Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 32
Lokahóf frjálsíþróftadeildar UMSE: Lokahóf frjálsíþróttadeildar UMSE var haldið 12. september á Dalvík. Árangur sumarsins hefur verið afar góður, íslands- meistaratitlar unnust á öllum meistara- mótum þar sem sambandið átti kepp- endur og hápunktur sumarsins var svo bikarmeistaratitillinn sem UMSE/UFA vann í flokki 16 ára og yngri. Á loka- hófinu voru veitt verðlaun fyrir aldurs- flokkamótið auk þess sem afreksfólk var heiðrað sérstaklega. I stigakeppni félaga unnu Samherjar með miklum yflrburðum. Stigahæstu einstaklingar á aldursflokkamótinu voru verðlaunaðir. í flokki stelpna 11-14 ára var Sveinborg Katla Daníelsdóttir stiga- hæst og í flokki 15 ára og eldri var það Steinunn Erla Davíðsdóttir. I flokki 11-14 ára stráka var Örn Elí Gunn- laugsson stigahæstur en í flokki 15 ára og eldri Egill Ivarsson. Einnig voru bestu afrek sumarsins verðlaunuð og kynnti Ari H. Jósavins- son, þjálfari, þau. Ari hefur þjálfað kepp- endur UMSE með góðum árangri en auk hans hafa Edda Línberg og Steinunn Erla Davíðsdóttir verið þjálfarar hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Áður en Ari veitti afreksverðlaunin hélt hann hvatningarræðu með votti af gagnrýni. I máli hans kom fram að árangur ársins væri framar öllum von- um en hefði þó ekki komið honum á óvart. Sem þjálfari sæi hann hæfileika víða hjá frjálsíþróttakrökkum UMSE og því kæmi það honum vart á óvart þó að UMSE ætti nú 6 krakka í úrvalshópi FRÍ, þar af einn í afrekshópi 15 íslandsmeist- ara, og að UMSE í samvinnu við UFA hefði orðið bikarmeistari 16 ára og yngri. Ari gerði aðstöðu til frjálsra íþrótta að umtalsefni. Hann sagði það greinilegt að hægt væri að búa til mikið úr litlu en aðstaðan við Eyjafjörð væri afar bágborin þótt hún hefði vissulega batnað í sumar en þó helst hjá minni félögunum. Einnig ræddi Ari um afstöðu foreldra og áhrif umhverfisins á krakkana og taldi mikið vanta upp á að foreldrar styddu börn sín sem skyldi. Einnig taldi hann að ímynd frjálsra íþrótta þyrfti að bæta því að ýmsar aðrar íþróttagreinar væru taldar „flottari“. Ari gerði Landsmót UMFÍ, sem haldið verður af UMSE og UFA á Akureyri, að umtalsefni. Sagði hann að á Landsmótinu gæfist okkur stórkost- legt tækifæri til að kynna okkur sem félag og kynna keppendur okkar. Mark- mið hans á næsta ári sem þjálfara væri m.a. að ná 11 krökkum í úrvalshóp og fleiri sigrum á meistaramótum en einnig að efla áfram og stækka frjáls- íþróttadeildina hjá UMSE. Hann benti á hve mikilvæg íþróttaiðk- un væri sem forvörn og kallaði því eftir meiri stuðningi foreldra og virkari þátt- töku þeirra. Að jafnaði voru 80-90 krakkar að æfa innan UMSE og því er góður hópur foreldra sem getur tekið þátt. Á jafnstóru svæði og félagssvæði UMSE er þörf á mikilli samstöðu um samakstur á æfingar. Ari Iauk ræðu sinni á orðunum: „Noturn tækifærið núna, ekki bíða eftir því að þessi upp- sveifla og bylgja sem er í frjálsum núna deyi út bara af þvi við stöndum ekki saman að þessu.“ Afrek ársins; Strákar: Egill ívarssoti Umsögn Ara þjálfara: Það þarf ekki að koma neinurn á óvart hver fær þessi verðlaun. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í hópinn okkar og hefur afrekað mikið á þessu ári. Hann á besta tíma ársins í 400 m hlaupi í 15-16 ára flokki þrátt fyrir að vera á yngra ári og komst í úrvalshóp unglinga í 400 m og 300 m grind auk þess sem hann komst einnig í afrekshóp unglinga í 300 m grind þegar hann hljóp á 42,08 sek. og lenti í 5. sæti á Heimsleikum unglinga sem eru betur þekktir sem Gautaborgarleikarnir. Afrek ársins; Stelpur: Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir Umsögn Ara þjálfara: Þessi stelpa er hreint ótrúleg keppnismanneskja, hún náði því að verða íslandsmeistari í hástökki í flokki 13 ára stelpna, öllum að óvörum nema þjálfaranum. Hún stökk 1,55 m sem er úrvalslágmark 16 ára og yngri og bætti svo um betur og stökk 1,56 m á aldursflokkamóti UMSE. Til marks um keppnishörku hennar þá hljóp hún sig inn í úrslit í 80 m grinda- hlaupi, fór og keppti í hástökki, í miðri hástökkskeppninni keppti hún í úrslit- um í 80 m grindahlaupi og hafnaði í 4. sæti og hélt svo áfram að keppa í hástökk- inu. Þegar þessuin ótrúlega klukkutíma var lokið var hún búin að reyna 18 sinn- um við rána. Þessurn klukkutíma var líkt við bílslys því að ég fékk sjokkið um kvöldið. Óvæntasta afrek ársins; Stelpur: Sveinborg Katla Daníelsdóttir Umsögn Ara þjálfara: Þegar þetta tíma- bil byrjaði stökk þessi stelpa bara 1,10 í hástökki og í byrjun sumars stökk hún 1,20 m en hún gekk í gegnum sarna verk- efni og ég lýsti hér áðan með Gullu og stökk 1,35 m í hástökki, öllum að óvör- um nema þjálfaranum. Hún bætti svo um betur og stökk 1,40 m á aldursflokka- mótinu og tókst að gera það sem fáum hefur tekist en það er að koma þjálfar- anum á óvart! J 32 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.