Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 5
þeim, sem nefnd hafa verið hér
að framan. — Ég hefi drepið á
þetta hér af því að þetta eru allt
greinar á þeim meiði, sem Sjó-
mannablaðið Víkingur hefir hlúð
að með góðum árangri. — Sýnir
þetta að sjómannasamtökin geta
með samstilltum átökum — þeg-
ar við á, lyft Grettistökum á
hvaða sviði sem er, „vilji allt
sem þarf.“
Fólk er yfirleitt gleymið á
hlutina, og er því ekki úr vegi
að minna á að rétt eftir að Vík-
ingur hóf göngu sína, hófust þeir
atburðir, sem miðaldra ísl. sjó-
mönnum eru ekki úr minni liðn-
ir, þ.e. ófriðurinn á hafinu. Hafi
íslenzka þjóðin ekki vitað það áð-
ur, þá reyndi hún það næstu ár-
in, hve störf sjómanna, fámenn-
ustu stéttarinnár í landinu, eru
henni mikils virði. Þá var alvara
á ferðum, og oft svart í álinn.
Þeir alvörutímar virðast nú með
öllu gleymdir. Yfirborðsmennska
og óhóf er farið að verða nálega
taumlaust hér á ýmsum sviðum,
svo að vel má benda á stað-
reyndir nýliðinna tíma, sem auð-
veldlega geta endui’tekið sig í
einni eða annarri mynd. Það er
engin svartsýni eða afturhald í
því að mæla hófsemi. Viðeigandi
hófsemi er dyggð, en ærsl og ó-
hóf bjóða óláni heim.
Sjómenn mættu minnast þess,
að Víkingur studdi málstað
þeirra á stríðstímunum eftir
föngum. Hann vakti alþjóðax'at-
hygli á því, sem gerðist á haf-
inu, og er hann nokkuð gott
heimildarrit um störf sjómanna-
stéttarinnar þau árin, svo og yf-
irleitt síðan hann fór að koma
út. Um margt fleira hefir verið
rætt í dálkum Víkingsins síðast-
liðin tuttugu og fimm ár, en of
langt mál yrði að rifja það upp.
Af framansögðu er auðsættað
ganga Víkingsins meðal sjó-
manna og viðar, hefir ekki ver-
ið til einskis. En sjómannastétt-
inni ætti að vera það metnaðai’-
mál, að útgerð hans verði fram-
vegis með meiri glæsibrag en
hingað til. — Hlutverk hans er
margþætt og á alla þættina
VÍKINGUR
reynir nokkuð. Flestum er að
vísu mest í mun sá málflutning-
ur, sem snýst um kaupki-öfur og
hafa ekki áhuga fyrir öðru. En
hér er miklu fleira í efni. Við
því mátti alltaf búast að sjó-
menn yrðu þungir á bárunni ef
til ósættis kæmi um hlutaskipt-
in, en meiri hyggindi og reisn
gætu, að mínum dómi, verið í
málflutningi þeirra á stundum.
Sannleikurinn er sá, að staða og
áhrif einstaklinga og stétta í
þjóðfélaginu er ekki í öllu komin
undir hlutarstærð, heldur hinu,
hvei’nig honum er varið. Fiski-
mennirnir ísl. eru þeir beztu í
heimi, að sögn fróðra manna, og
verðmætin, sem þeir flytja að
landi verða eftir nokkra vinnslu
%o hlutar af útflutningsverð-
mætum landsmaixna, auk þess
fiskifangs, sem landsfólkið neyt-
ir sjálft, sem er að líkindum
þriðja eða fjói’ða hver máltíð.
En áhi'if sjómannanna um ráð-
stöfun þessara verðmæta er
sennilega í öfugu hlutfalli við
magnið, og vafasamt hvort slík
verkaskipting sé ákjósanleg.
Það er vitað að sjómannastétt-
in er di'eifð og sundruð 1 skoð-
unum um landsmál, sem svo eru
kölluð, þess vegna fá tillögur
þeirra oftast lítinn hiljómgrunn
á hærri stöðum, aðhald atkvæð-
anna fylgir sjaldnast með. Þetta
vita líka þeir góðu menn þar
uppi. En sjómannastéttin þarf
að gera sér ljóst að þegar ryðja
þarf úr vegi úi’eltum venjum og
skapa nýjar og betri, þá fellur
eikin sjaldnast við fyrsta högg,
það þarf mörg til. Eflum Víking
til þess að fylgja fram málefn-
um sjómaxxnastéttarinnar um
aukna menningu og betri sam-
viixnu. Með samvinnu og góðum
vilja má flytja fjöll.
Hallgr. J.
*
— Það er dýrt að auglýsa.
— Hvað hefur þú að auglýsa?
— Ekkert, en konan mín les auglýs-
ingarnar.
RADIO-
bilanabókin
í samrœmi við nvitíma kröfur um
radiotækjabúnað í skipum, fjölbreyni
Jxún-a og notagildi, ])<á eru einnig
gerðar kröfur um að þau séu ætíð í
sem beztu lagi. Það er því mjög áríð-
andi að hægt sé að lialda tækjunum í
þessu ástandi, þar sem þau eru í notk-
un, — þ.e.a.s. úti á sjó. Þar sem loft-
skeytamenn eru um borð, þá fcllur
])að víðast livar í þeirra verkahring
að inna af liendi þessa þjónustu, enda
miðast menntun og skólaganga verð-
andi loftskeytamanna ekki aðeins að
])ví, að þeir starfræki sendi og mót-
tökutæki skipsins, heldur einnig að
þeir verði liæfir til þess að annast við-
hald og viðgerðir á þessum og öðrum
electroniskum tækjum skipsins - bæði
á stjómpalli og í loftskeytaklefa. Og
enn þarf að auka þessa fræðslu, því
að nútíma kröfur beinast í þá átt.
— Danska loftskeytamannafélagið
(RADIOTELEGRAFISTFOR-
ENINGEN AF 1917) hefur verið vel
á verði og séð nauðsyn þess að með-
limir þess séu ætíð sem bezt undir það
búnir að leysa störf sín vel af hendi,
m.a. með fræðslu um nýjungar í fag-
inu, tæknileg atriði útskýrð og spurn-
ingum svarað í mánaðarriti félagsins,
RADIOTELEGRAFEN. Einnig hefur
félagið staðið fyrir stuttum námskeið-
um um verklega þjálfun í viðhaldi og
viðgerðum radiotækja og upprifjun á
námsefnum fyrir meðlimi sína.
í liaust gaf félagið út bók, sem ber
nafnið „METODISK FEJLFINDING
I MODTAGERE OG SENDERE."
Eins og nafnið ber með mér, þá fjall-
ar hún um kerfisbundna leit að bilun-
um í sendum og viðtækjum, auk þess
sem fjallað er um liyggingu og við-
hald slíkra tækja og hagnýta notkun
nlgengustu mælitækja.
Bókin er rúmlega 100 lesmálssíður
auk 68 blaðsíðna með teikningum. Húii
verður til sýnis og sölu í afgreiðslu
YÍKINGSINS, en einnig má panta
hana í símum 16201 og 23198.
Þá má einnig geta þess, að danska
loftskeytamannafélagið er um þessar
mundir að gofa út bréfaskóla um
radartæki. í bréfaskólanum eru 20
bréf, sem alls eru yfir 300 bls., og á
þessu bréfa-námskeiði að ljúka með
2ja vvikna verklegri kennslu í Kaup-
mannahöfn.
Kr. Júl.
219