Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 30
INNLENDAR
Sölusamband
íslenzkra
fiskframleiSenda
var stofnaö í júlímánuði 1932, með
frjálsum samtökum fiskframleiðenda
hér á landi. — Sambandið er stofn-
að til þess að reyna að ná eðlilegu
verði á útfluttan fisk landsmanna
að svo miklu leyti, sem kaupgeta
í neyzlulöndum leyfir.
Skrifstofa Sölusambandsins
er í Hafnarhúsinu
Símnefni: Fisksölunefndin.
Símar 1480 (7 línur).
Búnaðarbanki íslands
Austurstræti 5 — Reykjavík.
Sími 81200 — Útibú á Akureyri.
Bankinn er sjálfstæð stofnun
unðir sérstakri stjórn,
og er eign ríkisins.
*
Trygging fyrir innstæðu
er ábyrgð ríkisins,
auk eigna bankans sjálfs.
Fylgist með efnahagsmálunum.
Leslð
FJÁRMÁLATÍÐINDI
Greinar um:
Landbúnað, Útgerð, Iðnað,
Verzlun, Samgöngur,
Byggingar, Atvinnumál,
Verðlag, Fjármál.
Aðeins 25 kr. á ári.
LANDSBANKI ÍSLANDS
1/12. Vélbáturinn Skúli fógeti, RE
316, sökk vestur af Akranesi, en fyrir
einstakt snarræði skipshafnar og skip-
stjóra Auðbjargar frá Reykjavík tókst
að bjarga áhöfninni, sem voru þrír
menn. — Námskeið í meðferð og verk-
un fisks haldið í Reykjavík, og er þetta
níunda námskeiðið, sem haldið er á
vegum sjávarútvegsmclaráðuneytisins.
Um fjörutíu manns sóttu námskeiðið.
— Togarinn Venus, sem legið hefur við
festar í Hafnarfirði, slitnaði upp af
legunni og rak á land í krika norðan
hafnargarðsins, mun hann vera ger-
ónýtur.
•
5/12. Akranesbáturinn v.b. Keilir
fékk um 700 tunnur síldar í netin, en
á leið til lands munaði minnstu að
báturinn færist, og varð að ryðja
nokkru af aflanum út. Ekki er vitað
til að nokkur bátur fyrr eða síðar
hafi fengið þvílíkan afla í reknet.
•
6/12. Mjög góður síldarafli hefur
verið í Grindavikursjó undanfarið, og
á öllum helztu vertiðarstöðunum á
Suðurnesjum var unnið stanzlaust að
söltun og frystingu.
•
8/12. Freðfiskframleiðslan fyrstu 10
mánuði ársins reyndist vera 45.263
smálestir. Auk þess voru frystar um
1135 smálestir af hrognum og nokkuð
af humar og rækjum.
•
10/12. Stærsta skip flotans, Hamra-
fell, væntanlegt til Reykjavíkur. Skip-
ið flytur um 15.000 lestir af benzíni
og gasolíu frá Svartahafshöfnum. —
Raunverulegt verðmæti skipaflotans
hefur aukizt um 350 hundraði síðast-
liðinn áratug.
•
15/12. Frá áramótum til nóvember-
Ioka var heildarfiskaflinn á öllu land-
inu 428.491 smálestir, þar af síld 96.167
smálestir, en á sama tíma í fyrra var
heildaraflinn 391.732 smálestir.
•
18/12. Búið er að selja mótorskipið
Eldborg, sem ýmist hefur verið síld-
veiðiskip eða flóabátur í förum milli
Reykjavíkur, Akraness og Borgarness,
til Noregs, en þaðan var skipið keypt
fyrir 24 árum.
•
27/12. Á þessu ári hafa íslenzkir
togarar farið alls 96 söluferðir til
Bretlands, Vestur-Þýzkalands og Aust-
ur-Þýzkalands, og hefur ísfisksala tog-
aranna alls numið rúmlega 36,5 millj.
króna.
•
3/1. Á þriðja hundrað bátar á ver-
tíð frá Vestmannaeyjum og Faxaflóa-
stöðvum. Hefst vetrarvertíð nú með
allra fyrsta móti. — Togarinn Goða-
nes strandar við Færeyjar. Skipstjór-
inn á togaranum í þessari ferð hans,
Pftur Hafsteinn Sigurðsson, drukkn-
aði.
•
5/1. Báturinn Sæborg sigldi á liafn-
argarðinn í Ifeflavík og stórskemmd-
ist. Báturinn, sem var að koma úr
róðri, ætlaði að beygja inn í höfnina,
en náði ekki beygjunni og lenti á
hafnargarðinum.
•
8/1. Togarinn ísólfur frá Seyðis-
fifrði „brýzt út“ úr höfn í Skálafirði í
Færeyjum, en Fiskimannafélagið þar
lét leggja hald á skipsskjölin vegna
skuldar útgerðarinnar á Seyðisfirði.
•
10/1. Togarinn Akureyi seldi í Hull
í Englandi 3.349 kitt fyrir 18.761 pund
eða 844.245 kr. íslenzkar. Er þetta met-
sala í Englandi síðan í stríðinu. —
Það slys vildi til á vélbátnum Maí frá
Vestmannaeyjum, að 30 ára gamall sjó-
maður, Halldór Ágústsson, féll fyrir
borð og drukknaði. — Vélbáturinn
Hagbarður frá Húsavík gerði í vetur
ýtarlega og merka tilraun með þorsk-
veiðar fyrir Norðausturlandi. — Á
þessari vertíð verða í fyrsta sinn not-
aðar nýjar vélar við fiskverkun. Eru
það þýzkar fiskflökunarvélar, sem gef-
ist hafa mjög vel, og sem líklegt þykir
að eigi eftir að gefast vel hér á landi.
30