Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 20
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn í fyrsta sinn Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn á þremur stöðum dagana 7.-11. júlí, i Borgarnesi, á Sauðárkróki og Egilsstöð- um. Þetta var í fyrsta skipti sem UMFl heldur þessu verkefni úti og var það gert í samvinnu við Frjálsíþróttasam- band íslands. Þátttakendur voru mjög ánægðir og miðað við hvernig til tókst má ljóst vera að þetta verkefni verður í boði næsta sumar. Ekki náðist næg þátttaka á öðrum stöðum, s.s. Vík í Mýrdal, ísafirði og Laugum í Reykjadal, og var skráðum krökkum á þá staði boðið að færa sig á einhvern þessara þriggja staða sem flestir þáðu. Þátttakendur í Borgarnesi voru 23, á Sauðárkróki 19 og 14 á Egils- stöðum. Dagana 9.-10. júlí heimsótti Guðrún Snorradóttir alla skólana og fundaði með forsvarsmönnum á hverjum stað fyrir sig. Allir voru sammála um að þetta væri verkefni sem ætti að vinna áfram og að vel væri farið af stað þrátt fýrir skamman undirbúning. Flestir komu með athugasemdir um stuttan fyrirvara til kynningar og undirbúnings og að þátttökugjöld væru helst til lág. Á öllum þessum þremur stöðum var úrvalsfólk að störfum og mikil vinna lögð í undirbúning. Fagmennskan var í fyrirrúmi gagnvart íþróttagreininni en einnig var lögð áhersla á skemmtilega samveru utan þjálfunarinnar og m.a. fóru allir með hópana í vettvangsferð þar sem fólk grillaði og skemmti sér. Viðhorfskönnun var lögð fyrir þátt- takendur í lokin og miðað við það úrtak sem hefur verið skilað inn voru þátt- takendur ánægðir, töldu sig hafa lært mörg tækniatriði í íþróttum og urðu áhugasamari. Þátttakendur fengu allir eins viðurkenningarskjöl í lokin. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.