Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 2
ir til þess að hafa atvirmurekstur á hendi. Sumir eru sérstaklega hœfir, afirir miáur, og þeir
mega heltast úr lestinni.
Eg legg til að dregiS sé sem mest úr styrkjum, endurgreiftslum og hverskyns upphótum af
hendi ríkissjóðs til atvinnuveganna, en hinsvegar meira gjört til þess að sameina þa'S, sem sam-
leÍ8 á, svo sem fiskveióar og fullnýtingu aflans, í fiskverkunarstöövum, herzlustö'ðvum og
hraðfrystihúsum, þ. e. aS þetta sé í sambandi hvað við annað á sömu höndum og beri hvert
annaö uppi. Svo mœtti tala um lœgri vexti og hagkvœmari lán. Bankarnir þurfa ekki endilega
að grœða tugmilljónir árlega þegar meginstdöir þjóðfélagsins riða.. Einnig þarf að koma hag-
kvœmari vinnuaðferðum að, við hinar ýrnsu þörfu, en fjárfreku framkvœmdir ríkissjóðs, svo
sem hafnargerðir vegagerðir o.fl. svo að því fé, sem til þess er varið verði notadrýgra, þannig
að skattar geti lœkkað þótt framkvœmdir haldist í horfi. Þá má gera ráð fyrir að kröfurnar á
hendur atvinnuvegunum ríði þeim að fullu. Þá mœtti og gjöra ráð fyrir að þjóðin eignaðist verð-
meiri krónu. Það er það sem við þörfntumst; meiri trú á atvinnuvegina, meiri afla, meiri vinnu-
gleði. hœrra gengi í krónum og hugsun.
Sú þjóð, sem er ávallt að vorkenna sjálfri sér og telur sér trú um að hún sé að bjarga með
því að gjöra gœlur við skipulagið með bita þarna í dag og í hinum staðnum á morgun, hún er
illa á vegi stödd, og er að tapa því sem dýrmœtast er og öllu framar, frelsinu.
Eigum við ekki heldur að snúa við blaði, „horfa í eldinn og hrœðast ei“, gjöra það sem
í voru valdi stendur til þess að auka og bœta frelsið. Nema staðar með meiri kröfur og styrkja-
pólitík, hugsa meir um hag alþjóðar en stundargróða. Gjörast ötulli og vökulli á verðirmm á
verðinum fyrir síaukinni og bættri framleiðslu. Hjálpast að því að frelsa landið í orðsins sönnu
merkingu. Kappkosta að gjöra það sem óháðast öðrum þjóðum fjárhagslega. Land okkar á sér
mikla sögu og sú kynslóð, sem nú lifir, hefir verulega aukið þar við. En við skulum ekki missa
af söguþrœðinum fyrir stundarvelsœld og frómar óskir. Við skulum auka og bœta hag þjóðar-
innar með betra samstarfi og meiri áhuga fyrir þjóðarhag. Þá mun oss vegna vel. Óska svo öll-
um íslendingum á sjó og landi árs og friðar. — Á. S.
2
VÍKINGUR