Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 27
Þingið er á þeirri skoðun, að miðunarstöðva- kerfi allt í kringum landið myndi fullnægja þeim þörfum, sem gerðar eru til þessara ör- yggistækja, og að stefna beri að því að fá hin- ar fullkomnu Ijósmiðunarstöðvar staðsettar svo víða á landinu, að fullkomið öryggiskerfi yrði myndað með það fyrir augum, að stað- setningar (krossmiðanir) yrðu gefnar skipum hvar sem væri á miðunum kringum landið. 17. þing F.F.S.Í. skorar á Vitamálastjórn- ina að beita sér nú þegar fyrir því að settur verði viti á Hellisnípu fyrir utan Keflavík, með rauðu horni fyrir Gerðhólma. 17. þing F.F.S.l. skorar á Vitamálastjórn- ina að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að ljósbaujur og hljóðbaujur verði settar á Hörg- árgrunn og Laufásgrunn við Eyjafjörð og enn- fremur Raufarhöfn. Ennfremur felst þingið á framkomna skýrslu í vitamálum frá Skipstjórafélagi Is- lands. Þá telur þingið nauðsynlegt, að endurbætt- ur verði innsiglingarvitinn til Akraness á þann hátt, að vitinn verði hækkaður og ljósmagn aukið. í því sambandi verði athugað, hvort hægt sé að nota hinn nýja klukkuturn á Garða- kirkju sem vitastæði. Lögð verði áherzla á landtökuvita á Norð- fjarðarhorni og vitar á Gerpi og Krossnesi við Reyðarfjörð. Vita á Hellisnípu, vita fyrir innsiglinguna á Akranesi. Vita á Rifi undir Jökli, vita á Flateyri, Sauðanes norðan Ön- undarfjarðar, Þingeyri, Rifsnesi á Skaga (Skollarif). Ljósmagn Stórhöfða, Geirfugla- sker. 17. þing F.F.S.l. skorar eindregið á Vita- málastjórnina að beita sér nú þegar fyrir því að komið verði upp fullkominni radíóljósmið- unarstöð á Sauðanesi við Siglufjörð, þar sem radíóvitinn þar er úreltur og alls ófullnægj- andi fyrir sjófarendur. 17. þing F.F.S.Í. felur sambandsstjórn að vinna að því við hlutaðeigandi aðila, að öll síld verði seld eftir vigt, til vinnslu eða sölt- unar. Sé ekki hægt að koma við vigtun á síld- inni á einhverjum stöðum verði notað löggilt mál. Varðandi innsiglun talstöðva í fiskibátum, vegna skulda og af öðrum ástæðum, ber að gera þær kröfur til Skipaskoðunar ríkisins, að skip og bátar, sem lögum skylt ber að vera útbúnir talstöðvum eða loftskeytatækjum, láti ekki úr höfn með þessi tæki ónothæf, og að viðkomandi aðilar verði látnir sæta sekt- um, ef þeir fara úr höfn vísvitandi með óstarf- hæfar talstöðvar. Ennfremur skorar 17. þing F.F.S.Í. á við- komandi stjórnarvöld að hlutast til um, að smábátar þeir, sem undanþegnir eru þessum lögum, verði útbúnir öruggum neyðarsendi- tækjum. 17. þing F.F.S.l. samþykkir að fela sam- bandsfélögum sínum að gera nú þegar ráð- stafanir, hvert fyrir sitt umdæmi, til að ná öllum yfirmönnum á fiskiskipum inn í félagið. Félögin tilnefni ábyrgan trúnaðarmann í þeim verstöðvum, þar sem ekki er sambands- félag, til þess að sjá um að enginn láti skrá sig á skip og upp á samninga F.F.S.l. eða sam- bandsfélags, sem ekki er löglegur meðlimur þess. Trúnaðarmaðurinn sendi viðkomandi fé- lagi nöfn þeirra manna, sem ekki vilja hlýta þessum ákvæðum, og verði listi yfir slíka menn þegar í stað sendur F.F.S.Í., sem svo lætur hann ganga til allra sambandsfélaga, sem hagsmuna hafa að gæta. Ráðstafanir verði síðan gerðar, ef óumflýjanlegt er, til þess að þvinga þessa menn til að'gerast löglegir fé- lagar innan vébanda F.F.S.Í. Stjórnarkjör fyrir næstu 2 ár. Forseti: Ásgeir Sigurðsson. Meðstjórnendur: Ingólfur Þórðarson, Sig- urjón Einarsson, Grímur Þorkelsson, Þorkell Sigurðsson, Egill Hjörvar, Henry Hálfdánar- son. Varastjórn: Geir Ólafsson, Guðmundur Pét- ursson, Þorsteinn Árnason, Konráð Gíslason, Theódór Gíslason, Einar Thoroddsen. VÍKIN G U R 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.