Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Blaðsíða 23
4
Hið brennandi skemmtiferðaskip
Léleg skipshöfn. Þverúðarfullur skipstjóri.
955 farast.
Það var að morgni miðvikudagsins 15. júní
1904 í New-York. Skínandi sólskin, himininn
heiður og blár og hið indælasta veður, sem
hugsast gat í sumarferðalag. Langar raðir af
hlægjandi og masandi börnum í fylgd með
mæðrum sínum og sunnudagaskólakennurum
streymdu niður hafnarbakkann við Eystra-
fljót, þar sem hjólaskipið „General Slocum“
lá tilbúið til að fara með þau í skemmtiferð,
fyrir Markúsarkirkjusóknina. Nú gekk hin
milda fylking, 1358 manns í allt, ásamt hljóð-
færaleikurum yfir landgöngubrúna.
Skipsflautan öskraði, landfestum var kast-
að. Skipstjóri sló í vélsímann og skipið byrj-
aði að skófla sig norður eftir fljótinu að
þrengslinu, sem kallað er „Hlið Helvítis“. —
Það var einmitt um þetta leyti, sem einhver
kveikti á lampa og fleygði hinni glóandi eld-
spýtu frá sér í fremstu lestina, þar sem bæði
voru olíutunnur og olíubrúsar staflaðir af með
hálmi. Eða samkvæmt annarri frásögn, gekk
einn af smyrjurum skipsins gegnum lestina
með logandi blásturslampa í hendinni. En
hvernig sem þetta var, þá var skipið statt á
fljótinu á móts við 83. götu í New-York, þegar
14 ára piltur tók eftir því að þunn reykjarsúla
teygði sig upp með lestarhlerunum á fremstu
lest. Hann hljóp þegar og skýrði skipstjóra
frá þessu. „Þegiðu drengur og passaðu sjálf-
an þig“, var svar skipstjórans. Um sama leyti
sá skipstjóri á leðjupramma kolsvarta reykj-
arstróka slá upp frá neðsta þilfari á „General
Slocum“; hann flautaði þegar hættumerki,
fjögur stuð. Eftir hættumerkjunum var tekið
af öðrum skipum á fljótinu, sem þegar sáu
hvað um var að vera, og eltu hið brennandi
skip. En þrátt fyrir allt hélt „General Slocum“
áfram með fullri ferð. Fyrsti stýrimaður var
kallaður niður í lestina, sá hann strax að allt
þar niðri var eitt brakandi eldhaf, en í því
hann greip talrörið til að gefa skipstjóranum
skýrslu, át eldurinn sig í gegnum skilrúmið
til vélarrúmsins. 1 því augnabliki, sem skip-
stjórinn ýtti á hnapp brunabjöllunnar, heyrð-
ist hræðilegt hljóð í kvenmanni á efsta þilfari,
sem hljóp um brennandi og æpandi af kvöl-
um. Allt þetta, hljóðin í konunni og hávaðinn
í brunabjöllunni, varð til þess að menn stirðn-
uðu af skelfingu. En aðeins augnablik, á eftir
kom hræðilegt kapphlaup milli mæðra, sem
reyndu að finna börn sín. Á hinum fyrstu sek-
undum hins æðisgengna kapphlaups tróðust
margir undir og misstu lífið. En „General Slo-
cum“ hélt alltaf sinni stefnu og hraða. Skip-
stjórinn, er seinna varð fyrir hörðum ádeil-
um, gaf upp ýmsar ástæður fyrir því, að hann
ekki sigldi í land: á einum stað var of djúpt
og á öðrum stað hefði bruninn getað náð til
húsa á landi o. s. frv.
Áfram hélt hið dauðadæmda skip, og nú
var bruninn í algleymingi. Logarnir teygðu
sig aftur eftir skipinu og dönsuðu darraðar-
dans yfir hinum hrjáðu, æpandi farþegum á
afturstafni skipsins. Meðfram ströndum fljóts-
ins stóð fólk í stórhópum, hljóðandi af skelf-
ingu, því að margir áttu ættingja eða vini um
borð í hinu brennandi skipi. Margir af þeim,
sem fengið höfðu eld í föt sín, fleygðu sér
fyrir borð og voru til að sjá eins og lifandi
kyndlar. Grátandi og hljóðandi börn, er höfðu
misst af mæðrum sínum, voru troðin undir.
Mæður, er stóðu með börn sín í fanginu, urðu
að taka þá þungu ákvörðun að henda sér fyrir
borð.
Hin duglausa skipshöfn (af 34 voru aðeins
10 sjómenn) gerði stutta en gagnslausa til-
raun til að slökkva eldinn. Ein af brunaslöng-
unum var svo fúin, að er vatnið tók að streyma
inn í hana rifnaði hún eftir endilöngu. Bjarg-
bátarnir og flekarnir voru svo vandlega fest-
ir, að engin tök voru á að losa þá eða koma
þeim fyrir borð. Skipshöfnin gafst upp við all-
ar tilraunir og blandaðist meðal farþeganna
í hinni þrotlausu baráttu þeirra fyrir lífinu.
Eins og skrímsli umvafið eldtungum. En skip-
ið öslaði áfram eftir hinum ládauða vatns-
fleti. Hinir óttaslegnu farþegar slógust um að
ná í bjargbelti, en þeir, sem voru svo heppnir
V í K I N □ U R
23