Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 25
Þorsteinn Árnason, vélstjóri 60 ára Þorsteinn Árnason vélstjóri varð sextugur 9. desember sl. Hann er fæddur á ísafirði og voru foreldrar hans Árni Gíslason yfirfiski- matsmaður og kona hans Kristín Sigurðar- dóttir. Það er ef til vill tilviljun, að faðir Þorsteins átti þátt í því að flytja inn fyrstu vélina, sem sett var í fiskibát hér á landi. En svo mikið er víst, að Þorsteinn lærði járnsmíði og vélstjórn. Lauk hann prófi úr Vélstjóraskólanum árið 1917 og var síðan vélstjóri á togurum í mörg ár, lengst af með hinum kunna skipstjóra og aflamanni Guðmundi Markússyni á „Hannesi ráðherra", sem var eitt glæsilegasta og afla- sælasta skip togaraflotans. Þegar Þorsteinn hætti vélstjórn árið 1933, tók hann að sér að veita forstöðu skrifstofu Vélstjórafélags íslands og hefur gegnt því starfi, ásamt skipaeftirliti fyrir tryggingar- félög og ótal öðrum trúnaðarstörfum, til þessa dags. Það er ekki ætlun mín með þessum línum að leggja sérstakt mat á störf Þorsteins Árna- sonar fyrir félag sitt, til þess eru aðrir mér færari, en sú er sannfæring mín eftir þau 10 ára kynni, sem ég hef haft af honum, og ná- inni samvinnu við hann síðustu árin, að þar hafi verið réttur maður á réttum stað. Félagsstörf eru mjög vanþakklát og um- deild, sitt sýnist hverjum, þegar mikill vandi er á ferðum, og á ýmsum umbrotatímum, þeg- ar öldurnar rísa hátt. Þá þarf að jafna ágrein- ing jafnt innan félagsskaparins sem utan, en oft eru það þeir, sem hæst láta, sem skortir yfirsýn og rétt mat á það, hvað réttast er og raunhæfast til frambúðar. Þorsteinn Árnason hefur sýnt að hann er manna hæfastur til að taka rétta stefnu í vandasömum félagsmálum og halda þá með skapfestu og einurð á mál- stað þeirra, sem fela honum umboð sitt. Hann er einn af þeim allt of fáu mönnum, sem harðnar við hverja raun, og finnur orðum sín- um stað með skarpskyggni og rökvísi, enda er hann skarpgreindur maður. Þorsteinn Árnason er einn af frumherjun- um, sem á sínum tíma börðust fyrir menntun og viðgangi íslenzkrar sjómannastéttar. Hann hefur verið í byggingarnefnd Sjómannaskól- ans, stjórn Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, einn af stofnendum Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands og verið í stjórn samtak- anna frá upphafi. Prófdómari við Vélstjóra- skóla íslands hefur hann verið í mörg ár. Þorsteinn er giftur Ástu Jónsdóttur, mikilli ágætiskonu, og eiga þau hjón mannvænleg uppkomin börn. Ég vil svo óska Þorsteini gæfu og giftu á hinum nýbyrjaða sjöunda tug ævi hans og þakka honum allt það góða og holla, sem ég hef af honum numið í okkar samstarfi. Ég hefði ekki viljað missa af því að kynnast honum. G. Jensson. — Smœlki — Óli gamli fékk vinnu við götusópun í bænum. Verk- stjórinn sagði honum að byrja á öðrum enda götunnar og sópa svo bara áfram. Um kvöldið sást Óli hvergi, en fyrir hádegi daginn eftir er hringt í verkstjórann, og var það Óli gamli: — Ég er kominn til Hafnarfjarðar, sendu mér nýj- an sóp! VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.