Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 29
unganna, sem þar er skráð, hafi
hjálpað til, svo að norsku þjóð-
inni tókst að halda vöku sinni,
þar til sigur var unninn. En að
þessar sögur voru skráðar, megi
þakka íslenzku þjóðinni.
Ekki treysti ég mér til að spá
neinu um það, hvort við megum
vænta, stuðnings, eða hinu gagn-
stæða frá Svíum, við málstað ís-
lands. En ég geri mér ekki háar
hugmyndir um stuðning þaðan,
því miður. Ástæðan er sú, að
þeir hafa ekki verið mjög við-
bragðsfljótir til stuðnings mál-
stað íslands, þegar íslenzkir
hagsmunir hafa verið í veði. —
Samanber afstaða þeirra til
landhelgismálsins, og við lýð-
veldisstofnunina, og nú síðast til
Loftleiðamálsins.
Talið hefur verið, að við þurf-
um ekki að kvíða því, að mál-
ið nái ekki samþykkt í danska
Ríkisþinginu, því þar muni öfl-
ugur meirihluti fylgja því fram
til sigurs, og muni það verða
samþ. í sinni upphaflegu mynd,
eftir því samkomulagi, sem gert
var á milli íslenzkra og danskra
ráðamanna árið 1960, og þá var
samþykkt í Ríkisþinginu.
En á meðan eins er hamast
gegn málinu og nú er gert, er
ekki gott að sjá fyrir, hvern ár-
angur slíkur bægslagangur ber.
Þáttur Grænlandsþingmanna
og Flateyjarbók.
Nú virðast tveir mótstöðu-
menn hafa bætzt í hópinn í Rík-
isþinginu, það eru fulltrúar
Grænlands, og er í því sambandi
sérstaklega rætt um Flateyjar-
bók, og það rökstutt, að af því
að þar er greint frá fundi og
landnámi Grænlands, og löndun-
um í vesturálfu heims og til-
raunum til landnáms þar megi
íslendingar alls ekki fá Flateyj-
arbók afhenta.
Þetta virðist vera næsta furðu-
leg afstaða Grænlendinganna. —
Sérstaklega þó þegar höfð er í
huga þjóðsagan, sem virðist hafa
verið tekin góð og gild. Að þeg-
ar „Hans Egede“ kom til Græn-
lands. eftir tveggja til þriggja
VlKINGUR
alda einangrun Grænlands og
átti von á að hitta afkomendur
hinna íslenzku landnema, ,,þá
voru þeir allir horfnir, en ein-
tómir Eskimóar í landinu." Því
var svo slegið föstu að Eskimó-
arnir hefðu upprætt hina þrek-
miklu afkomendur landnemanna
íslenzku. sem voru búnir að reisa
þar blómlegar byggðir ogaðlaga
sig lífsskilyrðum þar, eftir meira
en fjögurra alda búsetu.
I Flateyjarbók er nokkuð
greint frá Landnámi Grænlands
og siglingum og landafundum
hinna fornu íslenzku sæfara. —
Ekkert 'er hinsvegar í Flateyj-
arbók um sögu Grænlands og
þess fólks, sem lifað hefur þar,
eftir að Hans Edge stofnaði
sambandið að nýju. En ástæðan
til einangrunarinnar var sú að
konungsvaldið var búið að taka
siglingarleyfið af íslendingum
og Grænlendingum, en þeir sem
áttu að halda uppi siglingunum,
skorti dug og manndóm til að
gera skyldu' sína.
Ég vil þó taka það fram. að
ég er ekki í þeirra hópi, sem
trúir því að afkomendur ís-
lenzku landnemanna í Græn-
landi hafi verið upprættir á
þann hátt, sem ,,þjóðsagan“
greinir frá, heldur tel ég að eft-
ir að hin algjöra samgöngu-
stöðvun var orðin að veruleika,
hafi þeir af illri nauðsyn smátt
og smátt tekið upp lifnaðarhætti
hinna heiðnu veiðimanna, sem
voru dreifðir um hin nálægu
lönd Grænlands, og einnig voru
komnir yfir til Grænlands, og í
vaxandi mæli leituðu inn í
byggðir hinna kristnu Græn-
lendinga.
Afleiðingin var svo blóð-
blöndun beggja kynstofnanna og
nýr kynstofn varð til, sem ber
glögg einkenni beggja stofn-
anna á víxl, bæði í líkamsbygg-
ingu, háralit og augnalit. — En
tungu sinni og trú höfðu þeir
glatað og týnt, þegar sambandið
við þá náðist á ný.
En þótt þeir séu að nokkru
leyti afkomendur hinna fornu,
íslenzku frumbyggja Grænlands,
þá breytir það engu gagnvart
þeirri staðreynd, að Flateyjar-
bók er skrifuð af íslenzkum
snillingshöndum, og í sögnunum
um landnám og fund Grænlands
og landafundina á norðurhjara
heimsins, greinir hún frá fram-
úrskarandi afrekum íslenzkra
manna á sviði siglingartækni og
sjómennsku. Hún á því hvergi
annarsstaðar heima, en á ís-
landi. íslendingum ber, og þeir
eru staðráðnir í því að koma upp
veglegu safnhúsi hér í Reykja-
vík, fyrir öll íslenzku handritin,
með fullkomnustu og beztu að-
stöðu til vísindarannsókna á
þeim. Þeir setja nú þjóðarheið-
ur sinn að veði fyrir því, að
þessu verði komið í verk nú á
á næsta ári og árum, þá verður
ekki löng bið þess að hinir
snjöllu íslenzku vísindamenn á
þessu sviði get farið varfærnum
höndum um hina helgu dóma
hins ómetanlega menningararfs
forfeðranna.
Voru það bjargráð að
flytja handritin?
í sambandi við það sem sagt
hefur verið, að það hafi bjarg-
að handritunum frá glötun, að
þau voru flutt til Kaupmanna-
hafnar á tímum Árna Magnús-
sonar, má benda á nokkrar stað-
reyndir. Mikill fjöldi kassa, sem
innihéldu handritasendingar til
Danmerkur frá íslandi, komust
aldrei á leiðarenda. Lentu ýmist
á sjávarbotninum eða í höndum
sjóvíkinga. Því á þessu tímabili
stóðu yfir stöðugar styrjaldir,
með allskonar róstum og sjórán-
um, sem slíku ástandi fylgir.
Þá má ekki gleyma hinum
hörmulega bruna Kaupmanna-
hafnar, þegar mikill fjöldi hand-
rita brann, þótt tekist hafi að
bjarga mörgum hinna dýrmæt-
ustu, en þó ekki nærri öllum af
þeim. Þá minnist ég þess að hafa
fyrir nokkrum árum lesið um
það í dönsku blaði, að handritin
hafi þótt hið prýðilegasta efni,
á dögum Kristjáns IV., til að
notast í forhlöð við flugeldasýn-
ingar á gamlaárskvöldum. Ekki
243