Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 9
F j * Skúmsungi og skúmsegg einnig á ljós- mynd eftir Penney. Hreiður skúmsins er aðeins dæld milli smá steina. Ung- inn er dökkgrár og því erfitt að koma auga á hann úr fjarlægð. gjörðu það að verkum, að skúmaveiðar í handnet urðu uppáhalds íþrótt á Suðurskauts- landinu. Sjálfur handsamaði ég mörg hundruð fugla á þennan hátt. Merkingar á skúmum sýndu, að ungskúmar kunnu að dreifast til ýmissa sumarstöðva frá ári til árs. En þegar þeir fara að auka kyn sitt um fimm ára gamlir að því er virðist, hafa þeir tilhneygingu til að halda aftur til fæðingarstöðva sinna. Þegar ungskúmar hafa gert sér hreiður á ákveðnum stað, er full- víst talið, að þeir komi þangað og verpi ár eftir ár. — Af 277 skúmum, sem merktir voru 1956-1957 í nágrenni við Wilke- stöðina, kom meira en helming- ur þeirra þangað aftur næsta ár. Þótt skúmshjón haldi sitt í hvora áttina, þegar vetur gengur í garð, þá hittast þau venjulega aftur til að auka kyn sitt. — Hjónaband Suðurskautsskúma varir ævilangt, að því er virðist, ef annar aðilinn deyr, tekur sá, sem eftir lifir sér annan maka. Af 19 hjónum, sem merkt voru 1956—1957 og sérstaklega auð- kennd sem hjón, komu 14 aftur til Wilkesstöðvarinnar og tóku saman á ný næsta ár, 4 hjón komu alls ekki, um ein hjónanna er það að segja, að annar fugl- inn kom með nýjum maka, hinn fyrri hefur sennilega ekki lifað veturinn af. Þetta sýnir mikla tryggð í ríki dýranna. VÍKINGUR Til þess að kanna ratvísi Suðurskautsskúmanna tók ég annan fuglinn af tveim, sem áttu hreiður saman, flutti ég hann 51 mílu burt frá hreiðrinu og sleppti honum lausum á 4.200 feta hásléttu á hinu snævi þakta meginlandi. Fuglinn var kominn í hreiður sitt eftir 48 klukku- tíma. Suðurskautssumarið 1962 starfaði Robert Wood lífeðlis- fræðingur við Crozierhöfða á Rosseyju nálægt McMurodsundi. Þá gjörði hann tilraun, sem leiddi í ljós enn eftirtektarverð- ari ratvísi skúma. Hann tóksex skúma úr jafnmörgum hreiðrum. Þeir voru fluttir í flugvél til Suðurskautsins um 825 mílna veg og sleppt lausum í 9200 feta hæð yfir sjávarmál. Vegna þess hversu hæðin var mikil yfir sjávarmál, virtust fuglarnir eiga erfitt með að ná sér upp fráyf- irborði jarðar. En innan 10 daga var einn fuglinn kominn í hreiður sitt hjá Crozierhöfða. Það einstæða við þetta afrek er, að engin kennileiti voru mörg hundruð mílna leið frá staðnum, sem fuglinum var sleppt á, og á Suðurskautinu eru allar áttir í norður. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni, sem ratvísi fugla var prófuð á heimsskauti. Með ýmsum aðferðum tókst Skúmur steypir sér niður til að hremma unga Adélie-mörgæsar. Ljósmyndina tók Richard L. Penuey frá Johns Hopkins- háskóla. Heilbrigður ungi getur varizt einum skúm. okkur að gera okkur nokkurn- veginn grein fyrir tölu Suður- skautsskúmanna og Adéle-mör- gæsanna á aðseturshæfum stöð- um Suðurskautslandsins. — Á Vindmillueyja-svæðinu virtist heildartala skúma vera 2300 og tala mörgæsa við varp 155.000 Á Hallethöfða, þar sem Banda- ríkin og Nýja-Sjáland höfðu sett upp sameiginlegar stöðvar, virt- ist tala mörgæsa á 22 hektara svæði vera 215.000, og um það bil einn skúmur á móti 360 full- orðnum mörgæsum. Skúmar, sem merktir hafa verið frá því á ár- inu 1957, hafa fáir verið endurheimtir á öðrum svæðum en þeim, sem þeir voru merktir á. Þetta bendir til þess, að fugl- arnir haldi aftur til sömu varpstöðva ár eftir ár. Tala fugla, sem merktir hafa verið í Wilkesstöð- inni, en endurheimtir annarsstaðar, er skráð £ ferhyrningi. Tala merktra fugla í Hallet er sýnd í þríhyrningi og Litlu- Ameríku í hring. Talan í reitnum er fuglafjöldinn sem endurheimtur hefur verið á staðnum; dæmi: 4 skúmar merktir í Wil- kesstöðinni hafa fundizt við McMurdo. Nöfn hinna þriggja merkingastöðva eru litprentuð. 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.