Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 17
strönd Afríku norður til Suez-
skurðsins. Gegnum Suez út í
Miðjarðarhaf. Meðfram strönd-
um Tyrklands og Grikklands. —
Heimsækja Júgóslavíu! — Hald-
ið skyldi svo áfram meðfram
Italíuströnd, meðfram frönsku
og spænsku ströndinni, gegnum
Gíbraltarsund, — suður með
Afríkuströnd til Suður-Rhódes-
íu, sigla síðan yfir suður At-
lantshaf að ströndum Brazilíu.
Þá skyldi haldið norður á bóg-
inn meðfram austurströnd Suð-
ur-Ameríku, gegnum Panama-
skurðinn, aftur út í Kyrrahaf,
norður með vesturströnd Mið-
Ameríku, Mexíkó og Kaliforníu
og átti svo hnattferðinni að
ljúka í Los Angeles.
Áætluð vegalengd var 75 þús.
sjómílur og átti ferðin að taka
um 2 ár. Ég var ráðinn skip-
stjóri. — Farkostur okkar, sem
hlaut nafnið ,,Silfurdöggin“ var
aðeins 30 fet á lengd, en fyrir
3 menn var hann rúmgóð fleyta.
Að morgni dags 12. sept. var
öllum nauðsynlegum undirbún-
ingi lokið og í blíðskaparveðri
sigldum við vonglaðir út Ma-
Branko Milinkovich.
Sulturinn var ekki það versta.
VÍKINGUR
home flóann, og komum til
Liverpool á Nova Scotia eftir á-
nægjulega ferð. — Daginn eftir
héldum við ferðinni áfram í átt-
ina til Shelbonuerne, en á miðri
leið þangað byrjuðu erfiðleik-
arnir. Talstöðin bilaði skyndi-
lega og töfðumst við í tvo daga
vegna viðgerðar, en sagan end-
urtók sig á leiðinni til Clark
Harbour, en þar fékk ég nýja
stöð.
En nú tóku aðrir erfiðleikar
við. Annar félagi minn ti'lkynnti
mér, að hann treysti sér ekki til
að halda ferðinni áfram. Hann
hafði þjáðst af sjóveiki allt frá
upphafi ferðarinnar. Tók hann
saman föggur sínar og kvaddi
okkur, en samkvæmt gerðum
samningum átti hann ekki til-
kall til þúsund dalanna, sem
hann hafði lagt fram.
Við héldum nú tveir áfram
ferðinni í áttina til Yarmouth á
Nova Scotia. Ekki höfðum við
siglt lengi áður en hinn félagi
minn varð líka heltekinn af sjó-
veiki og þar við bættist ofsaleg
sjóhræðsla. — Er ekki að orð-
lengja, að við komuna til Yar-
mounth tók hann saman sitt
hafurtask og hvarf á brott, og
var ég nú einn eftir skilinn með
bátinn og hnattferSar áætlunina!
Ég íhugaði nú allar aðstæður og
ákvað að halda ferðinni áfram
einsamall á „Silfurdögginni,“
hvað sem tautaði, og að morgni
dags 27. september lagði ég upp
fráYarmount í sólskini og blíðu-
veðri. Hraðinn var 6 sjómílur og
þegar ég hafði siglt framhjá
Jurcher Shoal vitanum þrem
stundum síðar, setti ég stefnuna
á Bar Harbour, sem var 81 sjó-
mílu sunnar á ströndinni.
Ég hafði siglt í aðrar 3 klst.
þegar ég varð var við að leki
var kominn að bátnum. Eftir
staðarákvörðun minni taldi ég
mig vera staddan um 45 mílur
frá meginlandi Nova Scotia og
49 mílur frá Bar Harbour.
Ég tók strax til við austurinn
og hamaðist allt hvað af tók.
Vélin hafði stöðvast og ég reyndi
að þurrka hana, en rafhlaðan
Jón Þorvaldsson.
reyndist kraftlaus, svo ég varð
að gefast upp við vélina og snúa
mér að austrinum. Veðrið verns-
aði og myrkrfð skall á. Sjávar-
straumurinn var harður og lá
beint til hafs.
Ég var ekki hræddur, enda
þótt ekki væri það þægileg til-
finning að reka hjálparlaust til
hafs á 30 feta bátskel í stormi
og náttmyrkri.
Ég átti nægilegan mat í 14
daga, vatn og eldsneyti til að
kveikja eld og vekja athygli
skipa, — en talstöðin hafði strax
blotnað og virkaði ekki. Ég setti
upp mastur og reyndi að sigla,
en vindátt stóð á móti straum
og auk þess kunni ég lítið með
segl að fara, svo ég gafst upp
við alla siglingu.
Ég stóð nú tímum saman við
dæluna og tókst mér að finna
hvaðan lekinn kom, en það var
gegnum brotnaða útblástur-
leiðslu. Ekki hafði ég tæki til að
þétta lekann, en vafði leiðsluna
eins og ég bezt gat.
Ég einbeitti nú orku minni að
því að vekja athygli annarra
skipa á mér, og stóð tímum sam-
an uppi á yfirbyggingu bátsins
og gáði árangurslaust að skipa-
ferðum, og aftur dimmdi af
nótt. Ég reyndi að elda mat, en
tókst ekki vegna sjógangs, svo
ég íét mér nægja kaldan mat og
fékk mér bjór við.
231