Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 8
Úr naustinu. Kvöldsólin slær bliki á fjöröinn. tíma hafði veriö lásaS í keðju. 1. vélstjóri á Borg var þá Markús ívarsson, seinna þékktur atorku- og dugnaðarmaður, maður, sem virtist hafa ráð undir hverju rifi. Honum varð að orði, er hann sá gatið á stýrisfjöðrinni: „Þetta gat getum við notað“, og það var notað! Nú báru þeir saman ráð sín, skipstjóri og 1. vélstjóri, og síðan var gengið til verks. Ca. 20 faðmar af frekar grannri keðju voru notaðir í festingu á stýrið, annar endi keðjunnar var dreginn á milli stefnis og stamma, síðan voru endar keðj- unnar dregnir í kross aftur fyrir fjöðrina fyrir neðan gatið. Nú var mestur vandinn eftir, og það var að koma bolta í gatið á fjöðrinni, því sjór var töluverður og skipið sló hekkinu þungt í ölduna, en þá var að nota tækifærið og stinga boltanum inn, þegar fjöðrin var upp úr sjó, en það tók á taugarnar. Engu að síður heppnaðist þetta eftir nokkra klukkutíma, og þá var sig- urinn unninn, bugtirnar af keðjunni voru síðan dregnar þétt að boltanum og síðan í sitt hvort kluss í hliðar skipsins og síðan settar í samband við sjálfa rórkeðjuna. Með þessum útbúnaði komumst við hjálparlaust til Seyðisfjarðar. Þaf var gengið betur frá þessum útbúnaði og með honum komumst við til Bergen. Þar var skipið tekið í dokk og gert að fullu við skaðann. ^tnælkl Maður nokkur hafði numið staðar á fjölfarinni götu. Lögregluþjónn gekk til hans og sagði honum, að hann mætti ekki standa kyrr á svona fjölförnum stað og bætti við: — Ef allir menn stæðu kyrrir eins og þér, þá kæmist enginn fram hjá. ★ Læknirinn: — Þér verðið að varast allt, sem vekur geðshæringu hjá yður. Drekkið ekki áfengi og helzt ekk- ert annað en vatn. Sjúklingurinn: — Já, en hugsunin um að drekka ein- göngu blátt vatn, vekur hjá mér ákafa geðshræringu. ★ Maður nokkur varð svo hræddur við konu sína, að hann flýði inn í ljónabúr til ljónanna. Konan hans gekk að búrinu, gægðist inn á milli riml- anna og hreytti út úr sér með mestu fyrirlitningu þessu eina orði: Raggeit! ★ Herra Groenr — Veiztu það, Ethel litla, að í kvöld- boðinu heima hjá þér í gærkvöldi, lofaði systir þín að giftast mér. Ertu nokkuð reið við mig fyrir að taka hana burtu? Ethel: — Reið! Ég held nú síður! Til þess var kvöld- boðið. 11B V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.