Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 14
Frábært Unglingalandsmót Ellefta Unglingalandsmót Ungmenna- félags fslands fór, eins og flestum er kunnugt, fram í Þorlákshöfn um versl- unarmannahelgina. Keppendur voru rúmlega 1.200 talsins. Skemmtu þeir sér við íþróttakeppni á daginn og á kvöldin var haldið í risatjaldið þar sem hljómsveitir spiluðu við mikinn fögnuð. Aldrei fyrr hafa keppendur á vegum HSK verið jafnmargir eða rúmlega 170. Margir þeirra gistu á tjaldsvæðinu en nokkrir keyrðu á milli Hveragerðis og Selfoss. Eins og á fyrri mótum varð ekki vart við ölvun eða óspektir en einhverjir unglingar vöktu heldur lengi og voru með pínulítil læti. En maður var nú sjálfur einu sinni ungur (fyrir alllöngu) og sennilega ekki mjög ólíkur ungling- um dagsins í dag. Krakkarnir voru til mikillar fyrir- myndar á íþróttavöllunum og það var gaman að afhenda verðlaun á frjáls- íþróttavellinum því að margir HSK- krakkar hlutu þar verðlaun fyrir góðan árangur. Það er nú reyndar skoðun mín að mót sem þetta eigi ekki að snúast eingöngu um að vinna verðlaunapen- inga heldur sé aðalatriðið að sem flestir taki þátt og hafi gaman. Ég veit vel að ekki eru allir sammála mér í þessu en það verður bara að hafa það. Keppnis- fyrirkomulag í boltaíþróttum býður upp á það að einstaklingar geti skráð sig í önnur lið og keppt með þeim á mótinu. Þannig geta þeir tekið þátt sem æfa fót- bolta eða körfubolta en hafa ekki liðs- - Aðalatriðið er að sem flestir taki þátt og hafi gaman af- öll umgengni var til mikillar fyrir- myndar. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi mótsins og þá sérstaklega því góða fólki sem starf- aði með mér í Unglingalandsmótsnefnd félaga sína með sér. Þannig hafa mínir krakkar spilað með ÍA, Fjölni og Kefla- vík svo að dæmi sé tekið. Allir eru boðnir velkomnir í hin mismunandi lið og krakkarnir kynnast vel á vellinum. Eins og áður sagði lauk mótinu á sunnudagskvöldinu með einni stærstu og flottustu flugeldasýningu sem ég hef séð. Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorláks- höfn sá um hana og þar eru greinilega vanir menn á ferð. Áhorfendur héldu hvað eftir annað að sýningunni væri lokið og byrjuðu að klappa en þá bætt- ist enn frekar í glæsilega flugeldasýn- ingu. Flestir fóru heim að því loknu og þeir síðustu fóru seinni part mánu- dags. Við sem vorum að ganga frá á tjaldsvæðinu sáum nánast ekkert rusl, Gísli Páll Pálsson, formaður HSK og Unglingaiands- mótsnefndar- maður. HSK. Þetta var einvalalið sem leysti öll þau verkefni sem leysa þurfti og þau voru mjög mörg og viðfangsmikil á svona stóru íþróttamóti. Einnig vil ég óska Ölfusingum innilega til hamingju með mjög glæsileg íþróttamannvirki. Sjáumst í Grundarfirði að ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.