Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 4
6.v. Goðanes ferst við Færeyjar Miðvikudaginn 4. janúar s.l. strandaði togar- inn Goðanes frá Neskaupstað á skeri við mynni Skálafjarðar á Austurey í Færeyjum. Togarinn sat fastur á skerinu í brimi og stormi fram undir morgun, en þá brotnaði hann í tvennt og sökk. Skipið var á leið til Skálafjarðar, sem er lang- ur og mjög þröngur og krókóttur fjörður, er gengur inn í Austurey. Hvassviðri var, dimmt og sjómikið. Skipverjar voru að búa sig undir að taka land, skipstjóri var á stjórnpalli ásamt há- seta við stýrið. Klukkan 20,45 eftir íslenzkum tíma tók skipið niðri. Hringt var úr brú á fulla ferð aftur á bak, en skipið haggaðist ekki. Brimið tók þegar að ganga yfir skipið. Sent var út neyðarskeyti, og heyrðu það ýmis skip í nágrenni og samband náð- ist þegar við togarann Austfirðing, sem var ekki langt undan. Ljósblysum var og skotið til lofts og reynt að setja út björgunarbáta, fyrst bak- borðsbát, sem hvolfdi við skipshlið, og síðan stjórnborðsbát, sem skipverjar misstu frá skipinu. Skipshöfnin hélzt fyrst við á bátadekki og stýr- ishúsi, en menn urðu brátt að yfirgefa bátaþil- farið og leita skjóls í stýrishúsi, kortaklefa og loftskeytaklefa. Hann fórst með skipi sínu Pétur Hafsteinn Sigurðsson fórst með skipi sínu. Síðustu handtök hans, áður en skip hans sökk, voru að hjálpa tveim fé- lögum sínum til lands og lífs. Pétur var ung- ur maður, fæddur 10. maí 1932 í Neskaupstað og hefur alltaf átt þar heima. For- eldrar hans voru Guðlaug Jónsdótt- ir og Sigurður Bjarnason. Eru þau bæði á lífi og eiga heima í Neskaupstað. Pétur lætur eftir sig unnustu og barn á fyrsta ári. Pétur var hinn mesti efnis- maður og stundaði sjó frá æskuárum. Hann var annar stýrimaður á Agli rauða þegar hann fórst, síðar fyrsti stýrimaður á Goðanesinu og skip- stjóri í þessari síðustu ferð þess. Fyrstu mönnunum bjargað kl. 5. . .Skipstjóri reyndi að skjóta línu frá hinum strandaða togara til bátanna, sem í nánd voru, en það mistókst. Áður en langt leið fengust björg- unartæki að láni frá tveim þýzkum togurum, sem lágu innar á Skálafirði. Voru það stólar, línur og línubyssur. Klukkan langt gengin fimm um morguninn tókst loks að koma traustri línu í Goðanes, og eftir það tókst björgunin, aðallega yfir í vélbátinn Hrók. Klukkan 5,15 í gærmorgun hafði þrem mönnum verið bjargað, og klukkan tæplega sex 15 mönnum. Skipið brotnar og sekkur. En þegar hér var komið, sáust þess greinileg merki, að Goðanes myndi ekki standast sjóina öllu lengur, heldur brátt brotna. Skipstjóri tilkynnti og í talstöðina, að nú yrði að hraða björgun sem mest og spurði, hvort ekki væru tiltækir litlir trillubátar, sem gætu komizt nær skerinu en hin- ir stærri bátar. Var svo, og reyndu þeir að fara eins nærri og fært þótti. Alls var 18 mönnum bjargað í línustól, en þegar skipstjóri var að hjálpa tveim síðustu í stólinn, brotnaði skipið í tvennt, og hlutarnir sigu út af skerinu og sukku. Þá var klukkan 6,25. Sex menn í sjóinn. Þá voru sex menn á flakinu eftir, og fóru þeir allir í sjóinn, er skipið brotnaði og sökk. Reyndi þá hver að bjarga sér á sundi sem hann mátti, og var fimm þeirra bjargað upp í færeyska trillu- báta, sem þarna voru til taks. Einn mannanna sást hvergi og fannst ekki þrátt fyrir ýtarlega leit. Kom í ljós, að það var skipstjórinn, Pétur Hafsteinn Sigurðsson. Áhöfnin á Goðanesi: Á Goðanesi var í þessari ferð 24 manna áhöfn, 17 íslendingar og 7 Færeyingar. Þeir voru, auk skipstjórans, þessir: Halldór Halldórsson, stýri- maður., Guðmundur Vestmann, 2. stýrimaður, Guðmundur Helgason, 1. vélstjóri, Ingvar Bjarna- son, 2. vélstjóri, Guðmundur Sigurðsson, Axel Óskarsson, loftskeytamaður, Jón D. Jónsson, Magnús Skarphéðinsson, Gils Steinþórsson, Högni Jónasson, Emil Ásgeirsson, Sigurríkur Ormsson, Kristján Vilmundsson, Sigurjón Jónsson, Finn- bogi Finnbogason, Olavur Brebes, Andreas Hilde- berg, Kaj Johansen, Johannes H. Petersen, Óli J. Beck, Anton E. Petersen, Eyvind Gudmundson og Jónas Hólm. Hinn síðasttaldi tók sér aðeins far með skipinu til Reykjavíkur. Allir björguðust þeir nema skipstjórinn, sem fyrr segir. Pétur Hafsteinn Sigurðsson, sem fórst með Goðanesi, var 24 ára að aldri, átti heima í Nes- kaupstað, sonur hjónanna Sigurðar Bjarnasonar og Guðlaugar Sigurðardóttur, sem hafa átt þar 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.