Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 6
GERARDUS MERCATOR
Hinn fmbœri landfrœðingur
og kortagerSarmaður
Flæmski landfræðingurinn Gerhard Kremer
vann mikið afrek í þágu siglinganna. Allir skip-
stjórnarmenn eiga honum mikið að þakka. Hann
var uppi mestan hiuta 16. aldar. Bezt er hann
þekktur undir hinu latneska nafni sínu, Gerardus
Mercator. Hann var höfundur Mercatorkortanna.
Á 16. öld var þekking manna á lögun jarðar
og landaskipan mjög af skornum skammti. Að
vísu sannaði Magellan svo ekki varð um deilt,
að jörðin var hnöttótt. En jafnvel þekking á lönd-
um í stórum drátt-
um og þó einkum
legu þeirra var
mjög í molum. Það
ber gáfum og hug-
viti Mercators fag-
urt vitni að þrátt
fyrir þetta tókst
honum að gera
kort, sem var til
ómetanlegs gagns
fyrir siglingamenn
allra landa.
Mercator fæddist
5. marz 1512 í Rup-
elmonde í Flæm-
ingjalandi (Fland-
ern). Hann ólst upp
að talið er við svip-
uð skilyrði og marg-
ir drengir á þeim
tímum. Menntun hans var samt betri en í með-
ailagi, því hann lauk stúdentprófi á 18. ári
í Lovaine árið 1530. Þar hitti harn Gemma Frisí-
us og það hafði gagngerð áhrif á stefnu hans
í lífinu. Við viðkynninguna við Frisíus fékk hann
áhuga á kortagerð og vísindalegri landafræði.
Elzta kort, sem vitað er um eftir Mercator er frá
árinu 1530. Nefndi hann það „terra Sanctae des
criptio". Næsta kort eftir hann kom út ári seinna
af allri jörðinni. Kort þetta er merkilegt, því það
sýnir áhrif Ptolomys á kortagerð Mercators um
þetta leyti. Claudius Ptolemarus frá Alexandríu
var egypskur kortagerðarmaður á 2. öld.
Um þetta leyti gerði Mercator kort af Flæm-
ingialandi handa Karli 5.Þá teiknaði hann og bjó
til athugunartæki til notkunar við áðurnefnt kort
og er hann fyrsti kortagerðarmaður, sem slíkt
hefur gert svo vitað sé. Hið fræga himinlíkan
hans kom út árið 1541. Tileinkaði hann það ásamt
ritgerð Nicholas Perrout, föður Granville kardín-
ála. Þó engar sannanir liggi fyrir, getur vel verið
að hann hafi gefið Karli 5. líkanið. Hvað sem
um það er þá var Mercator nú talinn í röð fremstu
|l kortagerðarmanna þeirra tima.
^ Árið 1544 var Mercator tekinn fastur og sak-
aður um villutrú. Eftir það fór hann að hugsa
um að fara úr landi. Ekkert verulega alvarlegt
fylgdi í kjölfar ákærunnar á hann, en þó var
hann grunaður um gi’æsku. Árið 1552 þáði hann
boð hertogans af Julich og fór til Duisburg. Átti
hann að hjálpa til við stofnun háskóla þar í borg.
Var honum ætlað kennaraembætti í geimfræði
við skólann; ekkert varð þó úr hinni ráðgerðu
skólastofnun meðan Mercator lifði. Hann gerð-
ist nú sérstakur geimfræðingur (cosmographer)
hertogans og átti eftir það heima á þýzkri grund
alla ævi síðan. Nokkru síðar heimsótti hann Karl
5. og gaf honnm himinlikan, en innan í því jarð-
líkan. Ritgerð fylgdi, sem hann nefndi Declaratio.
Karl 5. launaði honum með því að sæma hann
titlinum „imperatio domesticus". Eftir þetta tóku
starfsaðferðir Mercators miklum brevtingum.
Hann hætti nú að bvggja á kenningum Ptolemys,
sést það glöggt á hinu mikla Evrópukorti, sem
hahn gaf út árið 1554.
Eftir að hann var laus orðinn úr viðjum kenn-
inga fvrri tíma manna veittist honum gangan
auðveldari á framsóknarbrautinni. Næstu 12 árin
efldi hann og þroskaði með sér gáfuna til sjálf-
stæðra athugana. Troðnar slóðir hjátrúar, hind-
urvitna og kreddumeistara urðu ekki hans slóðir.
Hann athugaði sólmyrkva árið 1556. Mældi og
gerði kort af Lotringen, risti brezku eyjarnar í
kopar eftir korti William Cambdeus. Ýms öfl
voru að verki í huga hans sem áttu eftir að leys-
ast úr læðingi, koma fram í dagsljósið og bera
ríkulega ávexti. Árið 1568 gaf hann út hið fræga
Mercatorkort sitt Vaxandi kortið. Þetta var fyrsta
kortið, sem teiknað hafði verið eftir hinum frægu
Mercator aðferðum. Á nútíma mælikvarða var
kort þetta fremur frumstætt. En sé litið á þær
upplýsingar sem tiltækar voru og sé þess enn-
frernur gætt, að hann varð að brjóta í bága við
viðurkennd vísindi 16. aldar, þá var kortið ekk-
ert minna en undravert afrek. Kort þetta var
ekki tekið gilt í fyrstu. Vitneskjan um, að það var
til orðið, breyddist út, en þó ekki eins ört og mál-
efni stóðu til. Sennilega hefur það þó verið notað
af nokkrum framsýnum og frjálslyndum mönn-
um svo að segja strax, en margir vildu hvorki
sjá það né heyra og enn síður nota það. Það var
upprunnið í neðri byggðum og mætti raunar sjá
á því fingraför Kölska all-greinilega.
I 22 ár tók Mercatorkortið engum breytingum.
Árið 1590 gerði Edward Wright á því ýmsar
breytingar til bóta. Þrátt fyrir þetta liðu enn
40 ár þar til almennt var farið að nota það. Mer-
cator vann sýknt og heilagt að rannsóknum og
kortagerð. Árið 1585 gaf hann út fyrsta hluta
kortabókar sinnar með kortum af Þýzkalandi,
Gerardus Mercator.
6