Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 10
Þessi mynd var gefin út í Winnipeg 1918 af Olafi S. Thorgrimsson. Mig minnir að það væri einmitt
þessi mynd af Gullfossi, sem sást svo víða á kommóðu í stássstofum í Reykjavík og úti um land á fyrstu
árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. — P. B.
átta sig á hlutunum, og hafði opin augun fyrir
öllum nýjungum í byggingu skipa og útbún-
aði þeirra. Ég tel það því engum efa bundið,
að hann hafi lagt til sinn skerf, þegar verið
var að ákveða hvernig skipin, sem byggð voru
eftir stríðið, ættu að vera.
Síðustu ár ævi sinnar var Sigurður í eða við
rúmið. Hann naut þá umhyggju sinnar ástríku
konu, sem ávallt reyndist honum þróttmikill
og umhyggjusamur lífsförunautur. Ég kom
nokkrum sinnum til Sigurðar, meðan hann lá
rúmfastur, og það undraði mig hve reifur hann
gat verið og hve vel hann fylgdist með öllu,
sem við kom skipum Eimskipafélags Islands.
Sigurður Pétursson var fæddur á Hrólfs-
skála á Seltjarnarnesi, og eftir því, sem séra
Jón Thoroddsen sagði í líkræðunni, sem hann
flutti, höfðu forfeður Sigurðar búið þar hver
fram af öðrum síðan 1790. Hugur hans hneigð-
ist snemma að sjónum og stundaði hann fyrst
sjó á fiskiskipum. 1899 tók hann stýrimanns-
próf í Reykjavík og 1902 skipstjórapróf í
Kaupmannahöfn. Mér er ekki kunnugt um,
hvar hann sigldi næstu ár á eftir, en seinna
réðist hann til Thorefélagsins og var stýri-
maður á skipum þess félags, unz hann réðist
til Eimskipafélags íslands til að verða skip-
stjóri á ,,Gullfossi“.
15. apríl 1915 sigldi Sigurður „Gullfossi"
l'Ö
í fyrsta skipti inn á höfnina í Reykjavík, og
mun sá dagur af flestum Islendingum verða
talinn merkisdagur í sögu þjóðarinnar.
Sigurður var skipstjóri á „Gullfossi" í 25
ár, eða þar til í apríl 1940, að Þjóðverjar her-
tóku skipið.
*
Sigurður Pétursson er horfinn sjónum okk-
ar, en ævistarf hans varð merkur kapítuli í
framfarasögu íslenzku þjóðarinnar, sem lengi
verður minnzt. Við íslenzku sjómennirnir
kveðjum hann og þökkum honum fyrir sam-
starfið, og við þökkum honum líka fyrir
drengskap hans og hreinskilni, sem mætti
verða öllum íslenzkum sjómönnum til fyrir-
myndar. Og svo vottum við frú Ingibjörgu
Ólafsdóttur og börnum hennar okkar innileg-
ustu samúð.
Reykjavík, 14. janúar 1956.
Pétur Björnsson.
AÐALSTEIIMIM PÁLSSOIM
skipstjóri
andaðist hinn 11. janúar. Minningargrein um
þennan mæta mann verður birt í næsta tölu-
blaði Víkings.
V í K I N B U R