Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 9
SIGURÐUR PETURSSON, SKIPSTJORI ★ tftiHHÍHyarcri Sigurður Pétursson, skipstjóri í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, andaðist 4. þ. m., og þar á ís- lenzka þjóðin á bak að sjá einum sínum bezt látna og reyndasta sjómanni, sem hún hefur átt á þessari öld. í tilefni af því hefur Sjó- mannablaðið Víkingur beðið mig að minnast Sigurðar með nokkrum orðum, og er mér mikil ánægja að verða við þeirri bón. Mér dettur þá fyrst í hug, þegar ég sá Sig- urð Pétursson í fyrsta skipti. Það var skömmu fyrir jólin 1915. Ég hafði nýlokið stýrimanns- prófi við stýrimannaskólann í Svendborg, og fór til Kaupmannahafnar til að svipast um eftir stýrimannsstöðu, og ætlaði þá einnig að ná tali af Emil Nielsen, framkvæmdastjóra Eimskipafélags fslands, og spyrjast fyrir um, hvort nokkur leið væri að fá pláss á íslenzku skipunum. Ég hafði verið í Svendborg mestan hluta ársins 1915, og hafði því ekki séð skip- in, en ég hafði fylgzt með því að Eimskipa- félag íslands var búið að eignast tvö ný milli- landaskip, og heyrt nöfn þeirra, sem voru skipstjórar á þeim, en þekkti hvorugan, en ég hafði oft verið að hugsa um það, hve gaman það hlyti að vera að fá að starfa sem yfirmað- ur á íslenzku skipi. Þegar ég var á leiðinni frá járnbrautarstöð- inni niður að Strandgötu 25, sá ég að ,,Gull- foss“ var að leggja að bólverkinu á Asiatisk Plads, og ég beið þá ekki boðanna, en fór beint um borð í hann. Á mælikvarða þess tíma var „Gullfoss“ glæsilegt skip, bæði traust og fallegt, og mér fannst þetta svo mikill stór- viðburður og happ fyrir íslenzku þjóðina, að vera búin að eignast svona virðulegt skip, að það greip mig slík hrifning að ég hef ekki orð til að lýsa því, og þegar ég sté á þilfarið á ,,Gullfoss“ fannst mér ég stíga á helgan stað. Rétt í því sá ég mann í einkennisbúningi skip- stjóra koma niður tröppuna miðskipa. Hann var svo glæsilegur og virðulegur í fasi, að ég sló því strax föstu með sjálfum mér, að þetta væri rétti maðurinn á þeim rétta stað, því ég þóttist vita, að þetta væri Sigurður Pétursson, sem og var. Ég segi frá þessu hér af því ég þykist vita, að það hafi verið undir nokkuð líkri hrifningu, ásamt mikilli ábyrgðartilfinningu, sem Sig- urður Pétursson tók við skipstjórn á „Gull- foss“ 1915. Þá voru byrjunarerfiðleikarnir margir, samkeppnin var hörð og ómildar að- finnslur bæði af Dana og íslendinga hálfu, ef eitthvað fór aflaga. Hið unga félag var ekki fjársterkt og þoldi engin. skakkaföll, og því mátti ekkert óhapp koma fyrir. Ég heyrði einmitt Sigurð heitinn einu sinni segja frá því, hve hugur hans hefði verið upptekinn fyrsta árið, sem hann var á „Gullfossi“, að hugsa um skipið, það hefði verið eins og ekkert ann- að hefði komizt þar að, og ég fyrir mitt leyti tel, að til þess megi rekja hve vel honum farnaðist ávallt á sjónum, og hve mikls virtur hann var bæði af farþegum og skipshöfn. Ég get talað með þar, því að ég var í 20 mánuði stýrimaður hjá Sigurði á ,,Gullfossi“, og ég á aðeins skemmtilegar endurminningar frá þeim tíma, og hef ávallt síðan litið upp til Sig- urðar sem hins eldri og reyndari sjómanns. Siglingar 1915 voru mjög frábrugðnar því, sem nú er. Einustu hjálpartæki skipstjórans við siglingarnar voru áttavitinn, vegmælir- inn, handloggið og sextanturinn. Vitarnir meðfram ströndum Islands voru fáir og litlir, og skipstjórinn þurfti alltaf að vera vel á verði, og jafn skyldurækinn maður, sem Sig- urður Pétursson var, lagði þá oft hart að sér við að standa vörð í brúnni. Ef til vill hefur það átt sinn þátt í því að heilsan bilaði, þegar hann fór að eldast, og síðustu árin, sem hann sigldi, gekk hann ekki heill til skógar. Eftir að ,,Gullfoss“ var hernuminn í Kaup- mannahöfn í apríl 1940 hætti Sigurður sigl- ingum, en vann á skrifstofu Eimskipafélags íslands og hafði eftirlit með skipunum og siglingum þeirra. Sigurður var prýðisvel gefinn og fljótur að ViKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.