Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Síða 23
íluffi' lf,ííí‘
ERLENDAR
2./3. Timoshenko er sagður hafa
byrjað sókn við Ilmenvatn. En
Þjóðverjar taldir vinna á við Don-
etsfljót.
4./3. Þjóðverjar hafa yfirgefið
Rhesev, er það talinn mikill ávinn-
ingur hjá Rússum á Moskvavíg-
stöðvunum.
*
7./3. Rússar hafa náð Gzhatsk,
sem var eitt sterkasta vígi Þjóð-
verja á Moskvavígstöðvunum.
Æðsta herráð Sovjetríkjanna hefir
sæmt Staln marskálks nafnbbót.
*
Rommel hefir byrjað sókn hjá
Mareth. En Bandamenn sækja fram
til strandarinnar.
*
hafa tekið 8000 fanga í undanförn-
um bardögum þarna.
1./4. Sókn bandamanna í Túnis
heldur áfram á Túnis á þremur
vígstöðvum. Fyrsti herinn brzki
hefir tekið bæinn Sejenane og átt-
undi brezki herinn hefir tekið tvo
bæi í framsókn sinni fyrir norðan
Gabes, en her Rommels heldur
undan.
3./4. Þjóðverjar skýra frá því,
að herir Rommels og von Arnims
í Túnis hafi sameinast. Litlar
fregnir berast um bardaga, en talið
er að Montgomerry sé að endur-
skipuleggja her sinn.
*
6./4. Attundi herinn hefir byrj-
13./3. Grimmilegir götubardagar
eru háðir í Karkov, er ásatandið
talið ískyggilegt fyrir Rússa um að
þeir missi borgina aftur í hendur
Þjóðverja.
*
16./3. Rússar hafa viðurkennt
fall Kharkov í hendur Þjóðverja.
Rússar sækja fram vestur af Vy-
asma áleiðis ti Smolensk.
*
18./3. Bandaríkjahersveitir hafa
tekið hafnarborgina Gafsa.
*
23./3. Meginátökn um Tunis haf-
in. Montgomerry hefir byrjað sókn.
Miklar oftárásir bandamanna á
stöðvar Þjóðverja.
*
Fyrsta varnarlína Rommels rof-
in. Bretar komnir að baki Mareth
virkjanna. Bandaríkjamenn hafa
tekið Maknassi.
*
30. /3. Mareth-svæðið á valdi 8.
hersins. Rommel hörfar til norðurs.
Bi'ezk herskip skjóta á Gabes.
*
31. /3. Rommel á undanhaldi til
Sfax. Bretar hafa tekið Gabes og'
VÍKINGUR
að nýja sókn á hendur her Romm-
els við Akarit, fyrstu áföngunum
var náð og árásn gengur sam-
kvææmt áætlun. Mikil átök höfðu
gengið á undan í lofti.
*
Frá styrjöldinni í Rússlandi ber-
ast litlar fregnir um viðureignir,
aðeins er sagt frá bardögum á
Kúban-svæðinu.
*
8./4. Herir bandamanna í Túnis
hafa sameinast, er það áttundi her-
inn brezki sem hefir sameinast öðr-
um ameríska hernum. En það var
Montgomerry með áttunda herinn,
sem réðist gegn her Þjóðverja við
árfarveginn Akareth. Voru það
brezkt og indverskt herfylki sem
voru í fararbroddi. En ameríski
herinn sótti fram frá Gafsa. Átt-
undi herinn rekur undanhald þýzka
hersins.
#
Orðið hefir vart við mikla her-
flutninga Þjóðverja á Kharkov-
vígstöðvunum, er búist við að þeir
séu þar að undirbúa nýja sókn.
*
Henry Morgenthau, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, hefir lýst yf-
ir því, að hann muni bera fram
tillögur sem hann hefir samið, er
þar gert ráð fyrir að stofnaður
verði eftr styrjöldina alþjóðabanki
og gj aldeyrissöfnunarsj óður.
Þjóðverjar hafa yfirgefið bæinn
Picho í Túnis, sem er nokkru fyrir
vestan Kairouan og draga lið sitt
til fjallanna þar í nálægð. En átt-
undi herinn heldur áfram sókn
sinni og er nú aðeins um 50 km.
frá Sfax. En í N.-Túnis heldur
fyrsti brezki herinn áfram sókn
sinni. Alls hafa bandamenn tekið
um 10.000 fanga á þessum slóðum.
%
11./4. Áttundi herinn hefir tekið
hina mikilvægu hafnarborg Sfax.
Montgomerry hefir hvatt menn sína
með ávarpinu: „Áfram til Túnis“.
„Ekkert hefir stöðvað okkur og-
ekkert skal stöðva okkur“.
*
í Mið-Túnis hafa bandarískar,
brezkar og franskar hersveitir tek-
ið bæinn Fondouk og bretist inn í
hið hernaðai'lega mikilvæga Fon-
douk-skarð.
*
13./4. Áttundi herinn hefir tekið
hafnarborgina Sousse, en hann
sótti til hennar frá Sfax 96 km.
vegalengd á þrem sólarhringum.
Kairouan er einnig í höndurn
bandamanna nú.
*
Þjóðverjar hafa tilkynnt, að
Rommel og von Arnim ætli að verj-
ast í fjöllum N.-Túnis þar til yfir
lýkur. Herir bandamanna sækja
ennþá fram, fara nú hægai' yfir.
Og er búist við að hlé verði bráð-
lega á bardögum þar um skeið.
15./4. Áttundi herinn er nú kom-
inn 40 km. N af Sousse og þreng-
ist stöðugt hringurinn urn Bizerta
og Túnis. Franskur her og áttundi
herinn hafa náð saman á Kairouan-
slétunni.
Þjóðverjar eru sagðir hraða liðs-
auka til Kúban-vígstöðvanna, eru
vistir, hergögn og liðsauki sent loft-
leiðis í stórum flutningaflugvélum.
Er talð að Þjóðverjar telji sér mik-
ilsvirði að halda stöðvum sínum á
Tamainskaga þegar vorhlákurnar
eru um garð gengnar og jörð fer
aftur að harðna um þessar slóðir.
119