Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 11
Nautilus Án tillits til þéss, að fyrsta skipið, sem knúið er kjarnorku, er hernaðartæki, markar það merk tíma- mót í sögu siglinganna, því að sjálfsögðu verður þetta afl fyrr eða síðar að mestu notað til friðsamlegra og eðlilegra nota, eða til að knýja áfram allskonai' farar- tæki, ekki sízt á sjónum. Snemma morguns dag einn í janúarmánuÖi s.l. stóð skipstjórinn Eugene P. Wilkinson á stjórnpalli hins nýja og óvenjulega skips, til- búinn til að láta úr höfn í reynsluferð skips, sem kostað hafði um 55 milljónir dala eða tæpan 1 milljarð ísl. króna. Eftirfarandi kafli er hinn fyrri af tveimur, er birtist í blaðinu um fyrstu reynsluferð þessa nýstárlega skips. Loksins hefur tekizt að nota ,,heita“ kjarn- orku til að knýja áfram farartæki. f kafbátn- um ,,Nautilus“ framleiðir „beizluð kjarnorku- sprengja“ aflið. Skipstjórinn lýsir hinum eftir- væntingarfullu fyrstu tímum reynslufararinn- ar, og hvernig brugðist var við, er ýmsir ófyrirsjáanlegir gallar komu fram. Við stóðum í brúnni á ,,Nautilus“ kaldan janúarmorgun. „Þrjátíu sekúndur“, sagði varðstjórinn. Eftir hálfa mínútu mundi ég gefa skipunina um að færa fyrsta kjarnorku- knúna kafbát heimsins úr stað. Af festartaugum þeim, sem bundu skipið við bryggjuna, var aðeins ein óleyst að fram- an. Augu hins gervalla heims beindust að okk- ur þennan 17. dag janúarmánaðar, því gert var ráð fyrir, að þessi fyrsta reynsluferð ,,Nautilus“ myndi marka fyrsta sporið í notk- un kjarnorku til vélanotkunar. Burtfarartím- inn hafði verið ákveðinn kl. 11.00. „Almátt- ugur“, hugsaði ég, „vonandi gengur allt vel“. „20 sekúndur!“ tilkynnti varðstjórinn. Við hlið mér á stjórnpallinum stóð undirflotafor- ingi H. H. Rickover, í bandaríska sjóhernum, maðurinn, sem bar ábyrgðina á þessu 55 milljóna tæki, hinu tæknilegu viðundri, er bar nafnið „Nautilus". „Tíu sekúndur!" sagði varðstjórinn Lyle B. Rayl. Sem unglingur hafði Rayl siglt á orustuskipinu „California", en Japanir kveiktu í því og sökktu við Pearl Harbour 7. des. 1941. Það gat því talizt tákn- rænt, að hann skyldi standa á stjórnpalli „Nautilus“ þennan sögufræga mánudags^ morgun. „Níu, átta, sjö, sex, fimm, fjórar, þrjár* tvær, ein sekúnda — núll“, sagði Rayl. Klukk- an var 11.00. „Losið landfesti nr. 1“, sagði ég. „Stýri miðskipa, vélar aftur á Blásið var stutt hljóð í flautuna. Fram á þilfarinu stóð sjóliðsforinginn Kenneth M. Carr, er bar meðal annars ábyrgð á akkerum og festum. Hann var við öllu bú- inn, og hafði mann með reidda exi til taks til þess að höggva á festina, ef nauðsyn krefði, en festin var losuð á eðlilegan hátt. Tveimur þilförum neðar í bátnum var „rór- maðurinn“ og varðstjórinn og snéru hjólinu, er stjórnaði hinni rafmagnsolíudrifnu stýringu skipsins, eftir skipunum ofan frá. „Það er hægt að stýra bátnum með litla fingrinum", segir - „rórmaðurinn“. Fyrirskipanir um vélstjórn skipsins fá vél- stjórarnir á þrennan hátt samtímis. í fyrsta lagi um hátalarakerfi beint frá stjórnpalli, í öðru lagi um síma og í þriðja lagi um venju- legan vélsíma frá varðstjóranum í stýrisrúmi, eftir tilkynningu um hátalarakerfið frá stjórn- pallinum. í vélarrúmi var opnað fyrir gufu- ventla og gufan fer u.n „hraðaniðurfærslu- gear“, er hreyfir hinar tvær skrúfur skipsins. Gufan myndast af hita frá úraníumatómum í kafbátnum, — aflgjafa, sem ekki þarf end- urnýjunar við, þótt „Nautilus“ fari nokkrum sinnum í kringum hnöttinn. Þar, sem ég stóð á stjórnpalli, fann ég titringinn, er aflið hreyfði báðar skrúfurnar, og hinn 300 feta langi grái skipsskrokkur seig hægt aftur á frá bryggjuveggnum, þar sem skipið hafði verið bundið meðan á fullnaðarsmíði þess stóð. Þegar skipið hljóp af stokkunum 21. janúar 1954 hafði forsetafrú Mamie Eisenhower gef- ið því nafn. Ég minntist orða Trumans þáver- andi forseta, er hann lagði kjölinn að bátnum 14. júní 1952: „Dagurinn, er skrúfur þessa skips fyrst taka að snúast í sjó til að knýja það áfram, verður hinn mikilsverðasti í sögu V í K 1 N G U R n

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.