Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 22
Gulleitarmenn ganga á land í Seattle, klyfjaðir gulli.
sem síðar varð heimsfrægt und-
ir nafninu „Klondike-æðið.“
Hann tók upp hníf og fletti
börknum af stóru grenitré og
skrifaði með blýanti á hinn
slétta flöt eftirfarndi orð:
„Ég helga mér til eignar 50
ft. svæði frá þessu tré og niður
með ánni. Ég geri það í nafni
þess réttar, sem felst í því að
ég fann þetta svæði.“
17. ágúst 1896
G. Cormack.
Niðri í bjórkrá Pheés í Forty
Mile skellti hann skotfæratösk-
unni með gullinu í á afgreiðslu-
borðið. Og þó fullt tillit væri
tekið til gullsins, þá hlógu menn
samt að Lygagogga.
En næstu nótt lagði hver bát-
urinn af öðrum af stað til að
leita gulls.
Allir menn búandi á norðvest-
ursvæðinu lögðu upp til Thron-
duick — til þess staðar, sem
enginn gat borið rétt fram og
hlaut því fljótlega afbökunina
Klondike.
Koma gullgrafarmanna
með E.S. Portland.
Á þessu tímabili bárust frétt-
ir mjög seint. Fáir vissu því um
hvað var að gerast í Klondike.
Fyrstu gullleitarmennirnir fengu
því góðan tíma við iðju sína.
Heimurinn að Alaska undan-
skyldu, fékk fyrst hugmynd um
hinn mikla gullfund þegar e.s.
Portland 17. júlí 1897 lagðist að
bryggju í Seattle. Farþegar með
skipinu voru margir gullleitar-
menn, sem höfðu með sér heppn-
ina, þúsundir manna biðu komu
þeirra.
„Sýnið okkur gullið! Sýnið
okkur gullið! hrópaði mannfjöld-
inn. Og skeggjuðu gullleitar-
mennirnir héldu á lofti stærstu
gullmolunum sigri hrósandi. —
Þegar þessir tötrum klæddu og
veðurbitnu menn gengu niður
landgöngubrúna með fulla poka
og leðurtöskur af gulli, urðu
þrengslin æðisgengin. Gullgraf-
ari með gullhnalla upp á lOO.ooo
dollara varð að taka í þjónustu
sína 2 hafnarverkamenn til að
bera gullsekkinn á land.
Fjöldinn 'eggur af stað.
Mannfjöldinn, sem virtist í
dáleiðslu elti gullleitarmennina
hvarvetna og hyllti þá sem hetj-
ur, en þeir sögðu sögur af ævin-
týrum sínum í Klondike og
drógu hvergi af.
Allur bærinn var mettaður
gullæðinu, og næstu daga ók
enginn strætisvagn, vegna þess
að strætisvagnastjórarnir voru
allir farnir áleiðis til Klondike.
Á viku tímabili lögðu meira en
2000 manns áleiðis til Klondike
frá Seattle. Við höfnina biðu
mörg hundruð manna eftir skip-
rými til að komast til Alaska.
Enginn þorði að fara heim af
ótta við að komast ekki með. En
margir urðu lengi að bíða, því
að skipshafnirnar stungu líkaaf
til að freista gæfunnar sem gull-
grafarar.
Alla dreymdi um gull og á-
ætlað er að 50.000 menn hafi
lagt af stað til Klondike. Millj-
ónir verzlunarmanna gerðu risa-
business í tengslum við þessa
„þjóðflutninga," sem vissulega
má svo nefna.
236
VÍKINGUR