Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 4
Hallgr. Jónsson: HORFUM FRAM ÁVIÐ Þegar þú, kæri Víkingur byrj- ar 26. árið, er ekki úr vegi að senda þér kveðju og ávarpa þig nokkrum orðum í svona tilefni af tuttugu og fimm ára afmæl- inu. Er þá fyrst að ég tel mig mæla fyrir munn mai'gra sjó- manna, ungra sem gamalla,. er ég óska þér langra lífdaga, og vona að allt megi ganga þér í haginn á ókomnum árum. „Allt verður að eiga vaxtar- ár.“ Það má Sjómannablaðið Víkingur sanna. Bæði mér og öðrum, sem áttu hlut í tilveru hans, finnst hann enn ekki vax- inn upp úr stuttbuxunum sínum. Við gerðum okkur von um hrað- ari vöxt og viðgang, meiri á- hrif á málefni sjómanna al- mennt, og meiri samvinnu til aukinnar menningar. Ég hika ekki við að fullyrða að F.F.S.Í. er byggt upp og stutt af táp- mesta starfshóp þjóðarinnar, yf- irmönnum ísl. skipaflotans, yfir- leitt vel megandi fólki. — Það mátti því til nokkurs ætlast,. þó að blaðaskrif séu ef til vill ekki mjög sterkur þáttur í fari sjó- manna, þá eru þó nokkrir í þeirra hópi vel pennafærir. Mér skilst að það sé í raun- inni fátæktin ein, sem veldur því, hvað Víkingur er enn mjó- sleginn og þunnur í roðinu. — Mörgum, sem lengi hafa starfað í samtökum sjómanna, mun það heldur ekki alveg sársaukalaust, hve starfandi sjómönnum er ó- sýnt um að víkja honum lítil- ræði, sem mætti verða honum til þroska, þó ekki væri nema á- skriftargjaldi, sem þó er engin fórn, því margar læsilegar grein- ar hefir hann flutt og sögulega séð er hann verðmætt blað, sem heldur gildi sínu. Mér er tjáð að Víkingur eigi all stóran lesenda- hóp uppi um sveitir, og sýnir það, að þar er fólk, sem kann að meta hann að þessu leyti. En þrátt fyrir allt, hefir Víkingur vissulega komið ýmsu til leiðar. Til samtakanna um stofnun F.F.S.Í. og útgáfu Víkings, má rekja stofnun Sjómannadagsins, sem er orðinn vinsæll hátíðisdag- ur í þéttbýlinu við sjávarsíðuna um land allt. Á hans vegum vinn- ur fjöldi áhugasamra manna að málefnum, sem sjómenn varða, safna fé til framdráttar góðum málefnum o.fl. Þá má nefna hið myndarlega átak ríkisstjórnarinnar um bygg- ingu Sjómannaskólans í Reykja- vík. Þar voru áhrif sjómanna- samtakanna að verki til hvatn- ingar og ráðuneytis. Því miður hafa ekki orðið þær nytjar af því framtaki, sem efni stóðu til. Til dæmis hefir matreiðslu- kennslunni verið beint inn á aðr- ar brautir en til var ætlast. For- göngumenn þessara mála ætluð- ust einnig til að öll vélfræði- kennsla í höfuðborginni yrði staðsett í þessum miklu húsa- kynnum, þar yrði olnbogarúm fyrir hana næstu árin, og jafn- framt sparnaðarráðstöfun. Þessu hefir enn ekki verið komið í verk, er það til baga fyrir út- Hallgr. Jónsson. veginn með því að samfellt kennslukerfi hefir ekki komist á, af því að tvö fyrirtæki annast kennsluna. Af þessu hefir leitt misskilning og allskonar óráðsíu. Hér hefir sjómannasamtökin skort samheldni og festu til þess að fá þessum málum ráðstafað á sem beztan máta, fyrir þá, sem hlut eiga að máli. — Er kominn tími til að þessi mál verði tekin fastari tökum og ráðstafað á þann veg, sem bezt hentar. Eitt glæsilegasta og vinsælasta fyrirtækið í borginni, Dvalar- heimili aldraðra sjómanna „Hrafnista," var byggt á vegum sjómannasamtakanna. Er heim- ilið og starfrækt á þeirra veg- um. Fjáröflun og framkvæmdir við fyrirtækið hefir verið mikið starf, og þó nokkuð af því unnið í sjálfboðavinnu. Sýnir það ofur vel, að eining og samvinna get- ur miklu góðu til vegar komið. Mun nú að því unnið að af þess- um „hring“ drjúpi margir jafn höfgir í byggðum landsins á komandi árum. Þá eru framá- menn Sjómannadagsins hér í Reykjavík og Hafnarfirði nú að kynna sér möguleika og gera til- raunir um, hvort tiltækilegt sé á vegum sömu stofnunar, að vinna á tilsvarandi hátt fyrir yngstu borgarana í þjóðfélaginu þ.e. koma upp og starfrækja sumardvalarheimili í sveit. Vit- að er að þetta er aðkallandi menningarmál, og vel hliðstætt VÍKINGUR 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.