Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 17
Afhenti gjörðabækur Umf. Unglings í Geiradal Nýlega kom gamall ungmennafélagi, Halldór Jónsson frá Króksfjarðarnesi, færandi hendi í höfuðstöðvarnar. Hann hafði meðferðis garnlar gjörðabækur Umf. Unglings í Geiradal og afhenti þær UMFÍ til varðveislu. Umf. Unglingur var stofnað 1909 og starfaði til 1980 að það var sameinað Umf. Aftureldingu í Reykhólahreppi. Þetta eru fundargerða- bækur félagsins frá upphafi til loka og einnig handskrifað blað félagsins um áratugaskeið sem nefndist Geirdal. Allt er þetta vandað að frágangi og ritað með fagurri rithönd ýmissa félags- manna. Bækurnar verða varðveittar hjá UMFÍ en öllum er frjálst að skoða þær og leita þar upplýsinga. Halldór Jónsson er frá Garpsdal í Gils- firði en var lengst af starfsmaður kaup- félagsins í Króksfjarðarnesi. Hann starf- aði lengi innan ungmennafélagsins og tók virkan þátt í stærsta verkefni þess sem var bygging félagsheimilisins Voga- lands í Króksíjarðarnesi. Það voru félags- menn frá 13 heimilum í sveitinni sem lyftu því grettistaki. Halldór var gjald- keri Unglings í 20 ár og síðar formaður um 10 ára skeið. Bækurnar varðveitti hann eftir daga félagsins og kvaðst hafa Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl, og Halldór Jónsson í höfuðstöðvum UMFÍ. valið fremur að afhenda þær UMFÍ en senda þær á Þjóðskjalasafnið. Halldór, sem býr nú í Hafnarfirði, er hinn ernasti þrátt fyrir að vera orðinn 92 ára að aldri. Hann tók virkan þátt í leiklist innan félagsins og kvaðst hiklaust mundu leggja hana fyrir sig nú væri hann 70 árum yngri. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, færði Halldóri bókina Vormenn Islands að gjöf í þakklætis- skyni fyrir ræktarsemi hans í garð UMFÍ og sést hér á myndinni ásamt Halldóri. HSV og ísafjarðarbær gera með sér verkefnasamning Isaíjarðarbær og Héraðssamband Vest- firðinga (HSV) hafa gert með sér verk- efnasamning sem hefur það að mark- miði að renna enn frekari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélag- inu. Samningnum fylgja greiðslur upp á átta milljónir króna gegn vinnu við ýmis verkefni. Með samningnum aukast greiðslur bæjarins til HSV urn tæp 170% og sér sambandið um að ráðstafa bæði fjár- munum og verkefnum til aðildarfélaga sinna með tilliti til barna- og unglinga- starfs þeirra. Segja má að um tímamótasamning sé að ræða þar sem verið er að tryggja HSV í sessi sem fulltrúa íþróttafélaganna í bænum. Beinum samningum bæjarins við íþróttafélögin fækkar með honum, en fjárframlagið eykst. Meðal þeirra verkefna sem skilgreind eru í fylgiskjali samningsins eru vinna við atburði Skíðaviku, árleg þrif á fjör- um, umsjón með sparkvöllum bæjarins, þrif á rakettum og öðru drasli eftir ára- mót og umsjón með Fossavatnsgöng- unni og Óshlíðarhlaupinu. „Með þessum samningi eru stigin næstu skref í framtíðarsýn HSV og ísa- fjarðarbæjar. Stjórnvöld í bænum hafa komið mjög myndarlega að þessu og ég get ekki annað séð en að samstarf þessara aðila eigi bara eftir að aukast í framtíðinni. Samstarfið er mjög spenn- andi og lagt upp með að báðir aðilar hafi hag af því. Samningurinn byggir tvímælalaust undir grasrótarstarfið í félögunum þannig að hægt verður að beina kröftunum í samfélagsverkefni sem bæjarbúar njóta góðs af. I því sam- bandi get ég nefnt skipulagningu fyrir 17. júní, Skíðavikuna og Aldrei fór ég suður og fá á móti greitt fyrir þessi verk- efni. Samningurinn á eftir að gera góða hluti fyrir félögin og er áframhald á hinu góðu samstarfi sem við eigum með bæjar- félaginu. Yfirvöld í bænum hafa góðan skilning á gildi íþróttahreyfingarinnar í uppeldi barnanna okkar,“ sagði Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, í samtali við Skinfaxa. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: Tannlæknastofa Sifjar Matthíasdóttur, Hamraborg 11 Garðabær H.Filipsson sf., Miðhrauni 22 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Suðurtún ehf., Súlunesi 12 Vistor hf., Hörgatúni 2 Hafnarfjörður Byggingafélagið Sandfell ehf., Reykjavíkurvegi 66 Flúrlampar ehf., Kaplahrauni 20 Klæðning ehf., Reykjavíkurvegi 68 Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skúlaskeiði 32 Suzuki umboðið ehf., Kapalhrauni 1 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Reykjanesbær Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvelli Leiru Hitaveita Suðurnesja, Brekkustíg 36 Reykjanesbær,Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Varmamót ehf., Framnesvegi 19 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi14 Grindavík Þorbjörn hf., Hafnargötu 12 Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Guðmundur S. Borgarsson ehf., Skeljatanga 4 (sfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur www.kjos.is, Ásgarði Rögn ehf., Súluhöfða 29 Akranes Byggðarsafn að Görðum, Akranesi GTTækni ehf., Grundartanga (þróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf., Krókatúni 9 Straumnes ehf., rafverktakar, Krókatúni 22-24 Sýslumannsembættið á Akranesi, Stillholti 16-18 Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf„ Böðvarsgötu 11 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstöðum Golfklúbbur Borgarness, Hamri Landbúnaðarháskóli íslands, Hvanneyri Laugaland hf„ Laugalandi PJ byggingar ehf„ Hvannaeyrargötu 3 Sprautu-og bifreiðaverkstæði Borgarness sf., Sólbakka 5 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Stykkishólmur Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg ehf., Silfurgötu 36 Grundarfjörður Kaffi 59, Grundargötu 59 Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf, Bankastræti 1 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.