Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 15
Bryggjugerð á Gjögri Mér fannst það rétt að snúa mér til S.iómanna- blaðsins Víkings og fá prentaða þessa grein varð- andi bryggjusmíði á Gjögri, síðastliðið sumar. Sennilega hefði það verið skyldara einhverjum öðrum, að rita um þetta mál, en það hefur alltaf ríkt hér í sveit, að hvað sem mörg glappaskotin hafa verið gerð af forustumönnum hreppsins, þá hefur almenningur aldrei mátt um það tala eða rita. Allt hefur orðið að fara eins hljótt og leynt, eins og hægt hefur verið, en með þessari grein, sem er líklega sú fyrsta um umkvartanir ráða- manna í sveitinni, sem kemur út fyrir almenn- ing, ætla ég mér að leyfa mér að brjóta þann fornaldarskap manna hér á bak aftur og láta þessa litlu grein úr Árneshreppi sjá dagsljós sitt, með því að ég ætla að hafa það öðruvísi en aðrir, sem gera ekkert annað en tala um það sín á milli og baktala mannskapinn á Ijótan hátt. Heldur sendi ég áskorun í Sjómannablaðinu Víking á Guðjón Magnússon, sem var verkstjóri og yfir- smiður við bryggjugerðina á Gjögri frá því byrj- að var á henni, að svara mér nokkrum spurning- um á heiðarlegan hátt. Hér á Gjögri hefur það verið aðaláhugamál manna í fjöldamörg ár að fá bryggju, sem auð- vitað er sjálfsagður hlutur í öllum sjávarþorpum landsins, og fyrsta skilyrði til þess að geta sótt sjó er að bryggja sé á staðnum. En hér hefur ekki þekkst annað í ómuna tíð en að klungrast upp klappirnar eins og steinaldarmenn með fisk- inn í pokum á bakinu eða á einhvern aulalegan hátt. En sú steinaldarvinna var loks brotin á bak aftur á síðastliðnu sumri. • Það var eitthvað um miðjan september síðast- liðinn að hinn langþráði bryggjustubbur fram á svokallaðan Brandsvíkurklett var talinn fullgerð- ur. Auðvitað ríkti gleði og ánægja meðal þorps- búa. Ánægðir köstuðu menn fiskinum upp úr bátum sínum á bryggjuna, óku honum svo í mót- tökuhúsið. Þetta var nú allt gott og blessað, og ég viðurkenni að þetta eru mikil þægindi, sem áttu að vera löngu komin, en nú vík ég að spurn- ingunum. Hvernig er nú gengið frá þessari bryggju? Er ekki allt í lagi með hana? Ég sæki raunar ekki mikið sjó, en þó býst ég við að ég sé búinn að leggja oftar upp að bryggjunni á mínum bát, heldur en Guðjón Magnússon á sín- um, sem auðvitað hefur allt öðru að sinna en stunda róðra, eins og við slæpingjarnir. En hvað sem því líður, þá tel ég bryggjuna, sem Guðjón Magnússon var verkstjóri og yfirsmiður að, eitt með hans mestu glappaskotum, sem hann hefur gret í Árneshreppi. En nú spyrja menn, er ekki bryggjan nógu bein? Og er hún ekki nógu slétt? Jú, hún er það, hún er hvorttveggja. En spurn- ingin er, hvað gerði verkstjórinn við allt sprengi- efnið? Er það í raun og veru satt, sem ég hef heyrt, að hann hafi sent sprengiefnið suður aftur án þess að láta sprengja klettana að utanverðu og klappirnar að innanverðu? Nú svarar þú, hátt- virti verkstjóri. En ég segi, að stórhættulegt sé að leggja að bryggjunni í súg eða ef einhver áhlaðandi er, hvað þá heldur á hálfföllnu. Vegna þess að það eru klettar að utanverðu við bryggj- una, en klappir að innanverðu. Hvar þekkist það að ganga frá steinbryggju, eins og hér hefur verið gert? Hver hefur gagn af slíkri bryggju? Því hefur verið fleygt, að Guðjón Magnússon hafi sagt það, að hann hafi ekki mátt vera að því, að láta sprengja þessar klappir, vegna þess að byrjað hafi verið svo seint á bryggjunni í sumar, heldur muni hann hafa í huga að sprengja klappirnar að innanverðu við tækifæri. Ég spyr enn, hverjum var það að kenna, að byrjað var svo seint á bryggjunni? Var það ekki skylda odd- vitanna í hreppnum, og þar sem þeir voru nú tveir og Guðjón Magnússon er annar þeirra, að reka betur á eftir efninu en þeir gerðu. Er hitt svo heilbrigt, að sprengja klappirnar sem eru fast við bryggjuna, eftir að bryggjan er fullgerð? Álit mitt er, að Guðjón Magnússon hafi raun- verulega alls ekki verið starfinu vaxinn, sem yfirsmiður, og meðan bryggjan kemur ekki lengra fram en þetta, þá er ekkert afdrep við hana. Vonast ég til þess, að Guðjón Magnússon, sem hefur verið eins og áður er sagt verkstjóri og yfirsmiður og er einnig varaoddviti hreppsins, en það er mikil staða hér í hreppnum, geri grein fyrir máli sínu, og að hann svari mér í þessu blaði, þeim spurningum sem að framan greinir. Hann, með allar ritvélarnar og spekingsgáfuna, verður nú ekki lengi að svara því, en það er kannske ekki nóg að svara, það verður að styðj- ast við sannleikann. Hann lætur varla oft skora á sig, en þar sem þessi grein kemur í Sjómannablaðinu Víking, en ekki í Tímanum, vænti ég þess, að bæði ég og aðrir, sem fáum blaðið, láni Guðjóni Magnús- syni það til yfirlits. Og að endingu þetta: Við, sem erum réttlát í dómum, fögnum því að bryggjan er komin, en við hryggjumst líka yfir því, hvernig frá henni er gepgið. Það verður að gæta ýtrustu varúðar við bryggjuna, ef ekki á illa að fara og ef ein- hver súgur er. Menn hafa heldur lent í vörum sínum, en við bryggjuna, nema þegar bezt hefur verið og blíðast. Læt ég hér staðar numið og von- ast til þess að við fáum góðar og glöggar upp- lýsingar frá vara-oddvitanum á Kjörvogi í Árnes- hreppi. A. J. 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.