Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 22
Halldór Ólafsson, formaður Ungmennafélagsins Fram: LÍFLEGT SUMARSTARF hjá Umf. Fram á Skagaströnd Nú, þegar sumarið er senn á enda, er gaman að rifja upp hvað krakkar í Umf. Fram á Skagaströnd hafa haft fyrir stafni. St; félagsins byrjaði á boltanámskeiði undir stjórn Ágústs Inga sem endaði með þátttöku á Smábæjar- leikum á Blönduósi. Eftir fótboltanám- skeiðið hófst starf á íþróttavellinum sem var eins og undanfarin ár í góðu sam- starfi við Sveitarfélagið Skagaströnd. Að þessu sinni voru þátttakendur um 45. Hér var um að ræða sambland af kofa- smíði, skólagörðum og almennri hreyf- ingu, m.a. frjálsum íþróttum, undir stjórn Hilmars Sigurjónssonar. Margir tóku þátt í starfinu Við hjá Ungmennafélaginu Fram erum eins og alltaf ákaflega stolt af börnunum okkar en að þessu sinni erum við sérstak- lega ánægð með hvað margir tóku þátt í íþróttamótum í sumar og hversu góður árangur náðist. Umf. Fram lenti í þriðja sæti á héraðsmóti USAH sem haldið var á Blönduósi. Þar unnu til verðlauna Róbert Björn Ingvarsson, Stefán Velemir, Elvar Geir Ágústsson, Guðrún Anna Halldórsdóttir, Sigurbjörg Birta Bernd- sen, Guðjón Örn Kristjánsson og Laufey Inga Stefánsdóttir. Á Barnamóti USAH, sem haldið var í Húnaveri, átti Umf. Fram 15 keppendur sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Unnum til verðlauna á Unglingalandsmótinu Níu þátttakendur frá Umf. Fram tóku þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem nú var haldið í Þorlákshöfn. Hafa aldrei jafn- margir keppendur frá Umf. Fram tekið þátt í þessu stórskemmtilega móti sem er í raun ein stór hátíð fyrir alla fjölskyld- una. Að sjálfsögðu var allt okkar fólk til fyrirmyndar og stóð sig allt frábærlega. Krakkarnir kepptu í frjálsum íþróttum og fótbolta. Á landsmótinu vann Stefán Velemir til verðlauna en hann hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi. Frændi hans, Róbert Björn Ingvarsson, varð fjórði í 800 metra hlaupi. Þristurinn 2008 Þristurinn, frjálsíþróttamót, þar sem USAH, USVH og UMSS keppa, var að þessu sinni haldið að Reykjum í Hrúta- firði. Mótið var æsispennandi og barátt- an í fyrirrúmi en svo fór að lokum að USAH sigraði, m.a. með góðum árangri krakkanna frá Skagaströnd. Frammar- arnir, sem tóku þar þátt, voru Róbert Björn Ingvarsson, Sigurbjörg Birta Berndsen, Elvar Geir Ágústsson, Guðrún Anna Halldórsdóttir og Stefán Velemir. Lönduðu þau samtals 7 gullverðlaunum, 4 silfurverðlaunum og einu bronsi. Silfur á MÍ Rúsínan í pylsuendanum var að þeir frændur Stefán Velemir og Róbert Björn Ingvarsson tóku þátt á Meistaramóti Islands sem haldið var að Laugum í Þingeyjarsýslu nú um miðjan ágúst. Gerðu þeir sér lítið fyrir og hlutu báðir silfurverðlaun í sínum greinum. Róbert í 800 m hlaupi en Stefán í kúluvarpi. Eftir þessa upptalningu á afrekum sumarsins er ljóst að við getum öll verið virkilega stolt af unga fólkinu okkar og því mikilvægt að foreldrar haldi áfram að hvetja börnin til þátttöku í íþróttum. Stefán Velemir með silfurverðlaunin sem hann hlaut í kúluvarpi á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn. Krakkarnir koma saman og grilla sér eitthvað gott í gogginn eftir einn keppnisdaginn í sumar. 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.