Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 28
fris Anna Skúladóttir, ein fremsta hlaupakona landsins:
Ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut
Menntaskólans við Hamrahlíð í maí
síðastliðnum. Ég hafði sett stefnuna á
Bandaríkin þar sem ég ætlaði að fara í
háskóla á frjálsíþróttastyrk gegn því að
keppa fyrir hönd skólans. Frjálsarnar
gengu þó ekki eins og skyldi hjá mér á
innanhússtímabilinu og þjálfarinn, sem
hafði lofað mér styrk í skólann sinn, sá
sér skiljanlega ekki fært að veita mér
styrkinn þá, en á þeim tímapunkti hafði
ég þegar afþakkað önnur boð. Þetta var
erfitt tímabil og mikið að gerast hjá mér
auk þess sem ég var mjög óákveðin. Ég
sé það vel, þegar ég horfi til baka, að ég
var engan veginn tilbúin að fara erlendis
enda ekki einu sinni búin að ákveða
hvað ég vildi læra.
Rétt áður en skólanum lauk í vor voru
háskólakynningar í MH og þar á meðal
var danskur lýðháskóli að kynna starf
sitt. Kynningin varð til þess að ég fór að
grennslast fyrir um lýðháskóla og komst
síðar að því að UMFÍ á í samstarfi við
sex slíka skóla, þar á meðal skólann sem
kom í MH og skólann sem varð fyrir
valinu hjá mér. Ég vissi í raun engan
veginn hvað ég var að fara út í en ákvað
að leyfa mér að njóta góðs af því að hafa
klárað menntaskólann á þremur árum í
stað fjögurra og komast í nýja rútínu,
finna út hvað mig langaði að gera í líf-
Frá vinstri:
Leifur
(Færeyjar),
Helga (ÍSL),
Rikke (DK),
íris (ÍSL), Karl
(Grænland) og
Anders (DK).
IDR/CTS H0J SKOLEN
inu og víkka sjóndeildarhringinn. Ég er
viss um að dvöl mín hér í Sonderborg
verður góð og skemmtileg reynsla sem
ég get verið stolt af í framtíðinni.
Lífið í lýðháskóla
Það er erfitt að lýsa stemningunni hér
með orðum. Ég hef komist að því nú
þegar að enginn fær sömu reynsluna af
lýðháskóladvöl sinni því að það er alltaf
ótalmargt í boði. Hér eru saman komn-
ir um 115 ólíkir einstaklingar með ólík-
an bakgrunn en öll eigum við það sam-
eiginlegt að vera á aldrinum 17-35 ára.
Flestir koma frá Danmörku en þó eru
um 40 nemendur erlendis frá. Að þessu
sinni erum við íslendingarnir afar áber-
andi, alls 16 talsins. Auk okkar eru hér
Grænlendingar, Ungverjar, Færeyingar,
Kanadabúi og Þjóðverji. Á síðasta miss-
eri voru um það bil helmingi færri
„International Students" eins og við
erum gjarnan kölluð.
Fyrstu dagarnir fóru alfarið í að reyna
að þjappa hópnum saman og láta fólk
kynnast. Krakkarnir við hádegisverðar-
borðið, sem ég lenti á fyrstu vikuna,
reyndust mjög skemmtilegir og nú hef
ég komist að því að það eru flestir hinir
líka. Ég er ennþá að kynnast fólki og
aðstæðum en þrautaleikirnir fyrstu dag-
ana náðu að brjóta ísinn svolítið. Þá var
fólk dregið saman í hópa og látið vinna
ýmis verkefni og fyndnar þrautir þar
sem samvinna var óumflýjanleg. Mitt
lið vann keppnina um lengstu fatakeðj-
una en liðsfélagar voru duglegir að
hvetja hvert annað til að afklæðast eins
miklu og þeir treystu sér til í því skyni
að mynda lengri fatakeðju en hin liðin.
Eftir stóðu stolt ungmenni á nærfötun-
um einum og margra metra ræma mynd-
uð úr fötum, skóm og skarti keppenda.
Eftir langa þrautaleikjadaga var fínt
að setjast niður við varðeld fyrir utan og
semja lag í nýjum hópi þar sem öll nöfn
meðlima hópsins þurftu að koma fyrir.
Þar litu mjög svo skemmtilegar tón-
smíðar dagsins ljós, allt frá rappi til
ljúfra ballaða. Gangurinn minn sigraði
síðan f sundkeppni sem fram fór á
fyrstu dögunum en þar var meðal ann-
ars keppt í köfun, hefðbundnu sundi,
þrautabraut og ýmsum dýfingum, þar á
meðal sársaukadýfingu sem fólst í gróf-
um dráttum í því að skapa sem mestan
magaskell úr sem mestri hæð. Ég fann
mjög til með mörgum á þessu stigi keppn-
innar en þetta var allt frekar hlægilegt.
Síðan tók „alvaran" við, þegar fólk
hafði valið sér fög og stundaskráin góða
var tekin í gildi. Sjálfvaldi ég hlaup og
þríþraut (hlaup, sund og hjólreiðar) en
það var svona það sem átti best við mig.
28 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands