Skinfaxi - 01.12.2006, Page 13
Fjölskyldan á fjallið - Kvöldgöngur UMSB:
Á leið upp Brekkufjall.
Göngumenn uppá Háahnjúk á Akrafjalli.
m hátt og hefur gönguleiðin ver-
ið stikuð frá bænum Hraunsnefi.
Á leiðinni upp fræddi Jóhann
Harðarson, ferðaþjónustubóndi á
Hraunsnefi, göngumenn um
staðhætti, m.a. um álfa og huldu-
fólk sem býr í steinum og klett-
um við fjallið. Göngumenn voru
um þrjá tíma upp á tindinn og
niður aftur með góðu stoppi
uppi á fjallinu þar sem notið var
útsýnisins, en þaðan er mikið
útsýni yfir Borgarfjarðarhérað.
Farið var með gestabók á fjallið.
Göngumenn voru 24, sá elsti 76
ára og sá yngsti 7 ára.
Að kvöldi 22. júní var gengið
á Brekkufjall í Andakíl undir leið-
sögn Péturs Jónssonar á Hvann-
eyri en hann er frá Innri-Skelja-
brekku og þaulkunnugur stað-
háttum. Gengið var frá Ytri-
Skeljabrekku og er nokkuð bratt
að ganga fyrsta spölinn en þegar
upp á fjallið er komið er gangan
auðveld. Frá Brekkufjalli er útsýni
yfir Skorradal, Andakíl, Borgarnes
og Mýrar. Göngumenn voru 44.
Næstvarfarið íhellaferð ÍVÍð-
gelmi að kvöldi 6. júlí. Hellirinn
var skoðaður með leiðsögn
ferðaþjónustubóndans í Fljóts-
tungu, Bjarna H. Johansen. Víð-
gelmirereinn rúmmálsmesti
hraunhellir í heimi, 148.000 rúm-
metrarog 1585 m langur. ( hellin-
um eru fallegar ísmyndanir og er
innar dregur einnig dropasteins-
myndanir. Göngumenn skoðuðu
aðeins brot af hellinum þar sem
mikið meiri tíma þarf en eina
kvöldstund til að skoða hellinn
ef vel á að vera. Eftir hellaferðina
var gengið yfir hálsinn heim að
Fljótstungu. Þar nutu göngu-
menn veitinga hjá húsráðendum
eftir göngu. Göngumenn voru
39 talsins.
Kvöldið 20. júlí var gengið á
Akrafjall í einu besta veðri sumar-
sins og í frábæru skyggni. Safnast
var saman við Berjadalsá og það-
an gengið á Háahnjúk sem er
555 m hár. Leiðsögumenn voru
hjónin Jóhannes Guðjónsson og
Guðrún Guðmundsdóttir í Efri-
Hrepp. Jóhannes er Skagamaður
og búinn að hlaupa margarferðir
upp á fjallið og því þaulkunnug-
ur gönguleiðum þar. Guðrún
sagði ýmsar sagnir er tengjast
fjallinu. Uppi á Háahnjúk er fag-
urt útsýni til allra átta, yfir í Hval-
fjörð, til Reykjavíkur, yfir Akranes,
Mýrar og út á Snæfellsnes.
Göngumenn voru 24.
Að kvöldi 3. ágúst, í roki og
rigningu, var Eldborg í Kolbeins-
staðahreppi gengin. Göngu-
menn söfnuðust saman heima á
Snorrastöðum og þar hitti hóp-
urinn Hauk Sveinbjörnsson,
bónda á Snorrastöðum, sem
fylgdi hópnum á Eldborgina.
Haukur fræddi göngumenn um
náttúru og sögu svæðisins en
Haukur er fróður um staðhætti
og mikill sagnaþulur. Að ganga
á Eldborg er auðvelt, gengið er
eftir hrauninu og þegar upp á
Eldborg er komið er gott útsýni
yfir Kolbeinstaðahrepp, Eyja-
hrepp og Mýrar. Göngumenn
voru 16.
Einkunnir í Borgarnesi eru
útivistarsvæði Borgnesinga en
þangað var farið að kvöldi 17.
ágúst. Einkunnir eru sérkennileg-
ur og fallegur staður vestast í
Hamarslandi.Árið 1951 sam-
þykkti hreppsnefnd Borgarnes-
hrepps að girða þar allstóran
blett og afhenti hann síðan skóg-
ræktarfélaginu Ösp sem þá var
stofnað. Þar hefur síðan verið
gróðursett mikið af plöntum sem
hafa dafnað vel. Á síðari árum he-
fur sveitarfélagið séð um rekst-
ur og framkvæmdir og hefur þar
verið talsvert unnið til að gera
svæðið að ákjósanlegu útivistar-
svæði. Leiðin að svæðinu liggur
frá hesthúsahverfinu í Borgar-
nesi. Leiðsögumenn voru Finnur
Torfi Hjörleifsson og Hilmar Ara-
son. Alls mættu 11 göngumenn.
Síðasta kvöldganga sumars-
ins var farin 31. ágúst og þá var
gengið á Litla-Skarðsfjall í Staf-
holtstungum. Gengið var frá
hlaðinu á bænum Litla-Skarði.
Leiðsögumaður var Birgir Hauks-
son skógarvörður en Litla-Skarð
er í eigu Skógræktar ríkisins. All-
mikið hefur verið plantað á jörð-
inni og gengu menn fyrst í stað
eftir skógarstíg. Auðveld ganga
er á Litla-Skarðsfjall. Á leiðinni
upp var mikið af berjum og gáfu
göngumenn sér góðan tíma til
að komast á fjallið. Þar sem þetta
varsíðasta kvöldganga sumars-
ins var Magnús Guðbjarnason frá
Straumfirði tilnefndur göngu-
garpur UMSB 2006 en hann var
sá eini sem tókst að mæta í allar
kvöldgöngurnar. Fékk hann að
launum bókina íslensk fjöll
- gönguleiðir á 151 tind - eftir
Ara Trausta Guðmundsson og
Pétur Þorleifsson. Var honum
afhent bókin uppi á fjallinu og
göngumenn lýstu því yfir að þeir
væru tilbúnir að fylgja honum á
alla þá tinda sem fjallað er um í
bókinni. Göngumenn voru 12.
Laugardaginn 21. október
gengu 11 félagarfrá UMSB eftir
gestabókinni sem farið var með
8. júní á Hraunsnefsöxl. Alls
höfðu 154 skrifað nafn sitt í
gestabókina yfir sumarið. Að
lokinni göngu eftir bókinni var
komið við í Hraunsnefi og fengu
göngumenn sér kakó og epla-
köku.
Eins og sjá rná eru Borgfirð-
ingar duglegir við að ganga um
sitt fallega hérað.Til viðbótar
þessum göngum eru ýmsir
gönguhópar í héraðinu sem
hittast reglulega og ganga mis-
langar og erfiðar göngur. Ganga
um fjöll og firnindi gefur manni
bæði andlegan og líkamlegan
styrk og ekki spillir að vera með í
góðum gönguhópi og það á við
um kvöldgöngur UMSB.
Guðmundur Sigurðsson tók mynd-
irnarsem birtasthéráopnunni.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 13