Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 6
Fjárþörf sjóðsins.
Á meðan sjómenn og útgerðarmenn sýna
þá bjartsýni og framsækni að vilja leggja fé
•sitt og krafta í viðhald skipastólsins, endur-
nýjun á fiskiskipum og bygginga fiskverkun-
arhúsa, má búast við að sjóðnum berist um-
sóknir um lán í æ ríkari mæli með ári hverju,
og má hann því aldrei skorta fjármagn til
þess að sinna þeim beiðnum, eins og reglur
hans mæla fyrir um, enda mun það hafa ver-
ið ætlun flutningsmanna frumvarpsins um
sjóðstofnunina fyrir 50 árum, að sjóðurinn
hefði í framtíðinni ætíð nægilegt fjármagn
til þess að gegna ætlunarverki sínu, að lyfta
undir þá þjóðfélagsþegna til framkvæmda,
sem til þess hefðu dug og áræði að standa
vörð um það fjöregg íslenzku þjóðarinnar,
sem sjávarútvegurinn er og verður ætíð. Það
er þess vegna krafa landsmanna, að fjárveit-
ingavaldið veiti nægilegu fjármagni í þessa
átt á hverjum tíma og tryggi þannig Fisk-
veiðasjóði íslands öruggan starfsgrundvöll.
Stjórn sjóðsins.
Eins og áður er sagt var Útvegsbanka Is-
lands h.f. falin stjórn sjóðsins frá árinu 1931,
en bankastjórar hans hafa verið í stjórn sjóðs-
ins, á hverjum tíma, eins og hér segir:
Helgi P. Briem, sendiherra .... 1931—1932
Jón heitinn Ólafsson, alþm. . . . 1931—1937
Jón heitinn Baldvinsson, alþm. . 1931—1938
Ásgeir Ásgeirsson, fors. íslands 1938—1952
Helgi Guðmundsson frá ........ 1932
Valtýr Blöndal frá........... . 1938
Jóhann Hafstein, alþm., frá . . . 1952
Forstjóri Fiskveiðasjóðs er Elías Halldórs-
son og tók hann við umsjón sjóðsins, þegar
rekstur hans var tengdur Útvegsbankanum
í ársbyrjun 1931.
Núverandi endurskoðendur sjóðsins eru
Einar Bjarnason, aðalendurskoðandi ríkisins,
og Sverrir Júlíusson, formaður Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna.
ék. Ét ák
— Smœlki —
Siggi litli horfir á bróður sinn, sem er að læra að
ganga.
— Ef ég væri þú, væri ég ekki svo ákafur í að æfa
mig, það líður ekki á löngu áður en þú verður notaður
í sendiferðir.
Þorgrímur Sigurðsson, skipstjóri
Minningarorð.
Hinn 6. september a.l. var kvaddur frá
Dómkirkjunni í Reykjavík Þorgrímur Sigurðs-
son, skipstjóri. Það kom mér nokkuð á óvart,
þegar ég heyrði andlátsfregn hans í útvarp-
inu, því við töluðum saman daginn áður, þar
sem við hittumst á götum Reykjavíkur. Það
var í þetta sinn eins og oft áður, að dauðinn
gerir ekki boð á undan sér, sem er efalaust
undir flestum tilfellum það bezta.
Þorgrímur Sigurðsson skipstjóri var fæddur
3. október 1890 að Knarrarnesi á Vatnsleysu-
strönd; hann var því tæpra 65 ára, þegar
hann lézt.
Það er nú orðið æðilangt síðan kynni okk-
ar Þorgríms hófust. Það var í Stýrimannaskól-
anum 1911, og hafa þau haldizt alltaf síðan
og enn nánari síðustu áratugina eftir að við
báðir vorum hættir sjómennsku og störfuðum
saman í tveimur félagssamtökum, sem okkur
voru mjög kær. Það eru Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið „Aldan“ og Slysavarnafélag
íslands. Það var ánægjulegt að hafa Þorgrím
sem samverkamann, þar var trúmennskan og
prúðmennskan samfara. Ég hef kynnzt mörg-
um mönnum um dagana og flestum að góðu,
en Þorgrímur Sigurðsson er einn í hópi þeirra,
sem mér eru kærastir af samferðamönnunum.
Áður en Þorgrímur lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum komst hann í góðan verkleg-
an skóla á fyrsta togaranum, sem smíðaður
var fyrir íslendinga, „Jón Forseta", með hin-
um alkunna merkis skipstjóra Halldóri Kr.
Þorsteinssyni. Þessi verklega skólaganga hans
varð honum mjög haldgóð á lífsleiðinni, því
skipstjórn á togurum var aðallífsstarf Þor-
gríms, og fórst honum það svo vel, að hann
6
VÍKINGUR