Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 3
anna fyrir þann góða skilning og stuðning, sem
niálefni samtakanna hafa oftast átt að mæta hjá
Alþingi og stjórnarvöldum landsins á undanförn-
um 20 árum. Þá vil ég og þakka öllum mínum
stéttarbræðrum fyrir gott samstarf og samgleðj-
ast þeim yfir því, hve margt hefur þokast áleiðis,
sem við höfum beitt okkur fyrir. Svo að lokum
stjórnarmeðlimum í stjórn samtakanna fyrir það
góða starf, sem þeir hafa hver og einn innt af
höndum á tímabilinu.
Það þarf að halda starfinu áfram og efla sam-
tökin til enn frekari dáða, til baráttu fyrir þörf-
um og þjóðhollum málum, en leggja allan óþarfa
krit á hilluna. Lítil þjóð, sem á í vök að verjast,
þarf að eiga sem flesta samstillta sonu og dætur,
svo að þjóðin geti unað glöð við sitt.
Ég óska sjómönnum íslands til hamingju og
heiti á þá við þessi tímamót í starfssögu þjóð-
arinnar og trúi því, að þeir muni reynast góðir
synir framvegis sem hingað til.
Gleðilegt ár. Ásg. Sigur'ðsson.
Knararósviti.
Samtökin hafa stutt mjög að bættu vitalcerfi landsins og
átt fulltrúa í vitamálanefnd.
Strax í apphafi var hafin barátta fyrir aulcnum og bætt-
um skipastól landsmanna og hefur ávallt verið stutt að
þeim málum eftir megni.
Mcnn frá samtökunum hafa lagt á sig mikið starf sam-
bandi við sjómannadaginn, að gera hann sem bezt úr garði
og þau menningarmál, s^m unnið er að í sambandi við hann.
3