Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2008, Side 6

Skinfaxi - 01.08.2008, Side 6
Framganga handboltalandsliðsins blæs nýju lífi í íslenskt íþróttalíf Þegar litið er um öxl frá því að Skinfaxi kom síðast út hefur ýmislegt á dagana drifið. f ágústmánuði fóru fram tveir stórir íþróttaviðburðir, 11. Ungl- ingalandsmót UMFÍ í Þorláks- höfn og Ólympíuleikarnir í Peking. Unglingalandsmótið heppnaðist afburðavel og dró að sér fjölda keppenda og gesti. Umgjörð mótsins var sérlega glæsileg, íþróttamannvirkin fyrsta flokks og aðstaða fyrir áhorfendur til fyrirmyndar. Unglingalandsmótin hafa skapað sér ákveðna virðingu í íþrótta- flóru landsins. Þar stíga margir sín fyrstu skref á íþróttaferlin- um og minnast þátttöku í mót- unum með hlýjum hug. Ástæða er til hlakka til næsta móts sem verður haldið í Grundarfirði um næstu verslunarmannahelgi. Þar sitja menn ekki auðum höndum og undirbúningur fyrir mótið er nú þegar hafinn af fullum krafti. Líklega hefur ekki farið fram hjá neinum glæsilegur árangur íslenska landsliðsins í hand- knattleik á Ólympíuleikunum í Peking. fslenska liðið hreppti silfurverðlaun fyrir eitt stærsta íþróttaafrek sem unnið hefur verið í sögu þjóðarinnar. Þetta var í fjórða skipti sem íslend- ingar vinna til verðlauna á Ólympíuleikum og var þessum rnerka áfanga fagnað með ógleymanlegum hætti. Ekki voru miklar væntingar fyrir leik- ina en fljótlega varð ljóst að hverju stefndi enda lék liðið við sinn hvern fingur og uppskar að lokum silfurverðlaun. Það er ekki spurning að þessi árangur á eftir að verða íþróttalífi hér á landi mikil lyftistöng þegar fram í sækir. Ekki einungis fyrir hand- boltann heldur allar íþrótta- greinar. Þetta ýtir ennfremur undir áhuga barna og unglinga á íþróttaiðkunum almennt. Fyrir- myndirnar eru til staðar sem ungviðið lítur upp til. Árangur íslenska landsliðsins vakti ekki bara athygli hér á landi heldur sáu margir af stærstu fréttamiðl- um i heiminum ástæðu til að fjalla um þennan einstaka árang- ur. fsland fékk þarna glæsilega landkynningu sem mun skila sér enn frekar þegar fram í sækir. Það er lag og íslenskt íþrótta- líf nýtur meðbyrs um þessar mundir. Þökk sé framgöngu íslenska handknattleikslands- liðsins á Ólympíuleikunum í Peking. Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Leiðabókin Göngum um ísland gefin út í sjötta sinn Leiðabók Ungmennafélags íslands, Göngum um ísland kom út í byrjun sumars. Þetta er í sjötta sinn sem bókin ergefin úten hún inniheldur upplýsing- ar um stikaðar gönguleiðir. Um er að ræða styttri leiðir, sem tekur um 1-2 tíma að ganga. I bókinni eru upplýsingar um upp- hafsstað hverrar göngu og stutt leiðar- lýsing. Fjallað er alls um 289 stuttar gönguleiðir um allt land. Frekari upplýsingar um leiðirnar og um lengri gönguleiðir ásamt upplýsingum um lengd þeirra eru að finna á vefnum www.ganga.is. Á heimasíðunni má einnig finna fjölda upplýsinga er varða göngu- búnað og undirbúning fyrir gönguferðir. I leiðabókinni eru einnig upplýsingar um verkefnið Fjölskyldan á fjallið. Sam- bandsaðilar Ungmennafélags Islands hafa tilnefnt 20 fjöll sem bera nú gesta- bækur í sumar. Þeir sem skrá sig í bæk- urnar lenda í lukkupotti UMFl er dregið verður úr í haust. Leiðabókin er aðgengileg á öllum Olís- stöðvum um landið og er öllum að kostn- aðarlausu. Grípið eintak og skellið ykkur í göngu - það er góð tilbreyting að fara i stuttar gönguferðir! Göngum um ísland 289 stuttar gönguleiðir Fjölskyldan á fjallið/ 20 Qallgönguleiðir w Skinfaxi 3. tbl. 2008 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Flelga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Fielgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Laugavegi 170-172,105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Ómar Bragi Stefánsson, tandsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúiog verkefnisstjóri forvarna, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóriSkinfaxa og kynningarfulltrúi, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri. Stjórn UMF(: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Einar Jón Geirsson, varastjórn. Forsíðumynd: Aðalmynd: Lið HSH var valið fyrirmyndar- félag á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn. Neðri mynd til vinstri: I lýðháskólanum í Sönderborg. Neðri mynd til hægri: Frá frjálsíþróttaskóla UMFl. 6 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.