Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 8
Glæsilegt
Unglinga-
landsmót
í Þorlákshöfn
11 . UNGLINGA
LAMDSMQT
UMFÍ
11. Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn var slitið á mið-
nætti 3. ágúst. Athöfnin var mjög glæsileg í alla staði, stillt og
þurrt veður og stemmingin einstök. Mikið fjölmenni var við
iokaathöfnina og mörg þúsund áhorfendur nutu stundarinnar.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flutti kepp-
endum og gestum kveðju og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir
frábært og framúrskarandi framtak. Það var eindóma álit manna
að vel hefði tekist til, umgjörð mótsins einstök, gestir mótsins
voru um tíu þúsund og hafa aldrei verið fleiri í sögu Unglinga-
landsmótanna. Menn eru sammála um að Unglingalandsmót-
unum vaxi fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður og að
þau eigi bjarta framtíð fyrir sér.
Sjálf íþróttakeppnin á mótinu gekk mjög vel og dagskráin
var með þeim hætti að allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Margir
keppendur koma ár eftir ár á Unglingalandsmót og að sama
skapi stíga margir sín fyrstu skref á íþróttamóti sem erfyrir
11 -18 ára. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu.
Á mótinu var samankomið íþróttafólk sem á eftir að láta að
sér kveða í framtíðinni. Uppbygging íþróttamannvirkja í tengsl-
um við Unglingalandsmótin um land allt er farin að skila sér í
bættum árangri íþróttafólks almennt.
Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn var slitið formlega með
flugeldasýningu sem verður lengi í minnum höfð.
8 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands