Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 32

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 32
Jólatréð Það var einu sinni jólatré sem var búið að þjóna eigendum sínum vel og lengi, svo lengi að öll börnin í fjölskyldunni, sem voru 7 talsins, mundu ekki eftir neinu öðru tré.Tilhlökkunin var alltaf mikil hjá krökkunum þegar tréð var tekið niður af háaloftinu og pabbi dustaði rykið af gömlu pappa- öskjunum sem skrautið var geymt í. I þessum öskjum var fallegt skraut, marglitar, glitrandi kúlur, litlar bjöllur og pokar með gömlum jólasveina- og helgimyndum á. Þetta skraut var búið að vera til jafnlengi og tréð. Öll börnin áttu svo fallegar minningar í sambandi við skrautið og gamla, góða jólatréð. Það var kominn desember og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, laufabrauðið hafði verið steikt og búið var að koma því á sinn stað í búrinu, kortagerð og jólaföndur voru á lokastigi. Ilmurinn af piparköku- num og öllum hinum smákökunum var dásamlegur. Uppi á háaloftinu beið jóla- tréð. Það vissi alltaf að þegar jólastjarnan var komin á Kaupfélagið nálg- aðist sá tími sem tréð fengi að njóta sín.Uppi á háaloftinu var lítill gluggi sem sneri að Kaupfélaginu. Inn um þann glugga skein alltaf yndisleg jóla- birta í desember. Það var sú birta og ómurinn af söng jólasveinanna, sem sungu fyrir börnin á svölum Kaupfélagsins, sem kom jólatrénu í gott hátíðar- og jólaskap. Dagarnir liðu hratt í jólaundirbúningnum. Heimilið var að verða tilbúið fyrir jólin. Krakkarnir voru komnir ífrí úr skólanum fyrir nokkrum dögum. Þau höfðu verið dugleg að laga til hjá sér og hjálpa mömmu sinni við ýmislegt sem þurfti að gera fyrir þessa miklu hátíð Ijóss og friðar. Þorláksmessudagur rann upp. Veðrið var virkilega fallegt. Um nóttina hafði snjóað og úti var ofurlítið frost. Allir voru ánægðir þegar þeir litu út, allt var svo hreint, fallegt og jólalegt um að litast. Yngstu börnin fóru út að leika sér en þau eldri voru að hjálpa til. Öllum fannst þessi dagur svo lengi að líða. Allir voru spenntir. Dagurinn leið samt áfram og var að kveldi kominn. Það var einmitt á Þorláksmessukvöld sem fjölskyldan var vön að skreyta jólatréð. Þetta var eitt af því sem krökkunum þótti einna mest spennandi og hátíðlegt fyrir jólin. Klukkan átta, þegar allir voru búnir að borða og frágangi eftir matinn var lokið, fór pabbi út til að sækja nýhöggvið grenitré sem hann hafði komið með um leið og hann kom heim úr vinnunni. Hann var líka með lítinn kassa undir hendinni. (þessum kassa var mikið af fallegu, nýju jólaskrauti sem hann hafði keypt fyrr um daginn. Yngri krökkunum fannst þetta mjög spennandi, og þeim eldri líka en samt fannst þeim eins og eitthvað væri að. Mamma varð mjög hissa. Pabbi setti tréð inn í stofu, festi það svo í fótinn og allir hjálpuðu til við að koma nýja, glitrandi skrautinu á það. (kassanum voru rauðar og grænar kúlur og iitlir, sætir jólasveinar og stjörnur. Allt var þetta til þess að hengja á nýja tréð. Þegar allt var komið á tréð vafði pabbi að síðustu langri, hvítri lengju utan um það.Jæja," sagði pabbi,„þá er tréð orðið fallegt og virkilega jólalegt." Jú, vissulega var tréð mjög fallegt og jóla- legt en eitthvað vantaði samt, hugsaði mamma með sér. Nú var komið að háttatíma á þessu Þorláksmessukvöldi. Þegar klukk- an sló tólf voru allir sofnaðir. 4~J t 4 % ',C r* : * é- ■i é- * / tk H y v» 1 é 4 4; • é *, ^4 s'4- é % • * .» 4 é ' « • • . • . . % • s V J'ýi'«« 4 ^ V * V~. V \ Aðfangadagur, þessi yndislegi dagur sem allir biðu eftir, byrjaði eins og dagurinn áður, bjartur, fagur og bætt hafði lítið eitt á snjóinn sem gerði jólin enn hátíðlegri. Krakkarnir drifu sig á fætur, þau gátu ekki sofið lengur fyrir spenningi. En það var eitthvað sem vantaði fyrir þessi jól, þeim fannst það bara en voru ekki viss um hvað það væri. Þau fóru út að leika sér. Einn strákurinn, sem var 11 ára, hitti vin sinn úr næstu götu. Þeir fóru að leika sér saman, bjuggu til snjókarl, og á meðan ræddu þeir um jólin. Vinurinn varekki mjög spenntur fyrir jólunum, mamma hansog pabbi voru svo fátæk, þau áttu til dæmis ekki neitt jólatré. Svo yrði lítið um gjafir þessi jól. Þegar þeir höfðu lokið við snjókarlinn, sem þeir kölluðu Snæfinn, var kominn hádegismatur. f matartímanum sagði strákurinn frá öllu saman með vin sinn. Eftir matinn kallaði pabbi aila inn í stofu og bað þau að setjast og hlusta á sig. Hann spurði þau að því hvort þau vildu ekki gefa stráknum í næstu götu og fjölskyldu hans nýja tréð og nýja skrautið og þau mundu nota þeirra gamla góða tré.Júhhh," sögðu allir og krakkarnir stukku í fangið á pabba. Fallegt bros færðist yfir andlit mömmu. Nú varð uppi fótur og fit, pabbi og strákurinn, sem átti vininn, tóku nýja tréð og fóru með það til vinarins ásamt peningum í poka sem strákurinn hafði hrist úr sparibauknum sínum. Vinurinn og fjölskylda hans urðu mjög glöð og sögðu að þetta væri besta jólagjöf sem þau hefðu nokkurn tíma fengið. Mamma vinarins þakkaði þeim vel fyrir með tárin í augunum. Nú var farið og opnað upp á háaloft til þess að sækja tréð, þeirra ekta jólatré og allt skrautið sem þeim þótti svo vænt um. Um miðjan dag var búið að skreyta tréð. Það var dásamlega fallegt og allir voru komnir í sitt besta jólaskap. Undir öllu fallega skrautinu brosti svo gamia, góða tréð. Höfundur: JútíusJOHusson 32 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.