Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 26
Flott án fíknar:
4
Fjölmennur kynningarfundur í Smáralind
Fjölmennur kynningarfundur í Smáralind
Kynning á verkefninu Flottán fíknarfór
fram ÍVetrargarðinum í Smáralind fyrir
skömmu en samhliða kynningunni var
haldinn blaðamannafundur sem fjölmiðlar
sóttu vel. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
íslands, flutti ávarp en Guðrún Snorradót-
tir, verkefnisstjóri, og Bjöm B. Bjarndal,
formaður UMFÍ, kynntu verkefnið. Kynnir
á fundinum var Ásthildur Helgadóttir,
knattspyrnukona.
Hljómsveitin The black roses of poetry
kom fram og sömuleiðis söngkonan Ólöf
Jara S. Valgeirsdóttir. Verkefnið er styrkt af
Ungmennafélagi (slands.
Nokkur hundruð krakkar komu á fund-
inn ÍVetrargarðinum og fengu þau meðal
annars afhentan sérhannaðan bol sem
búinn hefur verið til fyrir verkefnið. Þessa
dagana er verið að stofna níunda klúbbinn
úr jafnmörgum grunnskólum vítt og breitt
um landið.
Að sögn Guðrúnar Snorradóttur gekk
fundurinn mjög vel og ríkir mikil bjartsýni
með þetta verkefni sem unnið er í sam-
vinnu við Lýðheilsustöð.
„Ég tel það skipta sköpum að verk-
efnið sé komið til Ungmennafélags
íslands en það auðveldar kynningu
og öflun fjármagns," sagði Guðrún
Snorradóttir.
Flott án fíknar er verkefni sem tekur til
þriggja þátta, neyslu tóbaks, áfengis og
ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á
samningsbundnu klúbbastarfi og við-
burðadagskrá þarsem unglingar skemmta
sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan
hátt.
Flottán fíknarer íslensk hugmynd sem
verið hefur í þróun í fjögur ár í Lindaskóla
í Kópavogi og reynst vel. Ungmennafélag
íslands hefur tekið að sér verkefnastjórn
og kynningarstörf í þeim tilgangi að allir
unglingar landsins geti notið góðs af.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Lýð-
heilsustöð sem styrkir það fjárhagslega og
Þórólf Þórlindsson, prófessor við Háskóla
fslands, sem mun veita ráðgjöf í sambandi
við mat á verkefninu og áframhaldandi
þróun.
Hugmyndafræði klúbbsins Flottán
fíknar snýst um að koma í veg fyrir að ungl-
ingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og
styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið
með klúbþastarfinu er að unglingum
finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á
heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímu-
efna.
Rannsóknir sýna að áhrif jafningjahóps-
ins eru mikil í lífi unglinga og því skiptir
miklu máli að ungir sem aldnir standi sam-
an um að skapa heilbrigða unglingamenn-
ingu. Ungmennafélag (slands hvetur alla
til að virða landslög um notkun tóbaks og
áfengis og gera unglingsárin að góðum
minningum fullorðinsáranna.
Ungmennafélag íslands býður öllum
sem áhuga hafa á að kynna sér klúbba-
starfið Flott án fíknar að fá kynningu hvar
sem þeir eru á landinu. Allir sem starfa
með unglingum geta stofnað klúbb og er
verkefnið bæði aðgengilegt og auðvelt
í framkvæmd. Á næstu mánuðum mun
verða haft samband og boðið til frekari
kynningar en öllum áhugasömum er bent
á að hafa samband við skrifstofu UMFÍ, i
síma 568-2929.
26 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands