Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 3
og flestir munu trúa á sannleiks-
gildi þess.
En sjómennirnir sem heild
hafa enn ekki gert sér grein
fyrir því, að samvinna er stærsta
menningarmál nútímans. Þeir
hafa hingað til að mestu látið
reka á reiðanum um svo mörg
hagsmuna- og menningarmál sín,
en ekki borið hönd fyrir höfuð
sér, ekki reynt að hjálpa sér
sjálfir. Þess vegna hafa formæl-
endur þeirra í blöðum og bók-
um, á þingum og mannfundum,.
orðið færri en skyldi. Hversu
ofarlega er það ekki í almenn-
ingsálitinu, að sjómennirnir —
„já, þeir eru nú bara sjómenn,"
og svo aka menn sér og yppta
öxlum. Næstum því eins og
setningin hafi framkallað ein-
hverja andlega óværð. En hér er
tregðan og vanans haft að verki.
Sjómannastéttina vantar ein-
hvern Eggert Ólafsson, einhvern
Torfa Bjarnason til þess að
sanna þeim, að þeir eru í einu
og öllu eins góðir borgarar og
þeir, sem meira láta á sér bera.
Þeirri lítilsvirðingu,, sem því
hefur fylgt, að vera „bara sjó-
maður,“ þarf að sópa burt úr
almenningsálitinu. Það þarf að
hefja álit sjómannsins í þjóðfé-
laginu á það stig, sem honum er
samboðið. Það menntunarleysis-
og siðleysisorð, sem annarra
þjóða sjómönnum fylgir, á sér
engan stað um sjómennina ís-
lenzku. Þeir standa þar áreiðan-
lega skör framar. En sjómenn-
irnir verða að hjálpa sér sjálfir
í þessu efni sem öðrum. Þeir
verða með svörtu og hvítu að
sanna, að þeir séu ekki neinir
eftirbátar, og þurfi engir tagl-
hnýtingar að vera annarra stétta
í menningarlegum skilningi.
Blöðin eru hið virkasta hjálp-
artæki,. sem hægt er að beita í
hagsmuna- og menningarbarátt-
unni, enda telja allar stéttir sér
hag í því, að halda úti blöðum
eins stórum og mörgum og efna-
hagur frekast leyfir.
Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands hóf tilraun í
þessa átt árið sem leið með út-
VÍKINGUR
gáfu Víkings. Það byrjaði með
tvær hendur tómar. Trú for-
göngumannanna á getu og sam-
takavilja sjómannanna, og svo
áhuginn fyrir því, að vinna þeim
gagn, var eina veganestið, sem
lagt var upp með.
Mér er kunnugt um, að þeir
hafa á engan hátt orðiðfyrirvon-
brigðum. Sönnun er þegar feng-
in fyrir því,, að verkefni er ærið
nóg fyrir blaðið. Á rúmu hálfu
ári er komin í gang allmikil
starfsemi í kring um það. Því
hefur verið vel tekið. Yfirleitt
ekki annað að því fundið en að
það væri of lítið. Það þyrfti að
skrifa miklu meira og ákveðn-
ara um áhugamál sjómanna. —
Þetta er forgöngumönnum einn-
ig Ijóst. En „mjó'r er mikils vís-
ir.“ — Blaðið hefur á þessum
stutta tíma fengið fleiri áskrif-
endur en gert var ráð fyrir,
Auglýsendur hafa og tekið því
mæta vel og með því sýnt hug
sinn til sjómannastéttarinnar, og
nokkrir mætir menn í öðrum
stéttum hafa sent því greinar.
En við megum ekki gera okkur
ánægða með lítið. Blaðið þarf að
stækka. Það þarf að auka það og
vanda á allan hátt. Það þarf að
verða hrópandans rödd, ekki í
eyðimörkinni, heldur af hafinu,
rödd, sem allir landsmenn vilja
hlusta á og veita athygli.“
Við lestur þessara orða er rétt
að spyrja: „höfum við gengið til
góðs götuna fram eftir veg?“
Vissulega hefur margt áunn-
ist og stór mál þokast í höfn.
Blaðið stendur með blóma í 6000
mánaðarlegum eintökum, en
betur má ef duga skal.
Meiri fórnfýsi, meiri góð-
vilja og dugnað vantar frá
mönnum í samtökum okkar og
umfram allt fleiri menn til að
skrifa í blaðið.
Á þessu aldarfjórðungs afmæli
þakka ég öllum, nefni ekki nöfn,
bæði lífs og liðnum, sem lagt
hafa sig fram um að styðja
blaðið. Auglýsendum allra tíma
færi ég þakklæti fyrir viðskipti
og velvilja, en án þeirra yrði
illmögulegt að gefa út ritið.
Kveðju og þakkir sendi ég öll-
um umboðsmönnum Víkingsins
víðsvegar um landið.
Setjurum, prenturum og bók-
bandsfólki ísafoldarprentsmiðju,
sem annazt hafa búning blaðsins
þennan aldarfjórðung,, eru færð-
ar þakkir fyrir störf þess og
gott samstarf.
Og ekki hvað sízt þakka ég
hinum mörgu góðu lesendum
blaðsins, sem sýnt hafa okkur
mikla þolinmæði í blíðu og
stríðu.
Vona ég að okkur megi á-
fram auðnast að halda blaðinu
úti um mörg ókomin ár, efla það
að vöxtum og efni — sjómanna-
stéttinni til gagns og sóma.
Gleðileg jól!
*
„VitiS þér nokkuö um heimspeki,"
sjmröi prófessorinn ferjumann, sem
var að flytja hann yfir fljót.
„Nei, liana hefi ég aldrei heyrt
nefnda,“ svaraði ferjmnaðurinn. Þá
hafið þér glatað einum fjóröa hluta
ævinnar. — En vitið þér nokkuS í
guðfræði?
„Ósköp lítið fram yfir faðirvorið."
„Þá liafið þér glatað hálfri ævinni,“
sagði prófessorinn. — Vitið þér nokk-
uð um stjömufræði?
„Hreint ekkert.“
„Þá hafið þér glataö þrem fjórðu
af ævi yðar.“ — Vitið þér nokkuö
um ....... í þessu steitti báturinn á
kletti og hvolfdi.
„Kunniö þér nokkuð að synda, pró-
fessor góður,“ spurði ferjumaðurinn,
þar sem þeir héngu á kili fleytunnar.
„Nei,“ svaraði prófessorinn dræmt.
„Þá haíið þér glatað lífinu, —
nema að ég syndi með yður í land.
— Og það gerði hann.
-x
Forstjórinn hlýtur að vera oröinn
kalkaður. Þarna hefir hann setið með
heyrnartólið í hendinni í heilar 20
mínútur án þess að segja eitt orö.
Þetta er ekki kölkun, — það er
konan hans.
217