Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 18
Svía. En hvort það var Niels Juel eða Torden-
skjold, sem átti að heiðra, man ég ekki, en Guð-
mundur tók þátt í athöfninni. Guðmundur kunni
dönsku dável, var vel búinn og tók þátt í sam-
ræðum og skemmti sér vel.
Guðmundi var jafnan þannig háttað í sam-
kvæmi, þar sem ræðuhöld fóru fram, að hann
átti bágt með að. stilla sig um að leggja eitt-
hvað „gott til málanna", og svo fóru leikar í
þetta sinn, að hann bað um leyfi til að „segja
nokkur orð“, og fórst það vel að vanda, þótt á
dönsku væri. Áheyrendurnir, sem voru milli 30
og 40 að tölu — mestallt undirforingjar —
höfðu gaman af ræðu hans og hrópuðu húrra
fyrir honum á eftir.
Guðmundur byrjaði ræðu sína með því að
segja, að það væri lærdómsríkt að minnast gam-
alla sögulegra atburða, eins og gert hefði verið
hér í kvöld, og þetta gæfi honum tilefni til að
geta nokkurra atburða í sameiginlegri sögu ís-
lands og Danmerkur, og fórust honum orð um
málið eitthvað á þessa leið:
Hann sagði, að eftir því, sem hann hefði les-
ið í bókum, þá hefði það verið Margrét drottn-
ing — sem allt bendi á, að hefði verið myndar-
kona og líklega bæði bóndinn og húsfreyjan,
meðan hún var í hjónabandi, — sem hefði tengt
ísland og Danmörku saman. Sameiningin hefði
í raun og veru farið mjög skikkanlega fram,
hávaðalaust og litlum mótmælum verið hreyft
á hvoruga hliðina. Síðan séu liðin mörg hundr-
uð ár. Sambúðin hafi gengið nokkuð skrykkjótt
með köflum, einkum hefðu Islendingar kvartað
undan örðugri verzlun, enda hafi henni ekki
verið bót mælandi. Þó hafi menn oftast getað
fengið sér á ferðapelann og þannig getað glatt
sig við og við.
Að Danir hafi fengið margan góðan fiskbita
hjá íslendingum, sagði hann að væru óhrekjan-
lesr sannindi. Svo hefðu þeir fengið kiöt. ull,
lýsi skinn o% skinnhandrit með mjös' rímilegu
verði, því að þeir ákváðu sjálfir verðið. en allt
betta hafi verið mikils virði. En skinnhandrit-
in sagði hann að*mætti auðvitað ekki tala um
í bessu sambandi. bví að bau hafi verið lánuð.
os sumir segi. að þau hafi verið verðmætust af
bví. sem Danir hafi fengið á íslandi. en það
bresti sig þekkingu til að dæma um. En eitt sé
satt. að handritin hafi verið farin að eyðileggi-
ast hiá bændunum. sem gevmdu þau. en ekki
hafi tekið betra við begar út kom. því að þá hafi
bnmnið mikið af þeim. eða með öðrum orðum
hafi bau farið úr ..öslcunni í eldinn".
Að íslendingar hefðu lært mikið af Dönum
væri víst tænlega hægt að rengja — hélt Guð-
mundur áfram. Fjöldi ungra manna hefðu ár-
lega farið til kóngsins Kaupmannahafnar og
numið þar ýms fræði og komið heim aftur sem
höfðingjar. En aðrir, og þeir hafi jafnvel verið
fleiri, sem í stað þess að iðka lærdóminn hafi
„fengið sér heldur mikið neðan í því“ og komið
lítt fróðari heim en þeir fóru. En það hafi ekki
verið Dönum að kenna.
Tveggja manna sagðist hann hafa heyrt get-
ið, sem bæði Danir og íslendingar væru upp
með sér af, og Danir kölluðu góða danska menn
og íslendingar góða fslendinga. Annar þeirra
manna mun í daglegu tali hafa verið kallaður
Thorvaldsen, en hinn Finsen. Hann áleit, að
óþarfi væri að deila um ætternið, og mætti báð-
um málspörtum vel líka, því að þessir menn
hefðu að sögn verið mestu myndarmenn, dug-
legir hvor á sínu sviði.
Að síðustu lét ræðumaður þá ósk í Ijós, að ef
Dönum ekki líkaði við Islendinga eða íslend-
ingum ekki við þá í framtíðinni, þá ættu þeir
að skilja, en að skilnaður milli landanna færi
þá fram hávaða- og serimoníulaust, eins og
þegar Margrét drottning tengdi þau saman.
Hvað handritin snerti, þá óskaði hann þess, að
því, sem eftir væri af þeim, yrði skilað aftur,
þegar Danir væru búnir að lesa þau.
Mig minnir að það væri árið 1907, að ég hitti
Guðmund á Vopnafirði. Var hann þá farþegi
með strandferðabátnum „Hólar“ og í félagi
með presti að vestan, Jósef að nafni. Þeir komu
í heimsókn til Runólfs hreppstjóra, sem síðar
fór til Ameríku, og var ég þá nýkominn til Run-
ólfs, er þeir komu. Við sátum þar í góðu yfir-
læti mikinn hluta dagsins.
Eftir að þeir félagar höfðu tekið sér sæti og
húsbóndinn hafði borið fram hressingar fyrir
gesti sína, tók Guðmundur glas sitt og bað okk-
ur drekka minni húsbóndans, þar sem hann
sagði, að það væri ,,sælla að gefa en þiggja“
eins og „meistari Jón“ hefði komizt að orði.
Og var það gert með ánægju. Því næst víkur
prestur sér að Guðmuncu og segir: „Hann er
dauður hér, en lifir þó“. ,. r er?“ spyr Guð-
mundur. „Vídalín náttúrlega*', svarar prestur.
„Það eru fleiri en þér, stm eru á þeirri skoð-
un“, segir Guðmundur. „Hjálmar kvað fyrir
löngu síðan:
Aldir renna, borgu- brenna,
byltist ró,
jöklar spenna fjöll ófrjó.
Talar enn með andans penna
íslands Ciceró
greyptur grafar þró.
Og Einar Benediktsson segir einhvers stað-
ar: „hans meistara orð á þann eld og það vald,
1B
VÍKINGUf!