Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 17
KTINNI
nongahela" fyrir akkerum úti fyrir St. Croix. Kom þá
flóðbylgja mikil, er orsakaðist af neðansjávar-jarð-
skjálfta, er lyfti hinu þunga skipi yfir vöruskemmur,
er stóðu ó hafnarbakkanum, á þurrt land. Ekki nóg
með það. Er bylgjan rann til baka, lyfti hún skipinu
aftur yfir sömu skemmur og kastaði því á kóralrif við
höfnina. Skipinu var bjargað og var skráð í ameríska
flotanum til ársins 1908.
Jack Tar.
inu Clemens I. frá árinu 91 til 100 e. Kr., er viðurkennd-
ur sem verndarengill sjómanna. Ástæðan er sú, að hann
lét lífið á þann hátt, að hann var bundinn við akkeri
og sökkt með því í hafið.
Jack Tar.
Hin langa sjómíla.
Bandaríkin hafa lengi vel haft sitt eigið mál á sjó-
mílu, sem var 1.25 metra lengri en hin 1852 metra evróp-
iska sjómíla. Nú hafa þeir loks breytt þessu og er sjó-
míla þeirra nú jafnlöng hinni viðurkenndu hjá okkur.
Jack Tar.
Meira viský.
Grant, hinn frægi hershöfðingi Norðurríkja Banda-
ríkjanna í stríðinu við Suðurríkin, fékk orð fyrir að
þykja góður sopinn. Eitt sinn, er stórorusta stóð fyrir
dyrum milli ríkjanna í þrælastríðinu fræga, var forseta
Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, bent á þetta í þeim
tilgangi að láta Grant hætta herstjórn. Svar forsetans,
sem sjálfur var bindindismaður, er frægt: „Sendið
Grant meira viský“.
Bounty-menn.
Margir munu minnast hinnar frægu uppreisnar á
„Bounty“ árið 1790, er stýrimaðurinn og meirihluti há-
setanna tóku skipið á sitt vald, er það var á leið til
Englands frá Hawai. Skipstjórinn og þeir, sem honum
fylgdu, voru settir í skipsbátana og yfirgefnir úti á
reginhafi, með litla von um björgun, en komust þó
flestir lífs af eftir miklar þjáningar. En skipstjórinn,
sem var harðjaxl mikill, eins og flestir skipstjórnar-
menn þeirra daga, mætti fyrir umfangsmiklum réttar-
höldum, er til Englands kom, þar sem allir uppreisnar-
mennirnir voru dæmdir til að hengjast.
Af flóttamönnunum er aftur það að segja, að þeir
fengu sér konur í Hawai og settust síðan að á eynni
Pitcairn í Kyrrahafi, og vissi enginn um afdrif þeirra
fyrr en 18 árum seinna, er ameríski selfangarinn „To-
paz“ kom þar af tilviljun árið 1808. Eyjan Pitcairn var
hrjóstug mjög, en þó voru þar nokkrir gróðurblettir,
þar sem eyjarskeggjar ræktuðu jarðepli, brauðávexti
og nokkrar aðrar nytjajurtir sér til lífsframfæris.
Afkomendur Bounty-manna eru nú orðnir nokkuð
fjölmennir, og þrátt fyrir stóraukið ræktunarsvæði, þar
sem ræktaðar eru fjöldi jurta og ávaxta, hafa margir
þeirra flutt til Hawai vegna skorts á landrými. Enginn
uppreisnarmanna mun hafa tekið út hina dæmdu refs-
ingu.
Ótrúlegt, en satt.
f nóvember árið 1867 lá ameríska orlogsskipið „Mo-
Efnilegur stríðsmaður.
Daninn Olfert Fischer innritaðist sem lærlingur í
danska flotann, er hann var aðeins 3ja ára gamall.
Þegar hann var sex ára tók hann laun venjulegra
lærlinga, og tók þátt í fyrsta herleiðangrinum, er hann
var 11 ára. Þegar hann hafði náð 14 ára aldri var hann
orðinn liðsforingi.
Jack Tar.
Grísk kaupskip.
Mörg grísk kaupskip sigla nú undir erlendum fánum.
Ástæða þess eru hinir háu skattar í Grikklandi. Nú
reynir gríska stjórnin að fá þessu breytt með því að
lofa skipaeigendum miklum ívilnunum í sköttum. (Það
væri ekki lítill fengur fyrir landið að fá Onassis sem
skattborgara.)
Jack Tar.
Yfir Atlantshafið á 1 Vá smálesta báti.
Árið 1877 var farin mjög áhættusöm ferð yfir At-
lantshafið. Farkosturinn var 1% smálesta bátur, „New
Bedford", með skonnortulagi, byggður úr setrusviði,
20 feta langur. Eigandi bátsins var Bedford Crago skip-
stjóri, en stýrimaður bátsins var kona hans. Þau lögðu
upp í ferðalagið frá Bedford í Massachuset hinn 28.
maí 1877. Vegna storms urðu þau að leita hafnar í
Chatham, sem er lítill hafnarbær í sama fylki, en hinn
2. júní drógu þau upp segl á ný og lögðu í hina löngu
og hættulegu siglingu. Allt gekk vel fyrstu þrjá dag-
ana, en þá fengu þau mótvind og þoku í heila viku.
Eftir að hafa fengið storm í nokkra daga, höfðu þau
meðbyr þar til 21. júní, en þá stormaði aftur. Eftir að
storminn lægði mættu hin hugprúðu hjón skipinu „Ba-
tavia“, sem bauðst til þess að takarþau um borð, en það
afþökkuðu þau eindregið. I næsta óveðri, er þau hrepptu,
brotnaði stýrið og urðu þau eftir það að stýra með ár.
Skipstjórinn varð þannig að stýra bátnum í stormi og
stórsjó í samfellt 70 klukkutíma.
Upphaflega var ætlunin að taka land í Falmouth, en
þau urðu mjög fegin að ná loks landi í Penzance í Corn-
wall, en þangað komu þau hinn 21. júlí. Fólk það, er
skoðaði bátinn eftir að hann náði til Englands, þótti
mjög ótrúlegt að hann hefði verið heimili hjónanna í
7 vikur. Undir þiljum voru aðeins 3 fet til lofts, og með
því að breiða teppi á gólfið gat annað þeirra sofið í
hnipri. Útbúnaður bátsins var 500 pund af matvöru og
vatni, en kjölfestan var 600 pund af grjóti.
Ferð þessi þótti með afbrigðum frækileg.
VIKINGUR
17