Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 7
SJÓMENNSKA Eftirfarandi grein, eftir Wm. C. Miller, er í bólcinni „Fishing Boats of tlie World". Hún sýnir nokknð hvað athuganir hafa leitt í Ijós viðvlkj- andi nauðsyn & „sjómennsku", i sambandi við 8jóferðir, því eins og allir vita, getur það ekki ætíð talizt sjómennska, þótt á sjó sé farið. Þetta á þó sjaldan við um íslendinga, sem flestum er sjómennskan í blóð borin. Greinina nefnir höf- undur: „Öryggi á sjónum". # 1 Bandaríkjum Noður-Ameríku er 10 billj- ónum dollara varið til fiskveiða og fiskiðnaðar. Milli 45 til 50 hundraðshlutar þessarar upp- hæðar liggja í fiskibátum og áhöldum þeirra, afgangurinn liggur í vinnu og áhöldum í landi. Tækin á sjónum eru þó aðalatriðið, sem og mun vera hjá flestum öðrum fiskveiðiþjóðum. Hið fjárhagslega tjón á fiskiskipum og veið- arfærum í Suður-Californíu hefur numið svo háum upphæðum að komið hefur til álits á al- þjóðavettvangi vátryggjenda að hafna vátrygg- ingum fyrir áhættu þessara fiskiskipa. öryggi á sjó er árangur mikillar reynslu og tæknilegrar kunnáttu skipaverkfræðinga og skipasmiða í að byggja og útbúa gott skip, en þó er það ekki einhlýtt, ef skipið síðan er ekki mannað hæfum skipverjum, bæði undirmönn- um og yfirmönnum. var í fremstu röð togaraskipstjóra sinnar tíð- ar, og svo var hann vel liðinn af skipshöfn sinni, að þeir, sem einu sinni komust í skip- rúm til hans, vildu ekki hafa skipaskipti. Þorgrímur var með allra yngstu togara- skipstjórum sinnar tíðar, þegar hann tók við skipstjórn á ,,Jarlinum“ frá ísafirði 1918. Síð- an var hann skipstjóri á ,,Gylfa“ og ,,Baldri“, sem hann var meðeigandi í, en á því skipi var hann frá 1925 til 1939, að hann hætti sjó- mennsku. Hann lagði ekki árar í bát, þegar í land kom. Eins og áður er sagt starfaði hann mikið fyrir öldufélagið og Slysavarnafélag Islands, þá var hann í sjórétti Reykjavíkur, í stjórn Fríkirkjusafnaðarins, og sem aðal- starf vann hann hjá vátryggingarfélaginu Al- mennar Tryggingar, í sjótjónsdeild. Þorgrímur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Skipshafnir. Hið alvarlega fjárhagslega tjón á fiskiflota suðvestur strandar Bandaríkjanna orsakast að- allega af vankunnandi og illa útbúnum áhöfn- um skipanna. I nokkur ár hafa menn, sem þetta hafa séð, árangurslaust reynt að koma öðrum, t. d. vátryggjendum, í skiling um þetta, því að þessir aðilar hafa aðstöðu til þess að gjöra kröfur til bóta, með einhverjum árangri. Skipaeigendur hafa ekki getað tekið frum- kvæðið í sínar hendur, vegna reglna vinnulög- gjafarinnar. I Bandaríkjunum er hvorki til ríkis- eða sjálfstæð stofnun, sem hefur vald til þess að útbúa eða gefa út hæfnisvottorð fyrir sjómenn aðra en skipstjóra og vélstjóra. Hásetar eru ekki skyldaðir af verkalýðsfélagi sínu til þess að geta kallast sjómenn, heldur aðeins fiskimenn. Sérhver, sem leggur því rétt- an skilning í orðið „sjómennska" og þekkir hið mikla afhroð skipastóls S.-Californíu síð- ustu árin, skilur, að orsökin er óhæfni og van- kunnátta skipverja við skyldustörfin. Og á hverju ári verður tjónið meira heldur en árið á undan. Afstaða útgerðanna er, sem þær væru á svæði hinna eyðandi stormsveipa. Það er mögu- legt skipi, sem er nægilega sterkt, vel byggt Guðrúnu Jónsdóttur, 20. sept. 1912. Guðrún er bróðurdóttir Hjalta Jónssonar skipstjóra og uppeldisdóttir hans og fyrri konu Hjalta, Guð- rúnar. Þau hjónin, Þorgrímur og Guðrún, voru mjög samhent í því að búa sér vistlegt heimili og undu þar glöð við sitt. Þeim varð 7 barna auðið og eru 5 þeirra á lífi, öll hin mannvæn- legustu eins og þau eiga ætt til. Nú er stórt skarð höggvið í f jölskylduhóp- inn, þar sem hinn elskaði heimilisfaðir er horf- inn, og því sár harmur kveðinn við fráfall hans. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð. Ég kveð þig, góði félagi, og þakka þér hjartanlega fyrir ánægjulegt samstarf og bið guð að blessa minningu þína. Guðbjartur Ólafsson. VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.