Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 8
karlinn hoppar um borð og þegar veiðiskipið veltur í það borðið, sem dorían hangir við, er henni slakað niður, unz hún smellur á sjónum og einn doríukarl- inn er laus við skipið. Hann reisir síðan lítið mastur fyrir seglin og notar ár fyrir stýri og siglir brott. Svo æfð er skipshöfnin í slíkri sjósetningu, að eftir 20 mínútur höfðum við 51 fiskimann á sjó. Þegar doríurnar komu á fyrirhugað veiðisvæði, sem var í einnar sjómílu fjarlægð frá „Argusi“, lögðu karlarnir línuna, sem oftast var 1/2 mílu löng, með 600—1000 krókum. Meðan þeir biðu eftir, að fisk- arnir bitu á línuna eyddu þeir tímanum við skak. Tala fiskanna, sem þeir drógu á handfærið, gaf til kynna, hvað línunni liði. Ef fiskur var nægur, byrjuðu þeir að draga lín- una (á höndum). eftir h. u. b. tvær klukkustundir — það var erfitt verk. Þegar fiskurinn kom upp á yfir- borðið „gogguðu" þeir hann, afkrókuðu og köstuðu honum inn í doríuna. Hendurnar þöktust kvalafullum sárum, sem ekki greru. því hendurnar voru oftast blautar af sjó og siori. Eftir góða lö.en leggur doríukarlinn línuna aftur á sama hátt. Það telst vesæll fiskari, sem ekki getur lagt línuna þrisvar yfir daginn, ef veður er stillt. Seint um kvöldið hvessti og sjórinn tók að ýfast. Captain Adolfo, skipstjóri á Argusi heisti flagg, sem táknaði, að nú ættu allir að koma um borð. „Flaggið" var reyndar sykurpoki í hálfa stöng. Það var gott skyggni, svo allir, sem voru á sjó, gátu séð það. í þoku er oftast lífshætta á ferðum, því þá verða fiskimennirnir að reiða sig eingöngu á hljóðið í skips- klukku móðurskipsins. Laurencinaa, hinn lipri aflakóngur á Argusi, kom nú með þriðja farminn sinn — þriðja tonnið sitt af þorski í dag. Það var ekki hægt að sjá neinn mun á gráum, köldum sjónum og borðstokknum á dorí- unni hans. Það virtist ómögulegt, að hún gæti haldizt á floti, og hann jós farið ofsalega, þegar sjóinn gaf inn. Þegar hann nálgaðist veltandi slcipið, sneri hann hátnum kænlega og felldi seglin. Síðan hagræddi hann doríunni af mikilli þolinmæði og gaf gaum að hverj- um sjó. Þetta var hættulegasta augnablikið, því ef dorían svkki núna, mundi hann einnig sökkva rak- le'tt til botns í þungum sióklæðunum. Hann beið eftir Þfr'it”. stefnið sveiflaðist upn í öldufaldana og hann h'lt sú stöðugt við skinshliðina. Á réttu augnabliki ”*ir tai'galínan sett föst og Laurencinha tók við stingn- ' “ c’'insdren"num og bvrjaði að kasta aflanum "" r rrnortuna. Það var erfitt verk, því þorsv- . vænn, c. a. 25 punda þun.gur. Þ gar doríurnar höfðu allar skilað sér, gleyptu ricrn í sm kvöldverðinn, sem í þetta skipti var steikt- nr borskur. Hinir þreyttu menn átu af góðri lyst. Það var alltaf glatt á hjalla við matborðið, þó þorsk- ur væri aðalfæðan. Við átum soðinn þorsk; þorsk steiktan í jurtafeiti. Við átum flakaðan þorsk, heila þorska, þorskasteik, þorskahjörtu, þorskatungur, steiktar í smjöri, þorskhausa, steikta og soðna, það var uppáhaldsréttur okkar. Einnig var á borðum soð- inn harðfiskur, rifinn og hakkaður í fiskikökur. Skyndilega varð þögn við borðið. Francisco de Sousa Damaso var að segja sögu frá viðureign sinni 8 við hval nokkurn, á doríu 37. Francisco var að draga línuna sína, þegar hvalur, sem hafði flækst í henni kom upp á yfirborðið undir doríunni og var rétt bú- inn að hvolfa henni. Francisco skar á strenginn í flýti og baðst fyrir. Bátinn, eða doríuna, rak nú frá hvalnum, eða hvalinn frá henni og í nokkrar sek- úndur starði forviða doríumaðurinn á þessa furðu- skepnu. — Skömmu síðar blés hvalurinn og sökk svo rólega og hvarf — með morgunafla Francisco utan um sig í flækju. Þegar máltíðinni var lokið, fóru allir á þiljur, til að gera að aflanum, sem fékkst um daginn, eða um 40 tonnum. Enginn myndi fá að sofa, fyrr en lokið væri að fletja og salta hvern einasta fisk. Um 20 menn fóru í lestina, en 30 eða fleiri tóku sér stöðu á dekkinu. Hinir síðarnefndu unnu í sellum, þrír og þrír saman. Slægðu þorskinn, hausuðu hann, fjarlægðu lifrina og flöttu. Síðan tóku vaskararnir og saltararnir við honum. Vaskararnir lágu á hnjánum og köstuðu fiskinum niður í lestina til saltaranna. í hvert skipti sem þeir létu fisk detta niður, kölluðu þeir: „Fiskur“! og salt- ararnir voru eins lagnir að víkja sér undan fljúgandi þorskinum eins og að salta hann. Og nóttin féll yfir. Vinnuljósin voru kveikt og ljómuðu upp þilfarið. Úti við sjóndeildarhringinn gát- um við séð ljósin á hinum skipunum. Áhafnir þeirra voru að sömu störfum og við. Úr hátölurunum hljóm- aði létt tónlist, sem dreifði huganum frá tilbreyt- ingarlausu starfinu. Kaldur norðanvindurinn jókst stöðugt og það byrjaði að snjóa. Snjór og vatnsdrop- ar glitruðu á sjóklæðunum og einnig á órökuðum and- litum skipverjanna, er byrjuðu störf kl. 04,00 í morg- un. Captain Adolfo fór niður í lestina, til að fylgj- ast með söltuninni, það er bráðnauðsynlegt. Saltið varð að verja fiskinn skemmdum unz þeir komu til hafnar, þar sem aflinn yrði síðan þurrkaður. Eftir það myndi hann geymast um óákveðinn tíma. Loks- ins var aðgerðinni lokið og menn gengu undir þiljur og fengu ríkulega útilátið af fiskisúpu. Nú á tímum, þegar krafan um þægilegra og betra líf hljómar um allan heiminn. virðast þessir doríu- karlar eins og menn frá löngu liðinni öld. Líf þeirra einkennist fyrst og fremst af ótrúlegu þoli og hug- rekki — þetta er einu sinni þeirra starf — og þeir inna það af hendi. Þeirra bíða hættur, hrakningar og erfiðleikar við hvert fótmál, en þeir mæta þessu öllu með jafnaðargeði. Þolinmæðin er ríkur þáttur í skapgerð þeirra ■— þeir eru óspilltir — hetjur í frum- stæðu lífi. Þýtt: Jónas Guðmundsson. Prestur nokkur lá veikur. Læknir hans ráðlagði hon- um eindregið að fara sér til hvíldar upp í fjallahótel, þegar hann kæmist á fætur. — „Sannast að segja hef ég nú hvorki tíma til þess né efni á því“, svaraði prestur. „Annaðhvort verðurðu að fara þangað eða þú ferð beina leið til himnaríkis", svaraði læknirinn. Eftir nokkra umhugsun anzaði prestur: „Ætli maður fari þá ekki heldur upp í fjöll“.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.