Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Síða 15

Skinfaxi - 01.12.2006, Síða 15
Sambandsráðsfundur USVS: „Framtíð USVS" Sambandsráðsfundur Ungmennasambands Vestur-Skaftafellsýslu, USVS, var haldinn 14. nóvember sl. Formaður ákvað að boða allar stjórnir og varastjórnir aðildarfélaga sambandsins ásamt stjórn og varastjórn USVS til fundarins. Aðildarfélög USVS eru 8 talsins en alls mættu til fundarins 27 manns sem er mjög góð þátttaka. Frá sambandsráðsfundi USVS. Dagskrá fundarins var einföld í sjálfu sér: „Framtíð USVS". Fundarmönnum var skipt í 5 vinnustofur þar sem rædd var framtíð og skipulag sambands- ins. Vinnustofurnar fengu nokkra punkta til að vinna út frá, til að hjálpa sér af stað, en fyrirmæli voru þau að heimilt var að ræða öll málefni sem snerta USVS í sem víðustu samhengi. í lokin kynntu hóparnir hver fyrir öðrum niðurstöður sínar og voru þær teknar saman á töflu. Síðan voru dregnar sam- an heildarniðurstöður í lokin. Margt mjög gott kom fram á fundinum og er Ijóst að metn- aður allra stendur til þess að efla sambandið til framtíðar. Umræða og vangaveltur ÍSÍ og UMFl’ um stækkun íþrótta- héraða og sameining sam- banda virðast ekki vera það sem aðildarfélagar vilja sjá í nánustu framtíð. Hins vegar voru allir mjög áhugasamir um að efla samstarf og samvinnu við nágrannasamböndin og sáu mikla möguleika liggja í slíku samstarfi. Mjög mikilvægt er fyrir félagsskap eins og USVS að horfa á heildarmyndina í störf- um sínum; hver er tilgangurinn með sambandinu, hvert á hlut- verk þess að vera og hvert vilj- um við stefna í framtíðinni?Til slíkrar vinnu er nauðsynlegt að kalla breiða fylkingu aðildarfé- laga til að fá sem víðasta sýn á málin og undirstrika þá stað- reynd að USVS er fólkið/félögin sem á bak við það stendur. Þá er líka mjög hollt fyrir alla aðila að þurfa að hafa skoðun á starfseminni og koma henni á framfæri. Staðreyndin er nefni- lega sú að:„Það skiptir ekki máli hvaða leið þú veluref þú veist ekki hvert þú ert að fara." Líney Flalldórsdóttir frá Menntamálaráðuneytinu, Valdimar Gunnarsson landsfullfrúi UMFl, Jón Kristján upplýsingafulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skin- faxa, ásamt Gantis Germanis úr lettneska Menntmálaráðuneytinu Heimsókn frá lettneska menntamálaráðuneytinu Ungmennafélag íslands fékk góða heimsókn í þjónustumið- stöðina við Fellsmúla þegar Líney Halldórsdóttirfrá mennta- málaráðyneytinu og starfsbróðir hennar Gantis Germanis úr lettneska menntamálaráðuneytinu var kynnt starfsemi UMFÍ. Farið var yfir sögu og starfsemi UMFÍ í stórum dráttum með Germanis sem var áhugasamur og vildi fræðast um hreyfing- una. Germanis var á ferð um Norðurlönd í desember til að kynna sér starf íþróttahreyfinga. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.