Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 12
Nikulás Kr. Jónsson.
Ég ætla að byrja á því hvað
krakkanna í Reykjavík snerti.
Þeirra leikvangur var yfirleitt
fjaran hvar svo sem þeir áttu
heima í bænum, að minnsta kosti
strákanna. Þeirra aðalskemmtun
var að stunda veiðiskap af
klöppunum. Aflinn var að mestu
leyti smáufsi. — Við hausuðum
hann og flöttum aðallega til
hei-zlu, og voru hinir eldri fúsir
til að kenna okkur fyrstu hand-
tökin við aðgerðina, og var þetta
byrjunin hjá mörgum á sjó-
vinnunni.
Á þessum árum var sjór mik-
ið stundaður á árabátum bæði
til þorsk- og hrognkelsaveiða, og
voru lendingarstaðirnir eða var-
irnar, eins og það var kallað, á
strandlengjunni innan frá
Byggðarenda og vestur að Lág-
holti. Það var því nóg athafna-
svæðið bæði hjá Austan og Vest-
anbæingum. — Það voru margir
strákanna, sem áttu feður sína
eða skyldmenni á bátunum, og
voru því venjulega til taks þeg-
ar þeir lentu, bæði til að sjá afl-
ann og svo til að hjálpa til und-
ir eins og kraftar leyfðu.
Við vorum látnir ná í hlunn-
ana og leggja þá fyrir framan
bátana með hæfilegu millibili,
því á þeim voru þeir látnir
renna eða settir þegar bátarnir
voru komnir upp fyrir flóðfar,
eða það hæsta, sem sjór fór á
háflæði. Voru hlunnarnir notað-
ir til að skorða bátana með,
þannig að þeim veitti aðeins til
hafsins, og var það kallað að
láta þá hallast í veiðina.
Þegar búið var að ganga frá
bátunum, var farið að hugsa um
aðgerðina. Við strákarnir látnir
sækja sjó í bala til að þvo fisk-
inn upp úr, þegar búið var að
fletja hann. Næsta skrefið hjá
okkur var að hausa, og varð það
að gerast rétt og vel. Þetta var
Nikulás Kr. Jónsson:
gert með venjulegum flatnings-
hnífum og framkvæmt á þann
hátt, að hálsinn á fiskinum var
lagður á balabrún eða þar til
gerðan búkka, síðan skorið á
kverkina og beggja vegnakjálka
og vætubeins, svo var ýtt á bol-
inn og fylgdi þá roðið af kollin-
um með. Þannig vildu gömlu
mennirnir hafa það. Þeir byrj-
uðu svo að fletja og fleygðu fisk-
inum í balann, en við strákarnir
að þvo fiskinn upp, áður en
hann var saltaður. Það var sama
dedúið við það. Við urðum að
marg dífa fiskinum í sjóinn, og
kreista hvern blóðdropa úrdálk-
inum, en svo var sá hluti
hryggjarins kallaður, sem eftir
var í fiskinum, þegar búið var
að fletja hann.
Næsta skrefið var svo að læra
að fletja. Það er lögð rík áherzla
á, að öll hnífsbrögð væru rétt og
hnitmiðuð. Hryggurinn tekinn
sundur á réttum stað og hæfi-
lega sniðskorinn, svo ekki yrði
svokallaður blóðdálkur. Þetta var
allt miðað við að fiskurinn yrði
sem fallegastur, þegar búið var
að salta hann og vaska, eins og
það var kallað, og síðan þurrka
hann á stakkstæðum við sól, og
eftir gæðunum fór verðið, þegar
lagt var inn í verzlunina. Þarna
var stórum áfanga náð í sjó-
vinnunni, og lýk ég hér öðru
prófinu.
Á þessum árum var oft lítið
að gera hjá sjómönnum eftir að
róðrar hættu á haustin, annað
en að hugsa um veiðarfærin,
standsetja þau, sem hægt var að
nota aftur, og setja upp ný, bæði
lóðir og net og búa út allt, sem
því tilheyrði.
Þarna kom nýr lærdómur til
sögunnar, sem okkur strákunum
var haldið vel að með barna-
skólanáminu. Byrjunin var að
láta okkur rekja í náiarnar fyr-
ir þá fullorðnu þegar þeir voru
að bæta net eða hnýta nýjar
grásleppu- eða þorskanetaslöng-
ur. Það leið þó ekki á löngu þar
til fitjað var upp net til að
hnýta upp á eigin spýtur. Þegar
komið var heim úr skólanum og
búið var að lesa lexíurnar, þá
var tekið til óspililtra málanna
við að rekja í nálarnar fyrir
pabba og svo fyrir sjálfan sig,
og síðan hnýtt fram á kvöld.
Ennfremur var okkur kennt að
riða utan um netakúlur, og búa
sér til færi, ef maður skyldi fá
að fljóta með.
Ein var sú atvinna, sem við
strákarnir vorum látnir vinna
heilmikið við, en það var að
gera að hrognkelsunum. Sú að-
gerð var tvennskonar. Önnur að-
ferðin var að fletja þau og
salta, en hin var að skera þau
upp og hengja á rár eða trönur,
VÍKINGUR
LITIÐ UM OXL
NauSsyn sjóviiinukeiiiiKlu I landi og tii sjös, skrifuli og
rökstutt af einum jieirra, /sem 61st upp I Iteykjavlk ít
fyrsta tug: alclarinnar.
226