Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 22
Margir stunda nám við lýðháskóla í Danmörku:
„Villa hefur tekist að leysa
þau vandamálsem upp
hafa komið"
„Upphafið að því að ég fór í
skólann var að faðir minn sá aug-
lýsingu á heimasíðu Ungmenna-
félags (slands þar sem óskað var
eftir persónu til að vera fötluðum
einstaklingi til halds og trausts í
íþróttalýðháskólanum í Sönder-
borg. Þetta var kallað að vera
liðveitandi. Ég setti mig í samband
við UMFl þar sem ákveðið var að
koma á fundi með mér og Vilhjálmi
Jónsyni. Við hittumst á umræddum
fundi, hlutirnir gerðust mjög hratt
og nokkrum vikum síðar héldum
við saman til Danmerkur til náms
í íþróttalýðháskóla," sagði hinn
tvítugi Norðfirðingur Karl Jörgen
Jóhannsson. Karl sagðist ekkert
hafa hugleitt það sérstaklega að
setjast á skólabekk í íþróttalýð-
háskóla en fundist það áhugavert
að skoða dæmið til enda þegar
auglýsingin birtist.
„Ég hafði hugsað um það að
gaman væri kannski að breyta til
einhvern tímann og læra við
erlendan skóla. Mér gafst með
þessu kjörið tækifæri til að víkka
sjóndeildarhringinn, þroskast og
taka meiri ábyrgð en maður hafði
gert fram að þessu. Þetta hefur tví-
mælalaust nú þegar þroskað mig
og ég ætla að vona að veran í Dan-
mörku eigi eftir að nýtast mér í
framtíðinni."
- Varstu eitthvað búinn að heyra
hvernig nám i íþróttalýðháskóla
væri byggt upp?
„Ég á nokkra vini sem hafa farið
til náms í skóla sem þessa og þrír
þeirra fóru einmitt í þennan skóla í
Sönderborg. Þeir voru afar ánægðir
og ýtti það óneitanlega á mig að
prófa þetta af eigin raun. Þetta er
satt best að segja mikil upplifun og
allir ættu að íhuga þennan mögu-
leika. Ég er í dag tvítugur og maður
veit aldrei hvort svona tækifæri
byðist síðar í lífinu. Ég kem aldrei
til með að sjá eftir þessu, þetta
er mikil upplifun og maður hefur
kynnst mörgu fólki sem maður á
eftir að verða í sambandi við eftir
að náminu hér lýkur."
Karl er mikill íþróttaáhugamað-
ur og hefur frá því að hann man
eftir sér verið mikið á skíðum og
var um tíma í íslenska unglinga-
landsliðinu. Hann hefur einnig
verið að leika knattspyrnu með
Fjarðabyggð og ætlar að leika með
liðinu í sumar sem leikur þá í 1.
deild. Karl hyggst leika með liði í
Sönderborg í neðri deildum eftir
áramótin og koma þannig í góðri
æfingu heim í slaginn í vor. Eins
og hann kemst að orði hefur hann
verið með puttana í mörgum
íþróttum, eins og badminton,
frjálsum íþróttum, kajak og fjall-
göngu.
- Hvernig leistþér á byrjunina I
haust hér i skólanum?
„Það var svolítið spaugilegt og
maður hélt að dönskukunnáttan
væri betri en raunin varð á. Það
kom hins vegar á daginn að dan-
skan var eins og latína fyrir manni
og ég skildi hvorki upp né niður.
Maður var hálffúll út í sjálfan sig því
að ég hafði verið að læra dönsku
í skóla árum saman eins og flestir
íslenskir grunn- og framhaldsskóla-
nemendur. Fyrirfram vissi ég að
ég yrði ótalandi en hélt að maður
gæti samt skilið eitthvað, en annað
kom á daginn. Eftir 2-3 vikur hér
í skólanum fór dönskukunnáttan
batnandi með hverjum deginum.
Það kom mér aftur á móti á óvart
hvað andrúmsloftið í skólanum
var þægilegt og opið. Eftir fyrsta
mánuðinn vissi maður orðið nöfnin
á flestöllum nemendunum en það
er mikið lagt upp úr því í byrjun
að nemendur séu mikið saman.
Þá lærði maður nöfnin á öllum á
göngum skólans og það er partur
af þeirri stemmningu sem ríkir hér
í skólanum, að taka fast á þessum
þætti í byrjun."
-Einn tilgangur verunnar I
Sönderborg var að vera Vilhjálmi
innan handar. Hvernig hefursam-
starf ykkar gengið?
„Svona heilt yfir hefur það
gengið vel að mínu mati og eins
tengslin við móður hans. Eins og
í öllum hjónaböndum slettist
stundum upp á vinskapinn en
okkur Vilhjálmi hefur alltaf tekist
að leysa þau vandamál sem upp
hafa komið hverju sinni. Það vind-
ar stundum en við látum þetta
ganga. Það er alltaf hægt að finna
lausn á öllum vandamálum."
-Efþú ættir að lýsa Vilhjálmi,
hvernig mundirðu svara? Hvernig
náungi er þetta?
„Hann er yfirleitt alltaf glaður
og brosandi og öllum stundum
með MP3 spilarann í eyranu. Hann
hefur hressilegt viðmót og það
er auðvelt að kynnast honum og
hann er mikill íþróttaáhugamaður.
Hann veit ótrúlega mikið um flest-
ar greinar íþrótta og þeir eru fáir
sem vita eins mikið um ameríska
hafnaboltann og Vilhjálmur. Það
má segja að hann sé hafsjór af
fróðleik um íþróttir almennt. Hann
þrælskýr og klókur í ýmsu og er
pottþéttur að flestöllu leyti,"sagði
Karl.
Aðspurður hvort fötlun Vil-
hjálms hafi ekki háð honum i nám-
inu sagði Karl að hún gerði það að
einhverju leyti.
„Ég myndi segja að hún hái
honum ekkert við íþróttaiðkun.
(tennis er hann til dæmis langt
yfir meðallagi og eins í strand-
blaki. Það má segja að fötlun hans
komi einna helst fram í að muna
eftir ákveðnum hlutum eins og að
vaska upp og taka þvottinn úr
þvottavélinni en þetta kemur nám-
inu lítið við. Aðalverkefni mitt með
honum er að benda honum á það
hvað hann á að gera og muna
eftir hlutunum. Ég ætla að vona
að vera Vilhjálms í skólanum verði
til þess að opna möguleikana fyrir
aðra með svipaða fötlun. Fötlun
Vilhjálms er ekki mikil en samt
held ég að heimur hans á köflum
sé stundum lítill. (skólanum hefur
verið tekið stórt skref í áttina til
að stækka hann mikið. Ég að ætla
að vona að skólavistin opni vissa
möguleika fyrir hann og nýtist
honum í framtíðinni/'sagði Karl.
- Hefur samstarfþitt við þennan
ákveðna einstakling með þessa fötl-
un breytt þér að einhverju leyti sem
persónu?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Þetta hefur þó tvímælalaust
stækkað heiminn fyrir mér og vík-
kað sjóndeildarhringinn. Ég þarf
hiklaust að taka meiri ábyrgð en
áður og fyrir vikið hef ég örugg-
lega tekið út ákveðinn þroska með
því að taka ábyrgð á öðrum ein-
staklingi en mér sjálfum. Þetta hef-
ur líka örugglega hjálpað mér að
skilja fólk með fötlun þó að fötlun
Vilhjálms sé ekki stór. Maður skynj-
ar hana samt og gerir sér alveg
grein fyrir henni. Áður var maður
kannski fordómafyllri gagnvart
fólki með ýmsa fötlun en sam-
fylgdin með Vilhjálmi hefur breytt
því gjörsamlega."
- Hvað með Vilhjálm sjálfan?
Heldur þú að vera hans I íþrótta-
lýðháskólanum hafi breytt honum?
„Alveg tvímælalaust. Hann hef-
ur þroskast og snýr aftur heim sem
sjálfstæðari einstaklingur. Ég get
nefnt það að hann er ansi sterkur á
svellinu þegar kemur að mynd-
mennt og hann á örugglega eftir
að láta að sér kveða á þeim vett-
vangi þegar fram líða stundir. Vil-
hjálmur hefur verið fulltregur að
læra dönskuna og heldur sótt í
að tala ensku sem hann er mjög
sterkur í. Auðvitað er það gott fyrir
hann en danskan kemur eflaust
þegarfram í sækir."
-Ertþúá þeirri skoðun að nám í
iþróttalýðháskóla geri öllum gott?
„Ég held að það sé ekki spurn-
ing um annað. Þetta er um fram
allt þroskandi og maður eignast
marga góða vini. Maður vaknar á
sama tíma og skólasystkini manns
alla morgna og er síðan með þeim
þangað til maður fer að sofa á
kvöldin. Maður býr mjög þétt með
fólki og verður að láta alla hlutina
ganga og taka fullt tillit til annarra."
Þegar Karl er inntur eftir því
hvernig hann ætli að nýta sér nám-
ið þegar heim verði komið er hann
ekki alveg viss um það.
„Maður er í sjálfu sér ekki að
safna einhverjum gráðum en eftir
áramótin ætla ég að vinna með
hópum af fólki í alls konar þrautum
og verkefnum sem þarf að leysa.
22 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands