Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 25
kirkjur og fjöldinn allur af hófc- elum og danshúsum. í pokum, sem fluttir voru á múldýrum eða í smápungum, er dingluðu við belti gullgrafaranna, flaut gullið úr nærliggjandi fjöllum inn í bæinn. Fyrir gullið keyptu menn sér síðan blíðu kvenna og á- fengi. Oftast hvarf gullið úr höndum gullgrafaranna eftir að komið var í bæinn miklu fljótar en tókst að afla þess. Þjónarnir í danshúsunum vættu fingur sína í öli í þeirri von að eitthvað gullryk festist við þá. Og fjöldi svikaspilara sveik út aleigu margra gullgrafara á aðeins einni nóttu. Ýmsir gullgrafarar lögðu þús- undir dollara undir í veðmál um það, hver væri hæfastur að spýta gegnum smágöt á kráarveggjun- um. Þannig var allt orðið hálfvit- laust af gullæðinu í Dawson- borg og á Klondikesvæðinu. Og þegar einn hinna nýríku kon- unga 1 Dawsonborg, Clarence Berry að nafni, sendi konu sína aftur til menningarinnar, fannst frúnni lúxusíbúðin um borð í skipinu ekki nógu fín fyrir sig og lét tafarlaust breyta henni, — kostnaðurinn við það var svo mikill að kaupa hefði mátt heilt skip fyrir þessa peninga annars staðar. Dauður bær eftir aðeins 3 ár. Varla hefur nokkur bær á fyrstu árum sínum hýst jafn- marga milljónera og Dawson- borg. Árið 1897 á aðeins 8 dög- um náði einn gullgrafarinn úr jörðu gulli að 48.000 dollara verðmæti. En auðurinn er valt- astur vina og urðu því margir þarna jafnskjótt fátækir og áð- ur urðu ríkir. Sumarið 1898 voru íbúar bæj- arins 35.000, en eftir það fækk- aði þeim mjög, og í júlímánuði 1899 var öllu lokið. Þegar síð- ustu Klondikeævintýramennirnir komu, var Dawsonborg þegar útdauð borg. 1 rúm 3 ár var borgin við lýði. Á árinu 1930 var þó fengizt VÍKINGUR við gullnám í Dawsonborg, en þá var rifið upp heilmikið af bjálkagangstígum og gólfum í danshúsunum, kom þá í Ijós tals- vei*t magn af gullryki, sem fall- ið hafði niður milli bjálkanna á mektarárum bæjarins. Þegar Klondikéævintýrið var gert upp, kom í Ijós, að jafn- vægi var hvergi náð. Reiknað var út að 5000 manns eyddu hver um sig 1000 dollurum á mann, eða samtals 50 milljónum dollara og allt fram að árinu 1901 hafði hvergi nærri svo mikið gull fundizt, að jafngilti svona hárri upphæð. Það varð fyrst síðar, þegar stór fyrirtæki sameinuðust um að nota stór- virkar vélar við gullgröftinn, að verulegt verðmæti gulls var unn- ið á þessu svæði — en þó var Klondikeævintýrið fyrir löngu undir lok liðið. Raunverulega voru það aðeins 4000 gullleitarmenn, sem höfðu heppnina með sér og aðeins ör- fá hundruð þeirra var hægt að segja, að urðu ríkir af gullleit- arfyrirhöfn sinni og enn færri voru þeir, sem til langframa tókst að varðveita auð sinn. — ★ — En hvað varð þá um manninn George Cormack, sem kom þessu öllu af stað? Jú, hann var einn þeirra fáu Klondikeævintýra- manna, sem heppnina höfðu með sér. Indíánakona hans kunni ekki við sig í hinu nýja umhverfi þeirra og sendi þá Cormack hana aftur heim til Alaska. — Kvæntist hann síðan annarri konu, sem var fyrrverandi dans- mær frá Dawsoncity. Árið 1922 dó Cormack sem velmetinn borgari í Vancover- borg. Ekkja hans hlaut arf eftir hann,, mikil auðæfi og fjölda byggingarlóða. — Sjálf andaðist hún í Kaliforníu árið 1949 og var þá meðal þeirra allra síð- ustu í lifandi tölu er þátt tóku í Klondikeævintýrinu. * Hnattferð Framhald af bls. 238 skipshöfninni hjálpuðu mér því næst við að ná í nauðsynlegustu hluti úr bát mínum, en síðan var hann tekinn aftan í og dreginn með hægri ferð inn til St. Johns. Ég var nú falinn umsjá bryt- ans, Bjarna Bjarnasonar, — og byrjaði á því að þvo mér og raka með áhöldum hans, þá var matur á borðum. Var allur viðgerningur bryt- ans við mig á slíkan máta, sem hann hefði sinn eiginn bróður úr helju heimtan. Reyndist hann mér þannig meðan ég dvaldist um borð í skipinu og vildi ég mega skoða hann sem vin og vel- gjörðamann ævilangt ásamt Ævari,. öðrum stýrimanni, Jóni Þorvaldssyni skipstjóra og allri áhöfn Drangajökuls. Við kom- una til St. Johns sendi skipstjór- inn skeyti til útgerðarfélagsins Jökla, þar sem hann skýrði frá björgun minni og bátsins og spurði hvort þeir tækju björg- unarlaun vegna tafar skipsins. Svarið kom daginn eftir: „Gleðjumst yfir að þú bjarg- aðir manni og bát. Æskjum engra björgunarlauna. - Jöklar. Þegar skipstjórinn hafði til- kynnt þetta höfðinglega svar Jökla, seldi ég skipstjóranum á lóðsbátnum bát minn. Og þar með var þessari sögulegu hnatt- fe.rð minni lokið. Og að lokum þetta. Ég sendi áhöfninni á M.s. DRANGA- JÖKLI mitt innilegasta þakk- læti. Þeir björguðu lífi mínu. Þá mun ég ekki heldur gleyma höfðingsskap útgerðarfélagsins Jökla. Ég veit nú að til er eyja norður í Atlantshafi, sem heitir ísland og þar á ég góða vini. Branko Milinkovich. 239
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.