Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 19
skyldu, þessum og öðrum sjávarútvegi. Þeirri háu stofnun, Alþingi, tókst þó ekki betur til, fremur en svo oft áður, að endilega þurfti sá böggull að fylgja þessu skammrifi, að myndað var annað viðhorf og þar með önnur vandræði sem eru engu síður alvarleg fyrir þennan at- vinnuveg, en hin, sem áður eru talin. Sem sé þau, að stöðvun skipanna hlýtur samt sem áður að verða, vegna þess, að meirihluti þingmanna samþykkti ákvæði í frumvarpinu, þar sem að hvað togarasjómönnum viðkemur, skuli gilda sérákvæði og annað ákvæði, sem hefur í för með sér þá staðreynd, að menn vilja nú allt annað fremur fyrir sig leggja en sjómennsku á togur- um. Þetta viðhorf er eins og allir vita, áður óþekkt fyrirbrigði. Jafnvel 'á hinum mestu þrengingartímum sj ómannastéttarinnar. Ég held, að fáar stéttir þjóðfélagsins hafi verið seinni til vandræða heldur en sjómenn. Hér á ég við, að þeir hafa svo oft tekið þreng- ingum, sem orðið hafa af óviðráðanlegum or- sökum, slíkum sem ég áður hefi lýst að nokkru, með þeirri rósemi og jafnaðargeði, sem skap- ast hefur af reynzlu þeirri, sem sjómenn fá og verða stundum að færa sér í nyt, þ. e. að ekki dugar að æðrast, þótt útlitið sé ekki sem bezt. Stundum svo, að tortíming virðizt vera á næstu báru. Þeir hafa því oft þolað ýmis rangindi og árásir á kjör sín, án þess að reyna að fá hlut sinn bættan. En svo má lengi brýna deigt járn að bíti, stendur einhversstaðar. Allt framansagt um óviðráðanlegar kjara- skerðingar, hafa sjómenn og myndu taka til þegnsamlegrar yfirvegunar, með tilliti til gerðra samninga, en þegar þriðji aðilinn, löggjafar- valdið, samþykkir lög, þar sem þesum þegnum er stórlega misboðið, þá horfir málið öðruvísi við. ... — Þegar ríkisvaldið riftir með lagaá- kvæðum algjörlega grundvelli gerðra samninga tveggja stétta þjóðfélagsins, og gerir þá ógilda, verða þessar stéttir að semja með sér að nýju. Hversu óæskilegt, sem slíkt kann að þykja. Það hlýtur að rýra álit manna á vitsmunum og heilindum þingmanna, að þeir skuli sam- þykkja frumvörp, eða breytingar á frumvörp- um til laga, sem hverjum sæmilega gefnum manni er augljóst, að orsakar nýjar deilur og stöðvun mikilsverðasta atvinnuvegar þjóðarinn- ar. Auk þess, sem slík lagaákvæði hljóta jafnyel að fara í bága við almennan skilning á réttind- um þegna í lýðfrjálsu ríki, svo ekki sé nefnt stjórnarskrárbrot. En á það skal ég ekki leggja dóm, vegna vanþekkingar minnar á þegnrétt- indum lýðræðisríkis. Við skulum nú athuga hvað kom þingmönnum til að reikna sjómönnum annað gengi en öðrum þegnum ríkisins, en það kom í ljós, er málið var VÍKINGUR reifað á Alþingi. Það var sem sé til að koma í veg fyrir, að togaraskipstjórar kæmust í óeðli- legar háar árstekjur. Kannske kr. 200.000 eins og það var orðað. Útaf fyrir sig er nú ekkert við því að segja, að komið sé í veg fyrir, með heilbrigðum ráðstöfunum, að örfáir menn í þjóðfélaginu hafi óeðlilegar tekjur, en þær ráð- stafanir, sem gerðar eru til þess, eiga auðvitað að vera á þann veg, að lífsafkoma fjölda annara vinnandi manna sé ekki rýrð, að slíkt nær engi’i átt. — Til dæmis með einhverri „hliðarráðstöf- un“. — Annars er það alveg nýtt fyrirbrigði, að nokkur vinnandi maður, sem tekur laun sín hjá atvinnufyrirtæki, fyrir vinnu sína, fari feit- ur út úr viðskiftunum við hið opinbera, ef brúttótekjur hans verða eins háar og hér er um að ræða. Það hefur hingað til verið hægur vandi að losa hann við bróðurpartinn með sköttum og álögum. Eða hvernig hefur það tekizt undan- farin ár? Lagaákvæðið er svo meistaralega úr garði gert, að um leið og það kemur í veg fyrir of háar tekjur eins manns um borð í skipinu, offrar það, ef svo má kalla það, öllum þeim mörgu, sem taka laun sín í hundraðshluta af söluverði aflans. Þannig, að ef þessir einstöku menn ættu að hafa laun, sem þingmönnum þykir hæfilegt, þá verður hlutur hinna, sem hundraðshluti er miðaður við þennan tekjuhæsta mann, lítill og stundum svo að segja enginn. Maður freistast til að halda, að þessir þing- menn séu bundnir öðrum áhrifum, en þeim, sem heilbrigð skynsemi stjórnar, eða vilja þeir bera ábyrgð á og leysa þau vandræði, sem af slíkri vitleysu hlýtur óhjákvæmilega að leiða? Ef svo er, þá eru þeir leiknari í að leysa vandamál þjóð- arinnar heldur en almenningur hefur fengið reynzlu fyrir hingað til, eða hefur ástæðu til að ætla. Árangurinn af þessu ákvæði gengisfellingar- laganna er strax að koma í ljós, með þeim hætti að fáir og í sumum tilfellum engihn vanur sjó- maður fæst nú til að fara á saltfiskveiðar. Skip þau, sem stunda þessar veiðar, verða nú hvert af öðru að sigla á miðin með næstum eingöngu óvaninga og unglinga, sem svo í flestum tilfell- um eru búnir að fá nóg eftir eina veiðiferð og sömu vandræðin fyrir skipstjóra og útgerða- menn hefjast að nýju. Þ. e. að ganga eftir mönn- um til að ráða sig á skipið. — Þó ekki sé nema eina ferð. Þingmenn hljóta að vera mjög hissa á þessu nýja viðhorfi! En skýringin er afar ein- föld, sem sé sú, að sjómenn treystast ekki frem- ur en aðrir verkamenn til að vinna fyrir ekki neitt. — Er það ekki skrítið?! Það er óskiljanlegt leiltmanni, að þingmenn 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.