Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 23
Allt í einu var Klondike kom-
in í tízku og allt, sem tengt var
Klondikenafninu seldist með á-
gætum. Sem dæmi má nefna:
Klondikegleraugu, Klondike-
eyrnaskjól, Klondikegúmmístíg-
vél, Klondikemeðul og margt
fleira.
Ekki leið á löngu þar til öll
Ameríka varð snortin af gullæð-
inu.
Hjólaskipin sem sigldu eftir
Jukonfljótinu til Alaska voru yf-
irfull af fólki. Farþegarnir, sem
keyptu farrými fyrir 10 sinnum
hærra verð en vanalega, voru
svo margir að líkja mátti við
síld í tunnu. Margir smíðuðu
sjálfir báta og pramma úr trjá-
bolum, sem þeir felldu og sigldu
á þessum farkostum eftir
straumhörðum ánum án nokkurs
tillits til ríkjandi hættu.
Þeir,. sem á landi ferðuðust,
urðu einnig fyrir ekki minni
hættum. Stórhættulegt var að
fara um hin 2000 metra háu
fjallaskörð, sem víða eru á þess-
ari leið.
„City of Columbia“ með
kvennaskara innanborðs.
Hópur kvenna lagði leið sína
til Klondike. 500 konur á gift-
ingaraldri tóku sig saman um að
fara norðureftir og krækja sér í
ríkan gullgrafara fyrir eigin-
mann, áður en þeir kæmu aftur
til baka í menninguna. Foringi
leiðangursins hét Hannah Gould.
Hún tók á leigu gufuskipið „City
of Columbia.“ — Ferðin hófst í
New York og ákveðið var að
sigla suður fyrir Cape horn til
Seattle. — Fyrir burtför voru
mörg hundruð kassar af kampa-
víni fluttir á skipsfjöl. Konurn-
ar fullyrtu, að ekkert betra með-
al væri til gegn sjóveiki en
kampavínið.
Þegar skipið kom að Magellan-
sundi lenti það í geysimiklu
fárvirði og hófu þá konurnar
drykkju sína. Skömmu seinna
bar skipið upp á blindsker fram-
an við Tierro del Fuego og í
heilan sólarhring varð fólkið
um borð að horfast í augu við
dauðann. — Að lokum komust
björgunarskip á staðinn og öll-
um varð bjargað.
En slysið dró engan veginn
kjarkinn úr konunum. Þeim
tókst að útvega 14000 dollara til
viðgerðar á skipinu og héldu síð-
an ferðinni áfram.
Að lokum lagðist „City of
Columbia“ að bryggju í Seattle.
Og þar höfðu konurnar áður
pantað ferðabúnað til Klondike,
sem átti að vera til er þær
kæmu. En enginn slíkur útbún-
aður var fyrir hendi við kom-
una og leystist þá hópurinn upp.
Héldu þær síðan dreifðar heim
aftur og án milljónera.
Höfuðborg Gulllandsins.
Einn fyrstur manna, sem kom
til Klondike eftir gullfund
George Cormacks árið 1896, var
maður að nafni Joe Ladue.
Hann skipulagði höfuðborg gull-
landsins og skírði hana í höf-
uðið á kanadískum jarðfræðingi,
George M. Dawson.
Joe Ladue fékkst ekki sjálfur
við gullgröft — hann auðgaði
sig á annan hátt. Fyrir brauð
og egg keypti hann byggingar-
lóðir — kaupskapur, sem síðar
gaf mikið í aðra hönd. Eftir eitt
ár var verðið á byggingarlóðum
meðfram aðalgötu Dawsonsbæj-
ar komið upp í 15000 dollara
fyrir hvern meter.
Þegar á sumrinu árið 1898
voru í bænum tveir bankar, tvö
dagblöð, þrjú sjúkrahús, fjórar
VÍKINGUR
237