Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 6
KARL R. EKLUND: Suðurskautsskúmurmn Grímur Þorkelsson íslenzkaði Hinn stóri skúmur á Suður- skautslandinu hefur sézt nær Suðurskautinu en nokk- ur önnur skepna jarðar að manninum einum undan- skildum. Hann lifir meðal annars á því að ræna eggjum og ungum hinna geðþekku mörgæsa og er haldinn þeim leiða sið að drita ofan á landkönnuði. Þetta hvort- tveggja hefur gert hann ó- vinsælan. Skúmurinn á Suðurskauts- landinu hefur valið sér óvenju- leg heimkynni, enda líkamsbygg- ing hans og lifnaðarhættir líka óvenjulegir. Hann er risi í ríki fuglanna. Vængjahaf hans er um fjögur og hálft fet. Hann er oft nefndur Örn hinna suðlægu slóða. Hann ver hreiður sitt af meiri djörfung og grimmd en flestir aðrir fuglar. Hann heid- ur tryggð við sama makann ár eftir ár og verpir, ungar út og elur unga sína upp, þar sem loftslag er kaldast á jörðinni. Nafnið ,,Skua“ (Skúmur) er dregið af forn-norræna orðinu „skúfa,“ sem þýðir að ýta til hliðar. Einhver fyrsta lýsing, sem til er af Suðurskautsskúmnum er eft- ir Herbert G. Pointing, sem var ljósmyndari í hinum örlaga- þungna leiðangri Roberts Falk- ons. Scotts 1911 og 1912. Þeir sáu skúm í aðeins 160 mílna fjarlægð frá Pólnum. í bók sinni The great white south segir Pointing meðal annars um skúm- inn: „Þeir voru ákaflega hávaða- samir og deilugjarnir, en að ytra útliti er Skúm-máfurinn herra- maður og maki hans vel klædd hefðarfrú, en fyrir utan útlitið er ekkert fágað í fari þeirra, bæði eru þorparar og illfygli. Skúm- arnir eru haldnir þeim leiða sið að drita ofan á þá, sem gerast nærgöngulir. Skúmarnir nálguð- ust okkur venjulega á þann hátt að þeir komu fljúgandi á eftir okkur. — Árásirnar hnitmiðuðu þeir og tóku bæði tillit til fjar- lægðar og hraða, en hleyptu síð- an af viðbjóðslegum óþverra. Oftar en einu sinni fékk ég yfir mig þennan ófögnuð, samtímis varð loftið þrungið af illgirnis- legum skrækjandi hlátri að því er mér heyrðist. — Ég fékk tvö högg hvert á eftir öðru, annað á hnakkann hitt á hægra augað. Tvö högg fylgdu til viðbótar, annað þeirra rétt aftan við eyr- að og ég var næstum rok: _i um koll.“ Meðlimir franska leiðangurs- ins til Suðurskautslanda á árun- um 1948—1953 báru skúmnum jafnvel enn ver söguna. Eitt af mörgu ógeðfelldu í fari skúms- ins er að hann leggst á egg og unga Adéle-mörgæsarinnar, sem mönnum þykir sérstaklega töfr- andi fugl. Þetta hefur aukið ó- vinsældir skúmsins hjá könnuð- um Suðurskautslanda. Skúmurinn er í raun réttri ekki máfur, hann heyrir til kjó- unum (jaegers). Flestir fugla- fræðingar skipta skúmnum í tvær tegundir: Suðurskautsskúm (Catharacta maccormicki) og stóra skúm, sem hefur þrjár undirtegundir, norræni skúmur- inn á norðurhveíi jarðar, Chile- auski skúmurinn í Tempraða- belti Suður-Ameríku og brúni skúmurinn á jöðrum suður- skautssvæðisins. Suðurskautsskúmnum hefur verið lítill gaumur gefinn þar til nýlega. — Á jarðeðlisfræðiárinu varð hann tilefni hinna mestu alþjóða rannsókna, sem gerðar hafa verið á nokkrum fugli. — Vísindamenn frá Bandaríkjun- um, Bretlandseyjum Sovétríkj- unum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Argentínu, Chile, Frakklandi, Japan, Noregi og Belgíu tóku höndum saman við merkingar og rannsóknir á þessum suð- ræna ræningja. Merkingarnar byrjuðu sumarið 1955 og 1956 og að liðnu jarðeðlisfræðiárinu hefur rannsóknum og fugla- merking Bandaríkjanna á Suð- urskautslandinu verið haldið á- fram í náinni samvinnu við Fiska- og Dýralífsstofnunina (U. S. Fish and Wildlife service)', en vísindasjóður (National Science Foundation) hefur lagt fram fjárstyrk. Yfir 6000 Suður- skautsskúmar hafa verið merkt- ir til þessa, Auðvelt er að ná þessum skúmi í handnet þrátt fyrir árásar- hneigð hans eða jafnvel fremur vegna hennar. Tekizt hefur að handsama heila hópa á þann hátt og kasta yfir þá neti, þegar þeir sátu á jörðinni og voru að taka til sín fæðu. Einnig er hægt að ná fuglinum í snöru, sem fest er við stöng. Hver fugl er merktur með tölusettri málmræmu og plast- ræmu í ákveðnum lit, sem gefur til kynna stöðina og um leið svæðið, sem fuglinn var merktur á. Þessu til viðbótar eru sumir skúmarnir auðkenndir með málningu, til þess að hægara sé að fylgjast með ferðum þeirra. VÍKINGUR 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.