Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 13
Garðar Svansson, formaður HSH: Snæfellingar eru yfir höfuð mikið baráttufólk Það hefur vakið eftirtekt hve starfið innan Héraðssambands Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu hefur verið kröftugt og blómlegt. Innan héraðssambandsins í dag eru 13 aðildarfélög og félagar eru um tvö þúsund að sögn Garðars Svanssonar, formanns HSH. Unglingastarf hefur verið með miklum ágætum og þátt- taka HSH á Unglingalandsmótum UMFI hefur vakið verðskuldaða athygli. HSH hefur síðastliðin þrjú ár í röð verið valið fyrirmyndarfélag mótsins. Garðar byrjaði fyrst að fara á héraðsþing 16 ára gamall, þá í félagsheimilinu Breiða- bliki, árið 1984. Hann hefur setið héraðs- þing allar götur síðan. Garðar segist hafa komið lítið nálægt keppni sjálfur heldur beint kröftum sínum meira að félagsmál- unum. Á héraðsmet í boltakasti „Ég var mikill grjótkastari þegar ég var gutti og á fyrsta íþróttamótinu, sem ég mætti á, var ég níu ára gamall. Ég tók þátt í boltakasti og I fyrsta kastinu setti ég héraðs- met og það met stendur í dag," segir Garðar léttur í bragði.„Ég er afar sáttur að vinna í þessum geira og þetta hefur gefið mér heil- mikið." Aðspurður hvort formaðurinn sé ekki ánægður með framgöngu síns fólks og stöðuna innan héraðssambandsins segir Garðar Svansson að hann geti ekki annað en verið stoltur. I haust hafi farið fram upp- skeruhátíðar innan félaganna eftir sumarið og nú sé vetrarstarfið komið í fullan gang. Garðar segir óhætt að segja að allt iði af lífi í HSH. „í dag eru um tvö þúsund félagar skráðir í HSH og nýlega færðum við skrifstofuna inn í Grundarfjörð frá Stykkishólmi. Skipti urðu á framkvæmdastjóra en staður skrifstof- unnar ákvarðast af því hvaðan fram- kvæmdastjórinn kemur." Kraftur í Snæfellingum - Hverju þakkar þú það að starfHéraðs- sambandsins skuli vera jafnbiómlegt og það erídag? „Það er bara mikill kraftur í Snæfellingum eins og sést í knattspyrnunni, körfuboltan- Garðar hlaut titilinn „matmaður þingsins" á sambandsþingi UMFf sem haldið var á Þingvöllum í október 2007. Ungar körfuboltahetjur úr Snæfelli í Stykkishólmi. um og blakinu svo að ég nefni eitthvað. Snæfellingar eru yfir höfuð mikið baráttu- fólk. Þátttaka okkar fólks í Unglingalands- mótinu ber einnig glöggt vitni um kröftugt starf." - Nú hefur HSH verið valið fyrirmyndar- félag á Unglingalandsmóti þrjú ár í röð. Hver er ástæðan fyrir því? „Það er mikill metnaður hjá börnunum og unglingunum sjálfum. Þau vita að þau eru til fyrirmyndar og fá viðurkenningu fyrir það. Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri og hvatningarstjóri, hefur náð vel til krakk- anna, þekkir þau vel, og þetta er afrakstur- inn. Við ætlum ekki svo glatt að láta þessa viðurkenningu af hendi og Ijóst að hinir verða að fara að veita okkur meiri sam- keppni," sagði Garðar. Spenningur í loftinu -HSH stendur fyrir næsta Unglingalands- móti sem haldið verður í Grundarfirði. Hvernig gengur undirbúningurinn? „Undirbúningur gengur samkvæmt áætl- un og það er hugur í fólki að vinna þetta vel. Jarðvegsframkvæmdum er að Ijúka og gerviefni verður lagt á íþróttavöllinn með hækkandi sól i vor. Það er tilhlökkun meðal fólks hér á svæðinu. Það er áskorun og upp- lyfting fyrir íþróttalífið á Snæfellsnesi allt að fá Unglingalandsmótið hingað. Það er spenningur í loftinu og við ætlum að taka vel á móti fólki." Frábær skemmtun - Unglingalandsmótin íþinum huga: Hvernig finnst þér hafa til tekist? „Ég er mjög ánægður með að Ungmenna- félag Islands tók þessa stefnu, að halda Ungl- ingalandsmót yfir höfuð. Ég hafði efasemd- ir um tíma um að halda mótið um verslunar- mannahelgina. Ég greiddi því samt atkvæði mitt og sé ekki eftir því. Unglingalandsmót- in hafa sannað gildi sitt og hér er á ferð frá- bær skemmtun fyrir alla fjölskylduna," sagði Garðar. Framtíðin er björt - Hvernig sérðu þú héraðssambandið fyrir þér I nánustu framtið? „Framtíðin er björt I mínum huga en starf héraðssambandsins er að breytast frá því sem áður var. Hið beina íþróttastarf hefur smám saman færst yfir til aðildarfélaganna," sagði Garðar sem setið hefur í stjórn HSH í 13 ár samfleytt.Jþróttalíf hefur alltaf staðið sterkt hér á Snæfellsnesinu og það mun gera það framvegis. Við eigum fullt af áhugasömu og efnilegu íþróttafólki sem er Héraðssamþandinu alls staðar til sóma í keppni og leik. Við erum bjartsýn að eðlis- fari og sjáum fram á bjarta tíma með blóm í haga," sagði Garðar Svansson, formaður HSH, í samtali við Skinfaxa. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.