir kvöldgöngum annan hvern fimmtudag á sumrin. Upphaf kvöldgang- anna má rekja til samstarfs UIVISB og Skógræktarfélags Borgarfjarðar, en á afmælisári Skógræktarfélagsins var samþykkt að skipuleggja skógargöngur í skógræktarreiti félagsins. Heimasætan á Hraunsnefi Hera Jóhannsdóttir uppá Á leið í Viðgelmi. Hraunsnefsöxl. Margir reitir eru tilkomnir vegna áhugasamra ungmennafélaga og sumir þeirra eru nú í umsjón Skógræktarfélagsins. UMSB tók það verkefni að sér í samvinnu við Skógræktarfélagið að skipu- leggja göngurnar um sumarið. Þátttaka var mjög góð í þessum göngum og ákvað stjórn UMSB á næsta sambandsþingi að skipa göngu- og útivistarnefnd til að sjá um kvöldgöngur á starfs- svæði UMSB. Kvöldgöngurnar hafa síðan verið á hverju sumri annað hvert fimmtudagskvöld og hefur verið miðað við að sem flestir ífjölskyldunni getitekið þátt í þeim. Sum sumur hefur verið ákveðið þema í göngunum, þannig var eitt árið gengið með veiðiám í samvinnu við Vestur- landsdeild Veiðimálastofnunar og annað sumar var gengið með ströndinni og þriðja um sérstæð náttúrufyrirbrigði.Ýmist hefur nefnd á vegum UMSB annast göngurnar eða aðildarfélög þess hafa séð um þær hvert á sínu svæði. Alltaf hefur verið kappko- stað að hafa leiðsögumenn með f för sem þekkja vel til staðhátta. Göngurnar hafa oftast verið vel sóttar, fjölmennasta gangan er líklega þegar gengið var að Hreðavatni sumarið 2004, en þá taldist til að 104 hefðu mætt. Hér verður gerð nokkur grein fyrir göngunum sumarið 2006. Þann 8. júní var gengið á Hraunsnefsöxl í Norðurárdal, en hún var fjölskyldufjall UMSB sumarið 2006. Fjallið er um 400 12 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.