Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 10
magnað og ógnþrungið, að sagan hans hefur orðið arfsögn í ætt minni“. Og sagan, sem Abdul Móracl lét forföður sinn segja, var eitthvað á þessa leið í lauslegri ís- lenzkri þýðingu: „Það var kyrrlát nótt, er við sáum ísland fyrst — en vornóttin þar norður frá er björt eins og dagurinn. Framundan blasti við lítil hvilft í skeifumynduðum fjallahring. Við mjök- uðumst austur með ströndinni, undir morgun- inn settum við út fjórar fleytur, þar sem fjöll- in sköguðu lengst fram til sævarins, mönnuð- um þær, rérum knálega upp að sendinni skaga- tánni, vopnaðir byssum og korðahnífum. Grá- hærðir selir sveimuðu kring um bátana, fagur- eygðir og spyrjandi. En þegar kenndi grunns, var hlaupið út, þanggróðurinn í fjörumálinu var háll og hráslagalegur, sæfarendurnir hrös- uðu við hvert fótmál, meðan þeir brýndu fleyt- unum upp á þetta ókunna land. Svo hófst ferða- lagið móti leyndardómum þess. Hrikalegar hamraborgir gnæfðu við himin- inn, sem var kolgrár og hryssingslegur, veðra- hvinurinn gnauðaði í berggnípum og fjalla- skörðum. Og svo fór að rigna ákaflega. Við gengum vestur með fjallinu, höfðum af sjón- um séð bæjarþúst í grænum hvammi handan við axlarsporðinn. Þetta var lágreist húsaþyi’ping, hlaðin úr torfi og grjóti, þök vallgróin. Býlið kúrði þarna í kvosinni, smátt og vingjarnlegt, öruggt í faðmi tindsins, sem slútti yfir byggðinni. Sjálf- sagt hefðum við átt að draga skó af fótum okkar og ganga hljóðir inn í þennan frumstæða bæ. En við vorum ræningjar, fórum um litla bæ- inn með harki og hávaða, rannsökuðum hvern ranghala; fólkið var flúið, hafði sýnilega farið í flýti, rétt áður en við komum. Ránsfengurinn var fremur rýr að vöxtum, en við brutum og brömluðum, hjuggum setstokka og rúmbálka, kistur og þiljur, gerðum gys að þeim frum- stæðu, náttúrubörnum, er byggðu þessa nöktu og köldu úthafseyju, þar sem trjábolir, sem hafstraumar flytja frá fjarlægum skógum, eru dásamlegar gjafir Allahs. Regnið var orðið að skýfalli. Á augabragði var allt komið á flot í fossandi vatnselg. Veðrið var hlýtt, regnið eins og notalegt þrifabað. Við þrömmuðum lengra inn með fjallinu. Þokumóða huidi útsýn, þó sást grilla í hamrana ofan við okkur. Þar ginu við kolsvartir hellismunnar og stórvaxnir steindrangar, sem tóku á sig mennsk- ar myndir og krepptu ógnandi hnefa. Og þá kom það. Það kom eins og reiðarþruma. Við höfðum að vísu orðið varir við smáslæðing í skriðun- um, steinvölur, sem komu skoppandi ofan úr tindinum. En allt í einu brast fjallið. Hávað- inn var óskaplegur. Hvað eru fallbyssudunur hjá gnýnum í íslenzku fjöllunum? Hvað eru reykský púðursins hjá rykmekkinum og eld- glæringunum, sem stíga upp í himingeiminn, þegar fjallstindarnir hrapa þarna norður frá? Ef við hefðum verið komnir ofurlítið lengra frá bænum, hefðu örlög okkar orðið þau, að leggjast lemstraðir í skriðufallið; þá hefðu bein okkar bliknað og blásið í urðinni, eða verið nöguð af melrökkum. Við lögðum á flótta, — æðisgenginn flótta. Það var ekki gefin skipun um undanhald, þarna varð ekki mælt svo hátt, að mannseyrað greindi orðaskil. En orð spámannsins, sem skráð eru í 81. súra Kóransins, smugu í gegn um vitund okkar. „Þegar sólin skrælnar, þegar stjörnurnar hrapa, þegar fjöllin skríða fram, þegar úlfalda- kaplar, fylfullir á tíunda mánuði, ganga van- hirtir, þegar veiðidýrin hnappa sig, þegar sýð- ur í höfunum, þegar sálirnar sameinast, þegar kviksettir spyrja fyrir hverja sök þeir voru vegnir, þegar bókum er flett upp, þegar him- inninn er sviptur hýðinu, þegar kviknar í hel- víti og paradís nálgast, þá sér sálin, hvað hún hefur aðhafst“. Og við báðum Allah um vernd og miskunn. Við náðum bátunum, sprengmóðir — þá var þungur súgur við ströndina. Þó komumst við fram úr sogunum eftir gustmiklar slorbár- ur, sem skoluðu út nokkru af ránsfengnum. Það voru ekki hetjulegir náungar, sem stigu á skipsfjöl, — það voru lúpulegir og dasaðir menn, sem höfðu ætlað að tortíma lítilli, frið- samri sveitabyggð, en sjálfir nærri orðið tor- tímingu að bráð. Og slík skelfingar tortíming ... slíkur dóma- dagsskarkali... slíkt ægivald náttúruundr- anna . .. finnst hvergi jafn stórkostlegt eins og á íslandi, eyjunni í norðrinu, þar sem vornóttin er björt eins og dagurinn .. . “. Algiermaðurinn þagnaði, kveikti í nýjum vindlingi, starði fram fyrir sig í þungum þönk- um. Loks sneri hann sér að mér. „Kannt þú sögu um það, íslendingur, að fjöll- in þín hafi stökkt Tyrkjum á flótta?“ „Nei“, sagði ég. „Ég hef aldrei heyrt þess getið. En til forna voru á íslandi landvættir, sem voru þjóðinni hollar. Táknmynd þeirra er í ríkisskjaldarmerkinu okkar“. „Ef til vill hafa þeir ekki ennþá yfirgefið íslenzku fjöllin“, sagði Abdul Mórad. Glóðin í vindlingnum hans lýsti, eins og lítil 12G VÍ KI N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.