Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 11
eins og er og getur orðið það í dag, mælirinn hefir fallið og sjáanlega er norðanátt í aðsigi, en hann er sjólaus ennþá“. Svo fórust formanninum orð, en hann er mjög veðurglöggur. Þetta gerðist á áliðnu sumri 1928. Og við erum staddir í sjóbúð- inni í Kvígindisdal. Tveir bátar voru gerðir út þaðan um vorið. Átti Snæbjörn Thoroddsen ann- an, hét sá „Otur“, var Árni formaður hans. Sig- urður, bróðir Snæbjarnar, átti hinn bátinn, sem hét „Kári“ og var Sigurður sjálfur formaður. Bátarnir voru af svipaðri stærð, eða um 3 lestir. Sigurður var hættur að róa sínum bát, en ætl- aði nú að róa með Árna ásamt einum háseta sinna, Guðjóni Jóhannessyni. Og ég, sem þessar línur skrifa, var einn eftir af hásetum Árna, aðrir há- setar voru farnir heim úr verinu. Um vorið og fram til þessa var róið með línu, og beitt kúfiski. Nú skildi róa með handfæri. Þótti okkur Guð- jóni, sem vorum strákar á svipuðum aldri og kom vel saman, gott að vera lausir við línuna og kúfiskinn. Við vorum því orðnir fjórir á sjóbúð- arloftinu í Kvígindisdal er vakna áttum til sjó- ferðar þennan morgun. Nú kvað við skerandi blíst- ur um alla búðina. Það var flautan í stút ket- ilsins, sem sagði til sín. Þetta var nefnilega flautu- ketill, mesta þing. Við þetta hljóðmerki fór að koma hreyfing á mannskapinn. Ég hellti upp á könnuna og tilkynnti, að kaffið væri tilbúið. „Eit- urbununa tek ég sjálfur, en svo gjörið þið svo vel“. Árni seildist eftir könnunni, svo vatt Guðjón sér fram úr og sótti kaffi handa sér og sínum for- manni. Verkoffort okkar stóðu fyrir framan rúm- stokkana, þurftum við ekki annað en lyfta lok- unum til að ná í það er við þurftum með kaffinu. „Var þig að dreyma stelpur, Árni minn?“ spyr Sigurður og kveikir sér í sígarettu. „Mig, ekki aldeilis, það var drenginn sem var að dreyma eitthvað kvenkyns eins og vant er, eða var ykkur kannske að dreyma kvenfólk?“ „Ekki mig, sem betur fer“, segir Guðjón. „Heldurðu að veðrið verði gott í dag, Árni?“ spyr Sigurður. „Það verður það framan af deginum að minnsta kosti“, sagði Árni og snaraði sér fram á stokkinn, fór með hendina niður með rúmbríkinni og náði í rjólbita, stubba utan af honum og beit í, en stakk honum svo niður með bríkinni aftur. Þá fór hann að tína á sig spjarirnar, og það gerðum við einn- ig. Innan skamms vorum við klæddir og komnir í stígvélin. Við tókum til fyrir okkur nestisbita, helltum kaffinu, sem eftir var í könnunni á hita- flöskur og höfðum þær einnig með á sjóinn. Árni seildist aftur niður með rúmbríkinni, tók upp rjól- bitann, dró úr honum tvo toppa, rakti utan af honum kvartilsbút, sem hann skar af, og stakk í vasann. Svo setti hann bitann á sinn stað,' og breiddi yfir rúmið. „Ekki lízt þér vel á hann í dag, það sé ég á tóbaksögninni“, sagði ég og skaut mér niður af loftskákinni. Þegar út úr búðinni kom, litu allir til lofts, svo sem venja er til. Loft var heiðskýrt að öðru leyti en því að dimmt ský var yfir Patreksfjarð- arbotninum norðanverðum, en hár og fjarlægur þokubakki til hafsins, logn og sjólaust að heita mátti. Árni var fyrstur að bátnum, og stakk í negl- unni og leit yfir bátinn, hvort allt væri með. Við Guðjón lögðum hvalbeinshlemm fyrir aftan bát- inn, með um meters millibili, svo skvettum við á þá sjó, við það urðu þeir sleipir. Svo röðuðum við okkur á bátinn og felldum skorður undan. Tveir bökuðu aftan, einn studdi miðskips og einn ýtti að framan. Háflóð var, því stutt að setja. En báturinn rann heldur treglega til sjávar að þessu sinni, svo það kostaði okkur allmikið erfiði. Siggi hafði orð á því, að báturinn myndi hræð- ast draumdísir mínar. Ég kvað trúlegt, að bæði bátur og menn mundu fá nóg af þeim, áður en við kæmum hér í vörina aftur, eftir ljóðinu er þær vildu syngja. Loks flaut þó báturinn og við stukkum uppí og ýttum frá landi. Árni renndi fyrir stýrinu, tók sveifina og stakk í stýris- augað. Svo settist hann á skutþóftuna og hafði sveifina undir hendinni, meðan hann náði tóbaks- tölu úr vasa sínuo. Ég setti vélina í gang, sem var Okk „sóló“-vél, sem í þá daga þótti mikil og góð vél, sem gaf bátnum góða ferð. Er bátnum hafði verið snúið í stefnu út Patreksfjörð signdi formaður sig, tók ofan höfuðfatið, og við gerð- um slíkt hið sama. Er við aftur höfðum sett höf- uðfötin á sinn stað, og ég lokið við að smyrja vél- ina, færði ég mig aftur á þóftuna til Árna, Guð- jón og Sigurður í framskipinu og röbbuðu sam- an þar, en við Árni á skutþóftunni. Ég hafði setið þarna hjá honum á þóftunni flest útstímin síðast- liðin tvö vor og sumur, hlustað á sagnir frá hans löngu sjómannsævi, á flestum tegundum skipa, víðs vegar um Atlantshafið, allt norður í íshaf, við flestar tegundir fiskveiða, hvalveiði og sel- veiði og einnig fannennsku. Hér var því geysi mikinn fróðleik á að hlýða, enda þreyttist ég aldrei á að hlusta og spyrja, því Árni var ágætur sjómaður á hvaða farkosti sem var, auk þess frá- *_»bær stjórnari. Það hafði ég oft verið sjónarvott- ***ur að þann tíma, er ég hafði verið með honum. En óspart var þá leitað í rjólið og sælöðrið dreifði þá legi þess allvíða um andlitið. Þá var Árni í essinu sínu, en skipanir hans voru þá ekk- ert mömmuhjal. „Þarna eru þeir að fara frá Patreksfirði", segir Árni og spýtti í fallegum boga langt út fyrir borð- stokkinn. „Hverjir eru það?“ spyr ég“ „Jóhann Magnússon er fyrstur og Friðþjófur Þorsteins- son rétt á eftir honum. Þeir ætla sjálfsagt á Kolls- víkina“. Þessir tveir formenn voru í þá daga aflakóngar á Patreksfirði. Flestir bátar þar, sem voru margir, voru um 2—3 lestir að stærð. „Ætlar þú á Kollsvíkina ?“ spyr ég. „Ætli ég reyni ekki í „Flóanum“ fyrst, mig langar ekkert á víkina 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.